Fréttablaðið - 08.11.2019, Blaðsíða 30
KREPPA NÚTÍMANS ER
SKORTUR Á PÓESÍU OG
PÓESÍAN ER BARÁTTA GEGN
TÓMLEIKANUM OG ÞAR MEÐ
EITT RÓTTÆKASTA AFLIÐ SEM
NÚ ER Á SVEIMI.Til þeirra sem málið varðar er ný ljóðabók eftir Einar Má Guð-mundsson. „Á næsta ári, 2020, verð ég búinn að skrifa og gefa út í
fjörutíu ár. Þegar ég horfi til baka
þá eru ákveðnir tímar sem eru
ljóðatímar. Í byrjun sendi ég frá mér
þrjár ljóðabækur, 1980 og 1981. Tíu
árum seinna komu tvær ljóðabækur
með fimm ára millibili, árin 1991
og 1995, og áratug síðar, árið 2006,
rann upp annað ljóðatímabil með
einni ljóðabók, og svo núna góðum
áratug síðar kemur þessi ljóðabók,
Til þeirra sem málið varðar. Þetta
er svona stutta útgáfan,“ segir Einar
Már. „Ljóðin eru auðvitað sjálfstæð
og heimur út af fyrir sig en tengjast
oft leit að nýjum efnivið og nýrri
stemmingu. Maður er alltaf að yrkja
sig inn í heiminn. Og þetta hefur
eitthvað með tungumálið að gera,
stílinn, hinn innri heim orðanna.
Ég hóf ljóðagerðina með mikilli yfir-
lýsingagleði og sannfæringarkrafti.
Maður byrjar á Nei-inu. Síðan koma
spurningarmerkin og stemming-
arnar.“
Hallur undir einfaldleikann
Til þeirra sem málið varðar er ljóða-
bálkur sem skiptist í sjö hluta og
inniheldur 32 erindi. Um yrkisefnin
segir Einar Már: „Einhvers staðar í
bókinni er talað um stöðuna, til-
veruna sem er f lóknari en lífið og
f lækir það stöðugt. Samt er ég nú
frekar hallur undir einfaldleikann
í þessari bók. Ég vil nú ekki segja
margt því ég vil að ljóðin komi til
lesandans án leiðbeininga frá mér.
Ég get þó sagt að þarna er margt
á sveimi, ekki bara fuglar heldur
margt annað í alheiminum, fegurð-
in, ástin, efinn og óttinn. Svo er auð-
vitað hægt að lesa sögu, ólíkir tímar
skjóta upp kollinum, en ég þori ekki
að fara nánar út í þá sálma.“
Spurður hvort hann hafi unnið
að bókinni í langan tíma segir Einar
Már: „Þetta verður til á löngum
tíma en gerist stundum allt í einu.
Setningar og brot lenda í hausnum.
Svo kemur einhver rödd og segir:
Nú ert þú að skrifa ljóð, nú ert þú
að að yrkja, og þá er ekkert annað
í stöðunni.“
Lífsspeki ljóðsins
Einhver sérstök áhrif? „Aðallega
brennandi spurningar. Og stemm-
ingar. Staða okkar í heiminum.
Leit. Það rekur alltaf eitthvað nýtt
á fjörurnar en sum ljóð og sum
skáld les maður aftur og aftur. Sig-
fús Daðason hefur alltaf fylgt mér
og Tomas Tranströmer er góður
félagsskapur. Þeir búa báðir yfir
einfaldleika og dýpt. Bara svo dæmi
sé tekið. Þegar ég var unglingur
var mikil ljóðlist í loftinu. Bókin
Erlend nútímaljóð skipti miklu
máli, þýðingar íslenskra skálda á
ljóðum frá ýmsum löndum. Skáld-
skapurinn kom til manns úr öllum
áttum. Svo hélt maður bara áfram
að pæla. Það er oft talað um það að
á þessum tíma hafi ekkert verið að
gerast og Ísland hafi verið óskaplega
einangrað en það var alveg þveröf-
ugt. Áhrifin komu úr öllum áttum
og Ísland var kraumandi pottur eins
og alltaf. „There was music in the
cafés at night and revolution in the
air,“ eins og Bob Dylan orðaði það.
Nokkuð svipað og núna þó að allt sé
meira inni í hausnum og stafrænna
og skrýtnara og meira feik og mikil
yfirborðsmennska.“
Er ljóðið þá pólitík? „Já, andleg
pólitík. Ljóðið er hvorki tilfinning
né viska heldur eitthvað þar á milli.
Þess vegna getur ljóðið orðað það
sem ekki verður orðað. Sumt stend-
ur bara í ljóðum og hvergi annars
staðar. Þetta hefur verið ljóst alveg
síðan í fornöld. Ljóðið er lífsspeki út
af fyrir sig eða eins og skáldið sagði:
„Það er fátt að frétta í ljóðum, en
engu að síður deyja margir á ömur-
legan hátt vegna skorts á því sem
þar er að finna.“ Kreppa nútímans
er skortur á póesíu og póesían er
barátta gegn tómleikanum og þar
með eitt róttækasta aflið sem nú er
á sveimi. Krafa hennar um innihald,
raunverulegt innihald, þýðir miklar
breytingar, mikinn söngleik.“
Brennandi spurningar og stemningar
Einar Már Guðmundsson sendir frá sér nýja ljóðabók. Fegurðin, ástin, efinn og ótt-
inn koma þar meðal annars við sögu. Segist alltaf vera að yrkja sig inn í heiminn.
Sumt stendur bara í ljóðum og hvergi annars staðar, segir Einar Már. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
8. NÓVEMBER 2019
Dans
Hvað? Tangó praktika og milonga
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
Dj er Svanhildur og gestgjafar
Jóhanna&Hallur.
Orðsins list
Hvað? Eftir afplánun
Hvenær? 8.15
Hvar? Háholt í Gerðubergi
Velferðarráð Reykjavíkur býður
í morgunkaffi og umræður um
málefni fanga.
Hvað? Argentína í efnahagskreppu
Hvenær? 12.00-13.00
Hvar? Oddi, Háskóla Íslands
Javier Díaz Bay lektor f lytur
erindi á ensku.
Hvað? Andri Snær Magnason með
opinn fyrirlestur- ÞOLMÖRK 2
Hvenær? 12.15-13.00
Hvar? Listaháskóli Íslands, Þver-
holti
Hvað? 100 ára afmæli Zonta
Hvenær? 15.30
Hvar? Borgir – HA
Málþing um verkefni Zonta,
innanlands og á alþjóðavettvangi.
Tónlist og veitingar.
Hvað? Innsæi í myndlist
Hvenær? 17.00-19. 00
Hvar? Gerðarsafn, Kópavogsi
Edward de Boer, rithöfundur
og þjálfari fjallar um innsæi í
tengslum við verk Rudolfs Steiner
og Joseph Beuys.
Tónlist
Hvað? Nordic Sound Waves
Hvenær? 15.00-18.45
Hvar? Norræna húsið
Ungt norrænt tónlistarfólk tekur
gesti með í afslappað ferðalag.
Hvað? Bjarni Sveinbjörnsson og
hljómsveit
Hvenær? 21.00
Hvar? Múlinn Björtuloftum, Hörpu
Bráðhressandi fönk-skotinn
bræðingur. Miðaverð 2.500, en
1.500 kr. f. nema og eldri borgara.
Aðrir viðburðir
Hvað? Opið hús
Hvenær? 13.00 -16.00
Hvar? Listaháskóli Íslands, Þver-
holti 11, Laugarnesvegi 91 og Skip-
holti 31
Hvað? Verslunin Brynja 100 ára
Hvenær? 14.00-18.00
Hvar? Brynja, Laugavegi 29
Allir velkomnir í kaffi og kökur.
Hvað? Ítölsk gamanmynd
Hvenær? 19.00
Hvar? Veröld – Hús Vigdísar
Ráðherrann eftir Giorgio Amato
sýnd ókeypis í boði Salento kvik-
myndahátíðarinnar. Leikstjórinn
svarar spurningum á eftir. Mynd-
in er sýnd með enskum texta.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
F
-D
8
3
4
2
4
2
F
-D
6
F
8
2
4
2
F
-D
5
B
C
2
4
2
F
-D
4
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K