Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 201512 Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 10. nóvember að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akra- neskaupstaðar fyrir árið 2016 svo og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019 til síðari umræðu í bæj- arstjórn. Hún mun fara fram 8. des- ember. Fyrri umræða um áætlunina fór þó ekki fram athugasemdalaust þar sem fulltrúar Samfylkingarinn- ar lögðu fram bókun. Meirihluti bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að á næsta ári náist fram jákvæð rekstr- arafkoma upp á rúmar 154 milljón- ir í svokölluðum A-hluta í bókhaldi bæjarins. Í B-hlutanum er hjúkrun- arheimilið Höfði. Þar munu lífeyr- isskuldbindingar vega þungt. Þeg- ar tillit er tekið til áætlaðrar niður- stöðu bæði A og B-hluta er gert ráð fyrir 51,5 milljón króna afgangi hjá Akraneskaupstað og stofnana á hans vegum í heild. Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri sagði í ræðu sinni að bærinn myndi leggja áherslu á að greiða niður skuldir eins og gert hefur verið undanfarin ár. Lang- tímalán Akraneskaupstaðar hafa verið greidd niður um tæpa tvo milljarðar frá árinu 2008. Framkvæmdir og fjárfesting- ar verða fyrir tæplega 388 milljón- ir á árinu 2016. Setja á 100 milljónir króna í lóð hinnar aflögðu Sements- verksmiðju. Einnig verður 80 millj- ónum varið í endurbætur á sund- laugarsvæðinu á Jaðarsbökkum. Ráðgert er að verja 70 milljónum til heitrar laugar á Langasandi og í framkvæmdir á Breið. Settar verða 63,5 milljónir í götur og gangstétt- ir, 25 milljónum verður varið í nýja kennslustofu við Grundaskóla, 10 milljónir verða notaðar í hönn- un vegna húsnæðis eldri borgara við Dalbraut og 5 milljónir króna til að ljúka byggingu bátahúss við Byggðasafnið í Görðum. Auk þessa á að auka niður- greiðslur til foreldra sem eru með börn 2ja ára og eldri hjá dagforeldr- um þar til leikskólapláss hefur ver- ið tryggt. Bókun Samfylkingar Bæjarfulltrúar minnihlutaflokksins Samfylkingar, þau Ingibjörg Valdi- marsdóttir og Valgarður L. Jóns- son, lögðu fram bókun við þessa af- greiðslu. „Sú fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir í frumvarpi til samþykkt- ar í bæjarstjórn er ekki áætlun mik- illa breytinga frekar en sú sem lá til samþykktar fyrir ári síðan. Margt er þó jákvætt í núverandi áætlun eins og m.a. það að fara í viðhald á sund- laugarsvæðinu við Jaðarsbakka sem er löngu tímabært, að byrja á fram- kvæmdavinnu á Sementsreitnum og áframhaldandi uppbygging Breið- arsvæðisins,“ segir meðal annars í bókunni. Þau Ingibjörg og Valgarð- ur létu svo færa nokkrar athuga- semdir til bókar. Meðal þess var að þau vilja að athugað verði með kaup á rafmagnsbíl vegna ferðaþjón- ustu fatlaðra en bílamál þar munu vera í skoðun. Einnig vöktu þau at- hygli á því að litlu fé sé varið í við- hald skólalóða sem þarfnist orð- ið viðhalds á sama tíma og verið sé að setja 30 milljónir í heita laug á Langasandi. Fulltrúar Samfylkingar gagnrýna einnig þann kostnað sem fylgir nefndarsetum áheyrnarfull- trúa meirihlutaflokkanna Sjálfstæð- isflokks og Bjartrar framtíðar. Með því að hagræða þar megi spara hátt í fjórar milljónir á ári í sjóðum bæjar- ins sem betur væri varið í annað og þarfara en nefndarlaun. mþh Undanfarnir vetur hafa víða verið umhleypingasamir á Vesturlandi þar sem foktjón hefur orðið á fasteign- um og bílar feykst út af vegum. Sem betur fer hafa þó ekki orðið mann- tjón og telst mildi því oft hefur hurð skollið nærri hælum. Mörgum er síðasti vetur enn í fersku minni en þá virtist ekkert lát ætla að verða á tíðum lægðagangi yfir landinu með tilheyrandi stormum og jafnvel ofsa- veðrum. Víða á Vesturlandi eru erfiðir kaflar á þjóðvegum þar sem svipti- vindar geta valdið usla. Minna má á veginn undir norðanverðu Akrafjalli þar sem rútur hafa ítrekað fokið útaf, allir þekkja veginn undir Hafn- arfjalli og hættulegir kaflar í ákveðn- um vindáttum eru víða í Borgar- firði og á Snæfellsnesi. Það stend- ur þó ekki til að óbreyttu að vind- hraðamælum verði fjölgað á vegum á Vesturlandi. „Nei, það hefur ekki komið til tals. Það sem hefur helst verið rætt um er að færa mæla nær þessum verstu stöðum. Ef veðurlag er að breytast, þá gætum við þurft að bregðast þannig við því. Sem dæmi má nefna að það hefur verið rætt að ef fólk er að koma að sunnan þá gæti það lesið af skilti í gömlu Leirársveit að það væru vindhviður við Hafnar- fjall. Þá gæti fólk átt þann valkost að bíða átekta til að mynda við Fiski- læk,“ segir Ingvi Árnason svæðis- stjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Ingvi bendir einnig á að ferðalang- ar geti nálgast upplýsingar um færð á vegum í gegnum farsíma svo sem á vef Vegagerðarinnar. Einnig er hægt að fá ókeypis snjallsímaforrit- ið „Veðrið á Íslandi“ sem sýnir gögn frá næstu veðurstöð við símann á hverjum tíma. mþh Engin áform um fjölgun vindhraðamæla Þessi rúta fauk út af við Höfðasel á Akranesi 13. mars á þessu ári og gjöreyðlagðist. Ökumaður var einn í bílnum en var í beltum og slapp með skrekkinn. Lið Reykhólahrepps mætti Fjallabyggð í Útsvari síð- asta föstudag. Keppnin var jöfn og spennandi frá fyrstu mínútu og liðin skiptust á að hafa forystu. Fór svo að lok- um að Fjallabyggð hafði sig- ur með aðeins tveggja stiga mun, 78-76. Lið Reykhóla- hrepps er hins vegar stiga- hæsta tapliðið til þessa og fer því örugglega áfram í næstu umferð. Föstudaginn 20. nóvem- ber næstkomandi er kom- ið að næsta Vesturlandsliði að spreyta sig þegar Snæ- fellsbær mætir Rangárþingi eystra. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, umsjónarmað- ur mötuneytis Grunnskóla Snæfells- bæjar, Örvar Marteinsson skipstjóri og Guðmundur Reynir Gunnarsson, sem bar fyrirliðaband karlaliðs Vík- ings Ólafsvíkur á liðnu sumri. „Okkur líst vel á nýja spurninga- höfunda og dómara. Spurningarnar eru skemmtilegar þó þær geti verið erfiðar,“ sagði Sigfús þegar Skessu- horn heyrði í honum hljóðið. Hann er reynslubolti liðsins, mun á föstu- dag taka þátt í Útsvari í fjórða sinn. Hann segir að þó þeir félagar ætli fyrst og fremst að hafa gaman af þessu þá hafi þeir nú laumast til að æfa ör- lítið. „Við tókum létta æfingu á föstudaginn, aðallega til að æfa okkur í leiknum og þekkja inn á hvorn annan, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að koma einhverju til skila. Svo horfðum við saman á þátt- inn,“ segir Sigfús og bætir því við að leikurinn sé í hönd- um Örvars skipstjóra. „En það er góður hugur í okkur, þetta snýst um að hafa gam- an af enda fyrst og fremst skemmtiþáttur. Auðvitað væri gam- an að fara áfram en oftast þarf ann- að liðið að fara heim. Ég vona að þetta verði bara skemmtilegt,“ segir hann að lokum. kgk Reykhólahreppur áfram í Útsvari - Snæfellsbær keppir á föstudag Lið Reykhólahrepps komst áfram í síðasta þætti þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn Fjallabyggð. Fjárhagsáætlun Akraness vísað til síðari umræðu Framkvæmdanefnd stjórnmála- samtakanna Dögunar hafa sent Al- þýðusambandi Íslands fyrirspurn um hver afstaða ASÍ sé til orða aðalhagfræðings Seðlabanka Ís- lands um nauðsyn þess að hækka vexti til að halda niðri kaupmætti launafólks. Þar sem Dögun hef- ur ekki fengið svar frá ASÍ er fyr- irspurnin send í gegnum fjölmiðla til að árétta spurninguna. Oð- rétt segir aðalhagfræðingur Seð- albankans samkvæmt frétt á Eyj- unni 11. nóvember síðastaliðinn á fundi efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis. ”Það er kannski akk- úrat það sem við erum að reyna að gera. Vegna þess að staðan sem við erum í er að hagkerfið er að vaxa of hratt miðað við framleiðslugetu. Það skapar þrýsting á laun, verðlag og svo framvegis. Það sem við erum að gera er að draga úr ráðstöfunar- tekjum heimila, þau eiga þá minna til ráðstöfunar til að fjármagna eft- irspurnarneyslu. Við erum að draga úr getu fyrirtækja til að fjárfesta eða fara í útgjaldaáform. Þetta er bara því miður það sem við þurfum að gera til þess að halda aftur af eftir- spurninni.” „Samkvæmt Seðlabankanum er verðbólga dagsins í dag undir verðbólgumarkmiðum Seðlabank- ans. Á fyrrnefndum fundi efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis kom fram að fulltrúum Seðlabank- ans fannst ábótavant að ríkisvaldið dansaði ekki í takt með Seðlabank- anum í viðleitni sinni við að halda verðbólgunni niðri. Verðbólgu sem er undir viðmiðunarmörkum. Ófaglærðu fólki getur reynst erf- itt að skilja Seðlabankann. Verð- bólgumarkmið hans virðast heilög en tengjast ekki hag almennings. Í þessu tilfelli eru þau skaðleg þar sem nýunnar launahækkanir launa- manna eru skotmark Seðlabank- ans. Þess vegna vill Dögun spyrja hver skoðun ASÍ er á þessari stefnu Seðlabankans. Hvort einhver við- brögð séu væntanleg af hálfu ASÍ til stuðnings umbjóðendum sínum,“ segir í tilkynningu Dögunar. mm Senda ASÍ fyrirspurn um viðbrögð við ummælum Seðlabankastjóra Hollenska flutningaskipið Flinter Ridhi kom til Akraness aðfararnótt mánudagsins. Skipið hefur undan- farið komið við í höfnum landsins og skipað upp salti sem notað verð- ur til hálkuvarna Vegagerðarinnar á þjóðvegum landsins. Á Akranesi var saltinu ekið með flutningabílum frá bryggju í gömlu efnisgeymslu Sementsverksmiðj- unnar við Faxabraut. „Vegagerð- in er með aðstöðu í efnisgeymsl- unni. Þar útbúum við meðal ann- ars saltpækil og notum til hálku- varna í vökvaformi. Stundum er líka verið að nota þennan pæk- il með salti. Þessi aðstaða er búin að vera þarna á Akranesi síðan í fyrra. Við notum þetta á Akrafjalls- veginn, við Grundartanga og inn í Hvalfjörð. Á þessu svæði erum við með lengri þjónustutíma en ann- arsstaðar. Það er farið fyrr af stað til að hálkuverja. Grundartangi er stór vinnustaður og við verðum að vera á undan vaktaskiptum og þess hátt- ar þar. Þetta er ástæðan fyrir því að Vegagerðin hefur komið sér upp þessari aðstöðu á Akranesi,“ seg- ir Ingvi Árnason svæðisstjóri Vega- gerðarinnar í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. mþh Vegasaltskip á Akranesi Á mánudaginn var skipað upp vegasalti fyrir veturinn til nota á vegum sunnan Skarðsheiðar úr Flinter Ridhi sem lá við Sementsbryggjuna svokölluðu á Akranesi. Efnisgeymsla Sementsverksmiðjunnar þar sem saltið er geymt og pækill búinn til er í bakgrunni skipsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.