Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 21

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 21
dýranna •]’ skóginum, höfum við kristnir menn nú lirein heimili og hrein þorp“. Þegar hinn evrópiski yfirmaSur kopar- námanna í Norður-Rliodesia var að tala um kristniboðana, sagði hann, og benti á miðaldra mann innfæddán: „Eg hef yfir 5000 unga menn, sem vinna fyrir mig, en þessi Sjöundadags Aðventisti er ábvg'gi- legastur þeirra allra. Fyrir hann vildi eg gera, hvað sem vera skal“. Kamgambo kristnifíoðsskóli í Kenia-njrlendunni. W. H. Taylor, aðalumsjónarmaður skólanna í Kenia-nýlendunnni, maður, sem hefur margra ára reynslu í skóla- starfsemi, lieimsótti nýlega skóla vorn í Kambago ásamt öðrum fleiri þorpsskól- um í nálægum héruðum. Hr Tavlor segir meðal annars: „Stundatöflurnar og deildaskiptingin leit úr fyrir að vera með ágætu fyrirkomulagi. Sama er að segja um útbúnað skólans og kennslubækur. Önnur kristniboðsfélög gerðu vel i þvi að fylgja dæmi þeirra í útgáfu stafrófs- kvera, lestrarbóka og reikningsbóka og á máli landsins. Landafræðin á Lou Swa- hili-málinu er ágæt. Aðrar bækur kenn- aranna á Kiswahili-málinu og hin mörgu og góðu rit þeirra falla mér framúrskar- andi vel í geð. Einnig gazt mér mjög vel að því, live mikið skólinn gerir til þess að vera sem mest sjálfbjarga. Án efa er það hið ágæta tíundar-fyrirkomulag, sem gerir skólan- um unnt að gefa allar þær gjafir, sem hann gefur. Eg tók líka eftir því, að í dagbók skól- ans var reikningur yfir tekjur og útgjöld livers einstaks skóla fyrir sig fyrir sér- livert ár. Einnig þetta er atriði, sem ég vil benda kristniboðum yfirleitt á til eft- irbreytni. Yfir höfuð að tala er það undravert, live miklu og góðu starfi þessír kennarar geta afkastað. Það er mikilsverður vitnis- burður um þau kennaranámsskeið, sem haldin eru í kristniboðsskólanum, og um það eftirlit, sem haft er með kennurun- um i þessum skólum. Mér fannst og mik- ið til um það liyggilega fyrirkomulag, sem skólanum er stjórnað eftir og um þær ná- kvæmu reglur, sem settar eru því til tryggingar, að róttæk þekking fáist á Biblíunni. Að búsin eru lítil, en ekki stórar bygg- ingar, eins og flestar aðrar kennslustofn- anir eru, er auðkenni á þesum skóla og' öðrum samskonar. Það er kostur að lrús- in séu smá, og margt, sem mælir með því, að semja sig' að svo miklu levti að siðum landsins og unnt er“. Læhnir mælir með starfinu fyrir hnMsveihissjiíklinga i Afrihn. „Mér er sönn ánægja að því að nota þetta tækifæri til að lýsa því yfir, að ég met mikils það starf, sem framkvæmt hefur verið meðal holdsveikra manna í Auslur- og Mið-Afríku, holdsveikra-ný- lendunum í Malmulo, Mwami og Genida sem og i Belgiska Kongo og Angola. Þetta hefur verið gert á mjög skynsamlegan hátt og með mikilli hluttekningu af hinum guðelskandi kristniboðum í kirkjufélagi Sjöundadags Aðventista. Eg vil mikillega mæla með viðleilni þeirra við alla þá, er með gjöfum eða öðru geta styrkt þessa starfsemi. Þrælahaldið var fyrrum liið blæðandi sár Afríku. Nú er holdsveikin eilt af þeim meinum, sem við verðum að revna að græða, og kristniboðarnir og starf þeirra er einn hinn mikilvægasti þáttur í þessum tilraunum". E. Muir, ritari liins brezka landssam- bands til liknar holdsveikum mönnum. 19

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.