Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 17

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 17
Heiðingjar biðja okkur um hjálp. Fyrir nokkru síðan heimsótti ég þorp eitt í Owerró fylki, ásamt séra Edmonds. Fólkið í þessu þorpi hefir nú fengið mikinn áhuga fyrir Aðvent- boðskapnum.Langtþarinni ílandi, milli skógar- og landbúnaðarhéraða, fund- um við opið svæði, þar sem kirkja hafði verið byggð, af hinum heiðnu höfðingjum og leiðtogum. Fyrverandi nemandi, er hafði sótt skóla vorn, sem er hér um bil 100 mílur í burtu frá heimili hans, hafði farið heim aftur til átthaga sinna, og sáð sæði fagnaðarerindisins meðal fólks síns. Trúboði nokkur var send- ur til þess síðar, og innan skamms gátu menn heyrt börnin hafa yfir minnisversin úr Biblíunni á Bo mál- inu, fyrir foreldrum sínum heima. Tíu eða fleiri ungir menn geta nú lesið Biblíuna, og oft fara nærfellt þrjátíu út til að boða fagnaðarerindið um hjálpræðið í Kristi, sem bráðum kemur aftur. Sú dýrðlega breyting, sem orðið hefir á börnunum, hafði svo mikil áhrif á hina heiðnu höfð- ingja, að þeir ákváðu að konur þeirra skyldu einnig fara til kirkju. Nú höfum vér 150 tilheyrendur við sam- komur vorar á þessum stað. Vér vorum um nóttina hjá þessum trúarsystkinum. Það var ein af þessum blessunarríkt starf. Vér erum sann- færðir um, að vér getum ennþá gert mikið til að hjálpa þessu vesalings bágstadda fólki á Gullströndinni. T. H. Fielding, Gullströnd. töfrandi fögru tunglskinsnóttum, sem eru svo sérkennilegar í Afríku. Þeg- ar ég nú stóð þarna á hinu opna svæði, þar sem hin tignarlegu pálma- tré gnæfðu í tunglskininu, og mynd- uðu fagra baksýn við hina nýju kirkju, og talaði um hina hrífandi náttúrufegurð, fylltist loftið allt í einu af röddum manna, kvenna og barna, sem sungu Zionarsöngva. Vér sendum í hljóði þakkarbæn til Guðs fyrir það, sem hann hefir framkvæmt í Afríku. Vér vorum sannfærðir um, að starfið meðal hinna innfæddu var ekki árangurslaust. Reynslur þær og erfiðleikar, sem vér mætum svo oft, hverfa að mestu fyrir þeirri gleði, sem fyllir huga vorn, þegar vér hugsum um þessar glötuðu sálir, sem hafa fundið veginn til Guðs. Vér höfðum samkomu með þessum heiðnu höfðingjum, áður en vér fór- um. Þeir báðu oss innilega um að senda kristniboða, sem gæti sezt að á meðal þeirra, og að byggja lækn- ingastofu eða sjúkrahús í héraði þeirra. Það er þéttbýlt hérað og mikið um sjúkdóma. Samræðissjúkdómar eru sérstaklega algengir meðal íbúanna. Þessir menn hafa nú ákveðið að byggja skólahús, og hafa nú þegar fellt tré og smíðað úr þeim, svo að byggingarstarfið getur byrjað hvenær sem vera skal. Þeim er mikið kapps- mál að börn þeirra fái kristilega uppfræðslu. Oss er vissulega jafn- mikið áhugamál að hjálpa þeim til að ná þessu takmarki. Drottinn blessi þessi börn Afríku, sem „rétta út hendurnar eftir Guði“. Mc. Clements, Nígeria. 15

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.