Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 8

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 8
og lagt grundvöllinn undir hina vold- ugu byggingu siðmenningar nútímans, sem nú verður reist í „meginlandinu myrka“. Það var kristniboðið sem uppgötvaði Japan. Bíblían var sá lykill, sem opnaði dyrnar að þessu eyjaríki fyrir vesturþjóðunum. Það var kristniboðið, sem greiddi þeim breytingum veginn, sem orðið hafa í Kína, Indlandi og fleiri löndum í austurálfu. Hvað mundi Afríka, Kína eða Indland vera í dag* ef öll sú siðmenning vesturþjóðanna, sem þeir þekktu til, væri ekki annað eða meira en þau áhrif, sem verzlun og stjórn- arfar nútímans hefir haft á þær? Það eru til menn, sem segja að kristniboðið sé ekki til annars en að fleygja burt mannslífum ög peningum. Þeir halda að ekki sé tilvinnandi fyrir þá fáu, sem starfa fyrir Krist í heiðn- um löndum, að leggja eins mikið í sölurnar og gert er. Aðrir segja að kristniboðið geri hinutn innfæddu meiri slcaða en gagn. Þeir sem koma með slíkar fullyrðingar, hafa ekki verið fræddir um það, sem skyldi. Og þeir hafa ekki kynnt sér þann mikla og heillavænlega árangur af kristniboðsstarfinu meðal heiðingja. Kristnar hetjur á kristniboðsakrinum. Þúsundir göfugra manna og kvenna hafa án þess að hugsa um ávinning eða heiður, slitið sundur hin við- kvæmu bönd, sem tengja þau við fjölskyldu og vini og sagt skilið við ástvini sína, lagt líf og heilsu í hættu og þolað allskonar örðugleika og á- reynslu fyrir kristniboðsmálefnið. Hundruðum saman hafa þau dáið á stöðvum sínum. Dalir, hæðir og sléttur á kristniboðsakrinum eru þakt- ar gröfum manna, kvenna og barna, sem hafa lagt lífið í sölurnar fyrir málefni Meistarans. Á alla legsteina þessara látnu hetja ættu eftirfarandi orð vel við, orð sem vér sjáum oft heima á voru landi: „Starf þitt var ekki til ónýtis“. Kennari og nemendnr við einn af skólum vor- um meðal Caraja-Indí- ánanna við Araguaya- fljótið i Brasilíu. 6

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.