Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 27

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1935, Blaðsíða 27
Fyrir toorem* Afríkairaskiir drengiar leystur tír þrteldómi. [Eftir Mabel E. Robinson. Hamajayh er lítill drengur, en hefur stórt nafn. BróSir hans skuldaði manni að nafni Mu- konka dálítið af peningum. í stað þess að borga skuld sína, sagði hann við Mulconka: „Þú getur tekið Hamajayh og látið hann vinna lijá þér“, Mukonka tók svo Hamajayh og fór með hann langt burt frá heimili hans og lét hann gæta kúnna sinna. Á liverjum morgni rak drengur- inn þær í haga, og var kúasmali allan daginn. Á kvöldin rak hann líka féð inn í byrgi, þar sem því var óhætt fyrir ljónum og hýenum. Að því loknu horðaði hann kvöldmatinn sinn, sem var maísgrautur, og lagðist svo til svefns á dýnu á gólfinu. Þarna var enginn góður við hann. Húsbóndi hans var oft vondur við hann og barði hann. Litli drengurinn var þræll. Svo kom það fyrir eitt kvöldið, þegar veður hafði verið mjög heitt, að einn af stóru uxunum fékkst með engu móti til að fara inn í nauta- byrgið. Hamajayh rann í skap við uxann og barði hann með staf. Uxinn var ekki seinn á sér og rak Hamajayh litla undir og meiddi hann mikið á öðrum fætinum. Drengurinn rak upp hátt hljóð og fór síðan að gráta. Hann grét, og grét. Nokkrir innfæddir menn heyrðu til hans og komu út úr kofum sín- um til að sjá, hvað um væri að vera. Þegar þeir sáu, hve inikið hann var meiddur á fætinum, létu þeir hann á sleða og óku honum sex kíló- metra veg til kristniboðsstöðvarinnar. Þar hittu þeir hjúkrunarkonu, klædda hvít- um búningi. Hún kom með volgt vatn og sagði honum að fara með fótinn ofan i það. Hann vildi helzt ekki láta hvítu konuna sjá að hann gréti, og því kreppti hann hnefana til þess að verjast gráti. En hann kenndi mjög mikið til og gat ekki við það ráðið, að stór tár runnu niður kinnarnar. Þrjár vikur liðu. Á hverjum degi, þegar kluklc- an hringdi, kom Hamajayh til að láta gera við fótinn á sér. Honum var nú farið að batna, liann gat lilaupið og leikið sér, aðgreint jarðhnetur og gert ýmislegt annað. ,En Mukonka frétti að drengnum væri næstum batnað í fætinum, hann fór því til kristniboðans og sagði honum, að hann vildi að Hamajayh færi nú að koma og taka við störfum sínmn. Þegar kristniboðinn talaði um það við drenginn að fara með Mukonka, fór hann að gráta og varð mjög hræddur. Kristniboðinn sá það fljótlega, að Hamajayh var þræll Mukonka, og að Mukonka mundi ekki vera honum góður. Kristniboðinn sagði: „Við lifum í frjálsu landi; menn mega ekki hafa þræla hér. Við skulum fara og tala við yfirvöldin um þetta“. Síðan settist kristniboðinn upp i vagninn sinn og bað Mukonka og Hamajayh að koma með sér. Þeir töluðu við yfirvöldin, er sögðu, að Hama- jayli væri frjálst að vera framvegis á kristni- boðsstöðinni, og að Mukonka hefði ekki leyfi til að halda honum hjá sér. Litli drengurinn réði sér nú ekki fyrir gleði. Hann hljóp fram og aft- ur og klappaði saman lófunum. Kristniboðinn gaf honum annað nafn og kall- aði hann Walter. Allir við Rusangu-kristniboðs- stöðina þekkja Walter. Hann gengur i skóla og lærir að lesa og skrifa. Þegar kennarinn hans kennir biblíusögur, tekur Walter vel eftir því, sem sagt er. í hverri viku fer hann í hvíldar- dagskólann og lærir minnisversið sitt. Eg vildi að þið gætuð heyrt hann syngja!

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.