Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 20

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 20
aðra sálna var lyft upp úr hinm „botnlausu leðju“ og veitt náð til þess að lifa réttlátu og heiðarlegu lífi. Þessvegna gat hann líka skrifað til Efesusmanna um hina yfirgnæfandi náð“ — mikilleika máttar hans gagn- vart oss, sem trúum. kap. 1. 10. v. Já fagnaðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis. Enginn getur lýst því, hvernig þessi kraftur verkar gagnvart hverjum einstakling. Það er leyndar- dómsfullt starf, sem í Ritningunni er líkt við nýja fæðingu, og við vindinn sem þýtur ósýnilegur, en þó áhrifa- mikill framhjá oss. Hvernig Heilagur Andi gerir mann, sem „dauður er í afbrotum og syndum“, lifandi með Kristi, það getur enginn útskýrt, en maður sér og finnur, að þessi lífgjafi hefir kveikt himneskan eld í hjartanu, sem breytir því, er var þar áður. Himininn er lcominn þangað inn með sinni dýrðlegu náð, og hefir skapað ný markmið og nýja gleði. Hinir innfæddu sjúklingar koma á lækninga- stofurnar. Sumir verða að láta félaga sina bera sig Páll fyrirvarð sig ekki fyrir kraft fagnaðarerindisins, þegar hann leit á það sem fagnaðarerindið mundi koma til leiðar meðal heiðingja á öllum öldum. „Nú er ég glaður“ skrifar hann, „yfir leyndardóminum, sem hefir verið hulinn frá því að aldir og kynslóðir urðu til, en nú hefir verið opinber- aður Guðs heilögum, er hann vildi gera kunnugt,hvílíkur er dýrðarríkdóm- ur þessa leyndardóms meðal hinna heiðnu þjóða, sem er Kristur meðal yðar, von dýrðarinnar“. Kol, 1, 21. 26. 27. Dýrð og kraftur fagnaðarerindisins er ekki minni nú en hann var á dög- urn Páls. Þessi boðskapur, sem heim- urinn hæðir og fyrirlítur, fer sigur- för sína til endimarka jarðarinnar. Frá Magellansundi í suðri, og til lands miðnætursólarinnar í norðri; frá „Sirimslandi (Jer. 4. 9. 12.) í austri til eyjanna í vestri (Kyrrahaf- inu), sjá menn áhrifinn af frelsandi mætti fagnaðarerindisins. Nálægt einni af kristniboðsstöðvum vorum bjó ungur maður, sem var orðinn mjög drykkfelldur. I hvert skipti, sem hann var drukkinn, barði hann konu sína og nágranna svo, að allt umhverfið hræddist hann. Loks ákváðu nágrannar hans að drepa hann, en hann varð að flýja til að forða lífi sínu. Hann komst þá inn í hús nokkurt í borg einni þar nálægt til að fela sig. Þar sagði hann frá því, að hann væri aumingja ræfill, sem ekki gæti stillt sig um að neyta áfengis. „Farðu til kristniboðanna og segðu þeim frá erfiðleikum þínum“, 18

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.