Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 22

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Síða 22
Heiðindómur og villa. Ritningin segir, að (iuð liafi skapað manninn beinan, en að þeir hafi fundið upp á mörgu furðulegu. Þetta furðulega er ósjaklan andleg afvegaleiðsla og rang- ar kenningar, og eru margar þeirra álika gamlar og mannkynið er. Eitt af þessu er kenningiu um ódauð- lega sál, sem eftir að maðurinn er skilin við flýr til einhvers ókunns staðar, sem hún svo dvelur á þar til löngu seinna að hún fer til baka aftur til þess að upp- örva og liugga eða kvelja og' pína vini og óvini. Þessi villa liefir leitt til margra vondra siðvenja i lieiðnum löndum. Ju-Ju hjáguð í nánd við Elele kristniboðsstöð. Sumstaðar í Vestur-Afríku er það t. d. siður, að skottulæknirinn og liinn illvilj- aði meðhjálpari hans klæði sig á vissum tíma árs i þá fáránlegustu búninga, sem unnt er að liugsa sér og gangi frá þorpi til þorps eða um göturnar og þykist vera andar framliðinna manna. Með því að hræða fólkið og lióta því öllu illu, geta þeir narrað út úr þvi bæði eitt og annað. Oft kemur það fyrir að þeir leg'gj- ast í leyni og ráðast svo á þá, sem orðnir eru kristnir og hætt liafa hinum lieiðing- legu siðum sínum. Þessi ofbeldisverk eru framin undir vernd fáfróðra og kæru- lausra liöfðingja, þannig að venjulega er ómögulegt að ná rétti sínum í slíkum til- fellum. Þessi mikla áminnsta villa hefur einn- ig fætt af sér hina margvislegu andadýrk- un, sem einnig er mjög almenn i Vestur- Afríku. Afskaplegar og ferlegar eftir- myndir, sem eiga að heita líking manna eða dýra, sjást oft í andahofunum eða meðfram vegunum. Þessar myndastytt- ur eru gerðar af moldu eða leiri og prýdd- ar með skeljum, stöfum, fjöðrum og öðru þess háttar og eiga að tákna anda framliðinna manna. Við hlið þeirra er venjulega kar eða geymir, sem látin er í fæða handa öndunum.Þetta eru þær fórn- ir, sem menn færa þessum öndum, til þess að tryggja sér hylli þeirra og bless- un í hinum ýmsu fyrirtækjum svo sem dýraveiðum, fiskiveiðum, verzlun, jarð- rækt eða ferðalögum. En hvað stoða þessir hlutir? Landslýð- urinn fálmar áfram í villumyrkrinu. í stað þess að öðlast það sem manneskj- urnar óska eftir, líkjast þær smám sam- an þeim guðum, sem þær tilbiðja. Hin mikla ráðsályktun Guðs er sú, að 20

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.