Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 14

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 14
IJjúkrunarkona með holdsveikissjúklinga sína í Malamulo, Níassalandi. Við rannsóknina finnum vér að sjúkdómurinn er ekki á mjög háu stigi hjá þeim. Vér ákváðum því að þeir skyldu fá að setjast að í ný- lendunni, ásamt hinum. Meðan þeir dvelja þar, byggja þeir sér hús á lóð einni, sem einmitt nú er nýútmæld. Þessi stækkun nýlendu vorrar mun gera oss mögulegt að taka við fimm- tíu sjúklingum í viðbót, alls tvö hundr- uð og fimmtíu. Það er svo margt, sem verður að veita eftirtekt í holdsveikra-nýlendu. Bæði húsin og sjúklingana verður að rannsaka á vissum tímum. Vér skul- um byrja á Naskon, holdsveikissjúk- ling, sem hefir verið hjá oss í langan tíma og sér nú um útbýtingu meðala og hirðir einnig um garðana. Þegar vér göngum framhjá kirkjunni í ný- lendunni, heyrum vér margraddaðan söng. Pearson er söngstjóri. Hann er kennari og í raun og veru hinn and- legi leiðtogi. Hann var holdsveikur fyrir nokkrum árum síðan, en er nú laus við öll holdsveikiseinkenni, og er sérstaklega vel fallinn til síns starfa. Nú stöndum við í garðinum, sem Nashon og hinir holdsveiku aðstoð- armenn hans hafa búið til. Þar er mikið af ýmiskonar ávöxtum, og inn- an skamms mun bætast þar við rauð- aldinn og kálhöfuð. Garðurinn er þeim til mikillar hjálpar, þar eð það matarhæfi, sem samanstendur af garð- afurðum, styður að lækningu þeirra. Vér verðum að flýta okkur til sjúkra hússins, er stendur kippkorn frá holds- veikranýlendunni. Hingað koma sjúkl- ingar úr nágrenninu klukkan fimm eftir hádegi á hverjum degi, til að fá læknishjálp. Vér höfum frá 35—40 slíka sjúklinga á hverjum degi. Oft eru sjiikdómar þeirra mjög einfaldir 12

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.