Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 26

Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201626 Þrír ungir menn sem eiga rætur í Fimleikafélagi Akraness, FIMA, eru með öðru landsliðsfólki á Evrópu- móti í hópfimleikum. Mótið er hald- ið í Maribor í Slóveníu. Þetta eru þeir Logi Örn Axel Ingvarsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Guðmund- ur Kári Þorgrímsson sem allir æfa nú með Stjörnunni í Garðabæ. Þeir Logi og Helgi stunda nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en Þorgrímur Kári er á leiklistarbraut í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Undankeppni Evrópumótsins verður í dag, mið- vikudag, en úrslitakeppnin á föstu- daginn. Landslið Íslands er skipað tólf ungmennum, sex af hvoru kyni. Tíu keppa en tvö eru til vara. Hóp- fimleikar er dýr íþróttagrein og kost- ar það hvern keppanda í landsliðinu um 350 þúsund krónur að taka þátt á Evrópumótinu. Skessuhorn sló á þráðinn til eins Vestlendingsins sem nú dvelur ytra, Guðmundar Kára Þorgrímssonar. Hann er frá Erpsstöðum í Dölum. Guðmundur Kári kveðst spenntur að taka þátt í mótinu, en vissulega hafi fjármögnun ferðarinnar tekið sinn toll. „Ég hef verið að selja sjampó, unnið við vörutalningu í Bónus og bara allt sem hefur boðist til að vinna upp í ferðakostnaðinn. Mesta aðstoð hef ég þó fengið frá sveitungum mín- um en ég óskaði eftir stuðningi með því að setja inn stöðufærslu á Facebo- ok-síðu Dalamanna, sem heitir Sölu- síða Dalabyggðar og Reykhólasveitar. Fólk hefur verið duglegt að styrkja mig. Líklega er ég með þessu búinn að fjármagna um helming ferðakostn- aðarins,“ sagði Guðmundur Kári þegar blaðamaður heyrði í honum síðastliðinn sunnudag. Hann kveðst búast við að það sem uppá vantaði á ferðakostnaðinn muni foreldrar hans greiða. En aðdragandi þess að Guðmund- ur Kári er nú í landsliðinu í hópfim- leikum hefur verið talsverður, enda ekki sjálfgefið að sveitapiltur nái þess- um árangri í hópfimleikum. „Það var þannig að þegar ég var í sjöunda bekk grunnskóla fékk ég að æfa í einn vetur á Akranesi. Mamma keyrði mig einu sinni í viku á æfingar hjá FIMA og bróðir minn byrjaði í fótbolta á sama tíma. Þegar ég svo var í áttunda bekk, veturinn 2012-2013, flutti mamma með mig, bróður minn og yngri syst- ur á Akranes þar sem við bjuggum þá um veturinn. Þá fékk ég að prófa að búa í þéttbýlinu í einn vetur og æfa af kappi. Eftir áttunda bekkinn fluttum við svo aftur heim í sveitina og hætti ég þá að æfa fimleika um tíma. Haust- ið 2015 byrjaði ég svo í Verkmennta- skólanum á Akureyri og fór að æfa með Fimleikafélaginu á Akureyri. Þá var mér boðið að mæta á landsliðs- úrtökuæfingar og hef verið í liðinu síðan. Ég skipti svo um skóla í haust, byrjaði í Fjölbraut í Garðabæ og fór að æfa fimleika með Stjörnunni,“ seg- ir Guðmundur Kári. Því má við þetta bæta að ef lesend- ur vilja styrkja Guðmund Kára í verk- efni hans, þá er söfnunarreiknings- númer: 0318-13-110245 og kennital- an 120199-2859. mm Kór Lindakirkju ætlar að bjóða íbú- um á Vesturlandi á tónleika í Tón- bergi, sal Tónlistarskólans á Akra- nesi, laugardaginn 15. október kl. 17:00. Stjórnandi er Óskar Einars- son. Ókeypis er á tónleikana. Kór Lindakirkju er kirkjukór sem syngur aðallega gospeltónlist en hef- ur einnig tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum með mörgum þekktustu söngvurum landsins. Margir kann- ast til dæmis við kórinn úr sýning- unni Jesus Christ Superstar sem nú hefur verið sýnd sjö sinnum í Eld- borg fyrir fullu húsi. Kórinn gaf út geisladisk með glænýrri gospeltón- list á haustmánuðum 2014. Disk- urinn ber nafnið Með fögnuði og verður á tilboði eftir tónleikana á 2.000 kr. mm Kór Lindakirkju býður til tónleika Inga Björk Bjarnadóttir skipar ann- að sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Hún er alin upp í Borg- arnesi en býr í Reykjavík eins og er, þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands. „Það var frábært að alast upp í Borgar- nesi. Maður kann kannski ekki að meta heimabæinn sinn þegar mað- ur er unglingur, en þegar maður flytur burtu þá fer maður til dæm- is að sakna Hafnarfjallsins,“ segir Inga Björk og brosir. Hún segir að pólitískur áhugi hennar hafi kvikn- að þegar hún var 15 ára, eða þegar efnahagshrunið varð á Íslandi. „Ég fann út að ég átti heima í Samfylk- ingunni, því flokkurinn byggir á ald- argamalli hefð jafnaðarstefnunnar.“ Sjálf hefur hún oft þurft að berjast fyrir rétti sínum, en hún hefur verið í hjólastól frá þriggja ára aldri vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. „ Ég hef alltaf vitað hvað kerfið okkar er ófull- komið og hvað sumir standa höllum fæti í samfélaginu. Bara það að þurfa að berjast fyrir hlutum eins og að fá hjólastól fannst mér svo skrýtið.“ Aldur er afstæður Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sex ára reynslu af því að starfa inn- an flokksins. „Mér hafa verið veitt mjög mörg tækifæri, þrátt fyrir að ég sé bara 23 ára gömul, og einhvern veginn verið lyft upp af flokknum.“ Til dæmis hefur hún verið í fram- kvæmdastjórn flokksins síðustu tvö ár, verið ráðgjafi fyrir þingmenn og sveitastjórnafólk um málefni fatlaðs fólks og unnið í Velferðarráðuneyt- inu fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Hún fékk einnig hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins fyrir að berjast fyrir bættu aðgengi í Borgarbyggð árið 2012. Sumir sjá þó aðeins aldurinn. „Þegar ég var í prófkjörsbaráttunni fékk ég margar leiðinda athuga- semdir þar sem sett var út á aldur- inn.“ Hún segir að aldur sé afstæð- ur og allt fari þetta eftir því hvern- ig maður spili úr lífsreynslu sinni og hún hafi góðan sjóð af reynslu sem hún geti gengið í. Hin raunverulega byrði samfélagsins Inga Björk er mikil jafnaðarkona og það skín í gegn í öllu hennar tali. Henni er tíðrætt um ójöfnuð í sam- félaginu, hvort sem það er á hlut kvenna, barna, öryrkja, fatlaðra eða fátækra. Þá nefnir hún einnig þann ójöfnuð sem fólk á landsbyggðinni býr við. Fjöldinn allur af ungu fólki skili sér ekki aftur í heimabyggð eft- ir nám, því skortur sé á tækifærum. Inga Björk telur að þar væri hægt að búa betur að ungu fólki með betra netsambandi og sterkari innviðum. „Manni finnst eitthvað svo galið að það sé ekki netsamband á heilu og hálfu svæðinum þegar fólk er að reyna að vera með atvinnustarfsemi og standa fyrir nýsköpun. Fjarskipt- in skipta svo gríðarlega miklu máli.“ Inga Björk segir að barnabætur þurfi einnig að hækka mikið til að búa betur að barnafjölskyldum. „Ég lít á barnabætur sem styrk til barna- fjölskyldna, óháð tekjum.“ Barna- bætur á Íslandi séu allt of lágar mið- að við hin Norðurlöndin. Hún segir það ótækt að margar fjölskyldur þurfi að hafa áhyggjur af því hvernig það eigi að borga fyrir læknisheimsókn eða menntun. „Svo heyrum við af Íslendingum sem eru með milljónir í skattaskjólum. Það horfir enginn á það að það er hópur á Íslandi sem býr við allt önnur kjör en almenn- ingur og þau eru hin raunverulega byrði á samfélaginu. Fólk sem vill ekki taka þátt í að byggja upp þetta samfélag með okkur,“ segir hún og bendir á að aðeins lítill hópur eigi stóran hluta af öllum auðnum á Ís- landi. „Ég vil að þeir sem þéna mest greiði meira til samfélagsins, því þetta er samvinnuverkefni.“ Mikið hefur verið rætt um stöðu kvenna í pólitík. Nokkra þingkonur hættu í pólitík á þessu ári og sögðu erfitt að vera konur í pólitík. Inga Björk segir að hún finni ekki mik- ið fyrir þessu á eigin skinni, og er ánægð með hina feminísku undir- öldu sem sé í samfélaginu í dag. „Ég finn að maður hefur mikinn stuðn- ing,“ segir Inga Björk og bætir við að henni finnist gott að starfa innan Samfylkingarinnar þar sem flokkur- inn byggi að miklu leyti á feminísk- um gildum. Vill byggja upp betra heilbrigðiskerfi Inga Björk segir að það sem sé brýn- ast á komandi kjörtímabili sé að endurreisa heilbrigðiskerfið og bæta þjónustu á landsbyggðinni. Fólk eigi að geta fengið góða heilbrigðisþjón- ustu í heimabyggð. Hún fékk að sjá með eigin augum hvernig komið er fyrir heilbrigðiskerfinu núna í sum- ar þegar hún lenti í slysi og þurfti að leggjast inn á spítala. „Þetta er bara löngu komið að þolmörkum, far- ið að ógna lífi sjúklinga og starfsólk er að brenna út,“ segir hún og bætir við þetta sé ekki ástand sem hafi ver- ið komið á yfir eina nótt. „Það hef- ur verið kvarnast úr heilbrigðiskerf- inu síðan 2003,“ segir hún. Nú sé svo komið að almenningur þurfi að greiða 20% af meðferðarkostnaði til heilbrigðiskerfisins. „Þú átt ekki að þurfa að hafa peningaáhyggjur þegar þú ert í krabbameinsmeðferð. Þetta er ekki samfélag sem ég get sætt mig við að búa í,“ segir Inga Björk og bendir á að þetta sé ekki ritað í stein. „Það voru menn sem settu reglurnar og menn geta hæglega breytt þeim. Ég get ekki vitað af öllu óréttlæt- inu í íslensku samfélagi og látið mig það engu varða,“ segir Inga Björk að endingu. klj Endurreisn heilbrigðiskerfisins er mikilvægasta verkefnið Inga Björk Bjarnadóttir. KOSNIN GAR 2016 Hljómsveitin Fearless Warri- ors of the Roseland heldur tón- leika í Akranesvita fimmtudag- inn 13. október næstkomandi kl. 21. „Samvinnuverkefnið Rosel- and er hvoru tveggja vettvangur til samskipta og ráðrúms, umhverfi þar sem draumar dansa sem ljóð og myndir. Fjórir grunnmeðlim- ir sveitarinnar leggja til borðs sína tónlistarlegu reynslu og menning- arlegan bakgrunn sem þeir tvinna saman í nýjar tónsmíðar. Þau leita að sameiginlegum grunni sem er einhvers staðar á milli hinnar nor- rænu naumhyggju, austurlenskra hljóma og suðrænnar ástríðu,“ segir í tilkynningu. Í sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Skandinavíu og Eystrasaltsríki fær hljómsveitin til liðs við sig listamenn frá hverj- um stað sem þau heimsækja, til þess að skapa með sér sjónræna tónleika þar sem orð hreyfa og hljóð lýsa í gegnum skugga. Á tón- leikunum á fimmtudaginn koma fram þau Juan Pino, Vootele Ru- usmaa, Daníel Helgason og Anna- Maria Huohvanainen. Aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Halda tónleika í Akranesvita Þrír Vestlendingar á Evrópumóti í hópfimleikum Þarna er Guðmundur Kári að framkvæma dansmóment sem kallað er hávinkill. „Dansmóment er ákveðin æfing sem við gerum á gólfæfingum,“ segir hann. Logi Örn Ingvarsson.Helgi Laxdal Aðalgeirsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.