Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 17

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 17
Kirkja í Ipoti, Nigaria. Hér sést eitt af hinum mörgu dæmum um þá breytingu, sem kristileg upp- fræðsla hefur í för með sér. Þessi kirkja og skóli eru í mjög heiðnu þorpi, húsin eru byggð af inniend- um, kristnum mönnum, sem Jengi höfðu verið fjötraðir af synd og villu. og verða að skríða á höndunum. Sjúkdómarnir uppeta þá. Við höfum fengið margar áskoranir um að koma á fót skóla, en það getum við ekki heldur, með því við höfum hvorki skólahús né skólaáhöld.“ Uti í Nigaríu búa 25 miljónir manna, er það meir en sjötti hlutinn af íbiium Afríku. Þar höfum vér aðeins tíu hvíta kristni- boða, og eina hvíta kennslukonu, handa hinum rnörgu miljónum stúlku- barna. Fyrir tveimur árum var í þessum hluta starfssvæðisins fremur ískyggi- legt útlit. Sumir kristniboða vorra voru komnir á þá skoðun, að nær ómögulegt væri að hafa nokkur áhrif á fólkið. Nú er reynslan orðin allt önnur. Frá fjarlægum og nálægum stöðum koma beiðnir frá mönnum og konum, sem hafa snúið sér til Drottins og óska uppfræðslu. Frá Gullströndinni koma fregnir um að yfir 40 manneskjur hafi tekið kristna trú fyrir starf eins leikmanns. Einn af hinum innlendu evangelistum vor- um heimsótti þennan stað og veitti þeim frekari uppfræðslu, og nú eru einnig margir aðrir, sem óska að fá til sín kennara. A. J. Balogun prest- ur, sem er leiðtogi safnaðarins í Ibaden, bæ með yfir 250,000 íbúa, sendir eftirfarandi tilmæli kristniboðs- formanni vorum: „Meistari, þú veizt að eg hef byrjað starfsemi á þessum nýja stað með miklum erfiðleikum. Fólkið langar að þekkja kenningar- atriði þess eina kirkjufélags, sem virðist vita hvað heimurinn á í vænd- um í náinni framtíð. Væri ekki unnt að senda þeim kennara með mjög litlum launum? Fólkið þráir þennan boðskap.“ Vér verðum að svara og segja eins og er, að vér höfum ekki efni á að senda neinn kennara. Vér höfum ekki peninga til að launa með einn einasta starfsmann í viðbót við þá, sem vér höfum þegar ráðið. „En, meistari“, bætti hann við, „þetta er mjög áríðandi, og fólkið hefur beðið 15

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.