Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 13

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 13
Einn dagur í holdsveikisnýlendu vorri í Níassalandi, Afriku. A hverjum einasta degi standa holdsveikir menn og bíða þess að fá inngöngu í holdsveikisnýlendu vora. Vér skulum sjá hverjir það eru, sem bíða í dag. Fremst í röðinni stendur móðir með son, tíu ára gamlan. Konan hefir hnúta um allt andlitið; partar af eyr- unum eru farnir, og sjúkdómurinn hefir gert röddina óskýra. Þetta er sorgleg sjón. Hún hlýtur að hafa þjáðst af sjúkdómnum í meir en tíu ár. Hvar hefir hún haldið sig allan þann tíma? Hún segist hafa átt heima sem svarar hálfri dagleið frá holds- veikis-nýlendunni, og hafa notað með- ul hinna innfæddu. Nú kom hún til nýlendunnar aðeins sökum þess, að íbúar þorpsins voru hræddir við hana og neyddu hana til að fara burt. Það hefðu þeir annars átt að gera fyr. Litli drengurinn stendur við hlið móð- vér! Metum vér þau að verðleikum? Sjáum vér að oss ber skylda til að hjálpa þeim, sem lifa án vonar í heiminum? Látum oss sýna enn meiri viðleitni í að hjálpa þeim, sem Guð gefur oss tækifæri til að hafa afskipti af. J. J. Hyde, Nígería. Blindur boðberi fagnaðarerindisins meðal hinna holdsveiku í Afríku. ur sinnar, húð hans er flekkótt eins og á lébarða, og er það augljóst holdsveikismerki. Barnið hefði alls ekki þurft að verða holdsveikt, hefði móðirin koinið til nýlendunnar undir eins og holdsveikin byrjaði. Nú verð- ur hann að vera undir læknishendi í marga mánuði, og móðirin í mörg ár, ef annars er mögulegt að henni batni. Nú kemur hópur af nýjum sjúkl- ingum. Sumir eru komnir langt að, hafa ferðast hér um bil þrjú hundruð kílómetra. Venjulega er svo fullt af sjúklingum hér, að vér höfum ekki rúm fyrir þá alla. Eigum vér endi- lega að neyðast til að senda þá aftur til hinna aumlegu heimkynna sinna, upp- gefna, vonsvikna og sundurkramda? 11

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.