Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 18

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 18
svo lengi, á eg að fara og segja því að hvíti maðurinn vilji ekki flytja þeim gleðiboðskapinn? Fólkið segir að þið hafið starfað svo lengi fyrir Busk-kynflokkinn. Þið hafið verið í Nigaríu yfir 15 ár, en hafið ennþá ekki komið í okkar bæ. Vill Drott- inn ykkar ekki að íbúar þessa bæjar erfi þann stað, sem hann fór burt til að búa mönnunum?" Hvers konar svar munduð þér óska að gefa við slíkum og öðrum því líkum tilmælum? Uppskeran er í sannleika þroskuð, og það er þörf á verlcamönnum. Guð segir að vér eig- um að biðja Herra uppskerunnar að senda verkamenn, og ef vér gerum það, munum vér miðla af eigum vorum, til þess að vér fáum bæn- heyrslu. Margir hinna innfæddu í Afríku eiga svo bágt með að skilja það, að ekki séu nægir peningar til í Evrópu. Þessar bænir og áköll koma eigi aðeins frá einstaka svæðum í Afríku, heldur alls staðar frá. Hér er eitt dæmi frá Austur-Afríku: „Kvennaskóli okkar hefur verið lok- aður í tíu ár, vegna þess að okkur vantar peninga. Framtíð starfseminn- ar í Afríku er undir því komin, að konur og mæður geti fengið kristi- lega menntun.“ Kristniboðsstarfsemin í Ethíópíu þarfnast styrktar. Stjórn landsins lítur með velþóknun á það starf, sem fram- kvæmt hefur verið undir erfiðum kringumstæðum á síðustu mánuðum. Hún hefur gefið oss tvö ný sjúkra- hús og lofað að bera mestan kostn- aðinn af framfæri læknisins. Vér þurf- um fé til að reka þessar tvær stofn- anir. Þörfin í þessu landi er meiri en nokkru sinni fyrr, eins og flestir vita að meira eða minna leyti. Svo að segja daglega koma hjálp- arbeiðnir til vor. Landslýðurinn kall- ar, biður og grátbænir okkur um að miðla þeim því, sem vér höfum ekki peningum vorum, eignum eða menntun, heldur þekkingunni á Jesú. Fólkið þráir að þekkja fagnaðarer- indi frelsisins og fá að reyna kraft þess. Hvað eigum vér að gera? Ef vér bíðum mikið lengur enn, verður ef til vill um seinan að hjálpa. Tæki- færin sem eru í dag, bjóðast má ske aldrei aftur.Látum oss þess vegna rétta þeim hjálparhönd nú, látum oss nota með trúmennsku þau pund, sem Drott- inn í kærleika sínum hefur gefið oss. Sigur heiðmðjakristniboðsms og ávextir bess. F.amh. af bis. 4 ómetanlegt. Heilög Ritning hefur nú verið þýdd á 936 tungumál, og milj- ónum eintaka hefur verið dreift víðs- vegar um heiminn. Hin heimsvíð- tæka kristniboðsstarfsemi, sem nú er framkvæmd, er tákn þess, að endur- koma Krists er mjög nálæg. Postula- tíminn var tími vorregnsins. Þá varð stórkostleg andleg vakning, og boð- skapurinn um hann, sem er herra lífsins, var boðaður með miklum krafti um gervalla jörðina. Vér lif- um á tíma haustregsins, þegar hin mikla uppskera fagnaðarerindisins á að fullþroskast. A vorum tímum skal fagnaðarerindið um ríkið boðað verða með krafti Heilags Anda um allan heim. „Og þá mun endirinn koma.“ Matt. 24, 14. 16

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.