Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 20182 Það er kuldi í kortunum og rétt að hvetja Vestlendinga nær og fjær að draga fram lopapeysurnar og blása prímalofti á úlp- urnar sínar fyrir næstu daga. Frost og nokkrar umhleypingar verða víða um land þar til eftir helgi og ástæða til að klæða sig eftir veðri í upphafi Þorra. Norðaustan 5-13 m/s á morgun, fimmtu- dag. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan en bjart að mestu á suðvestur- horni landsins. Frost 0 til 7 stig. Norð- an 10-15 m/s á föstudag og snjókma á Norðurlandi, en þurrt og bjart sunn- an heiða. Frost 0 til 8 stig. Útlit fyrir aust- læga átt á laugardag, 8-15 m/s og bjart- viðri á Vesturlandi. Hægari vindur og og stöku él fyrir norðan og austan. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til sveita fyrir norðan. Suðaustan 8-15 m/s á sunnudag. Skýj- að en úrkomulítið á Vesturlandi en hæg- ari vindur og víða bjartviðri fyrir austan. Hiti um og yfir frostmark á vestanverðu landinu en annars talsvert frost. Á mánu- dag eru líkur á sunnan strekkingi og hlýnandi veðri með rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Þurrt fyrir norð- an og austan. „Strengdir þú áramótaheit?“ var spurn- ingin sem lesendum Skessuhorns var boðið að svara á vefnum í liðinni viku. Yf- irgnæfandi meirihluti svaraði könnun- inni neitandi, eða 81%. „Já og stend enn við það“ sögðu 12% en 7% viðurkenndu að hafa strengt heit en hafa nú þegar svikið það. Í næstu viku er spurt: „Borðar þú sælgæti að staðaldri?“ Þráinn Ólafsson, slökkvistjóri Slökkvi- liðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, brást skjótt við þegar hann varð var við að brunavarnarkerfi íþróttahússins við Vest- urgötu á Akranesi væri óvirkt. Setti hann samstundis brunavakt á húsið og munu slökkviliðsmenn standa vaktina þar til búið verður að koma kerfinu í lag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 560.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar. Sumarstarfsmenn í framleiðslu- og iðnstörfum fara á frumnámskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is og hjá Guðrúnu Hjaltalín Guðjónsdóttur í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Menntunar- og hæfnikröfur: Spennandi sumarstörf 18 ára lágmarksaldur Dugnaður og sjálfstæði Bílpróf er skilyrði Starfsfólk í raf- og vélvirkjun þarf að hafa sveinspróf eða vera langt komið í námi í viðeigandi fagi Mikil öryggisvitund og árvekni Heiðarleiki og stundvísi Góð samskiptahæfni Bæjarstjórn Akraness skorar á sam- gönguyfirvöld að bregðast nú þeg- ar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og veita frekari fjármun- um til nauðsynlegra úrbóta vegna tvöföldunar vegarkaflans. Í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar í síðustu viku segir: „Ljóst er að við núverandi ástand verður ekki unað og vegamálastjóri hef- ur sjálfur stigið fram og sagt veg- arkaflann hættulegan og brýnt að aðskilja akstursstefnur. Þegar æðsti embættismaður vegamála á Ís- landi lýsir því yfir að banaslys á til- teknum vegarkafla sé kannski ekki mjög óvæntur atburður þá verður að bregðast við því með viðeigandi hætti,“ segir bæjarstjórn. Í Samgönguáætlun 2015-2018 er gert ráð fyrir 700 milljónum króna til endurbóta á Vesturlandsvegi. „Þrátt fyrir auknar fjárveitingar í þágu umferðaröryggis í nýsam- þykktu fjárlagafrumvarpi, er vegar- kaflanum um Kjalarnes raðað enn aftar í röðina en áður og einungis gert ráð fyrir að verja 200 milljón- um til endurbóta með uppbyggingu hringtorgs við Esjumela, sem verð- ur það áttunda í röð hringtorga frá Keldnaholti að Esjumelum.“ Þá segir í lok ályktunar bæjar- stjórnar að bæjaryfirvöld á Akranesi hafi margsinnis undanfarin ár vak- ið athygli á brýnni nauðsyn þess að framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað umfram þær áætlanir sem þó birtast í langtímasamgön- guáætlun. „Það er með öllu óvið- unandi að árið 2018 sé enn verið að keyra Vesturlandsveg sem einu ein- breiðu og óupplýstu þjóðleiðina út úr Reykjavík og er það ástand ekki í samræmi við áherslur stjórnvalda um forgangsröðun í þágu umferð- aröryggis.“ Áskorun: Til öryggis á Kjalarnesi „Vegurinn um Kjalarnes er einn af þremur fjölfjörnustu vegum á Ís- landi, en um hann aka að meðal- tali 7.000 bifreiðar á dag, en allt að 14.000 bílum á sumrin, ef mið er tekið af umferð sumarið 2017, skrifaði Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi og daglegur veg- farandi um Kjalarnes. Hún opnaði í liðinni viku síðu á Facebook þar sem íbúar eru hvattir til að skrá sig og senda áskorun til samgönguyf- irvalda um tafarlausar aðgerðir í vegabótum á Kjalarnesi. Á síðunni skrifar Bjarnheiður: „Vegurinn hefur setið eftir í ve- gaúrbótum undanfarin ár og nú er svo komið að ástand hans er orðið alls óviðunandi og vegurinn stór- hættulegur vegfarendum. Vegur- inn um Kjalarnes er auk þess eina stofnæðin út frá Reykjavík, sem ekki hefur verið breikkuð. Á síð- ustu fjárlögum var framkvæmdafé til Vesturlandsvegar um Kjalarnes skorið niður og einu framkvæmd- irnar sem eru fyrirhugaðar er að búa til hringtorg við Esjumela. Það er því skýlaus krafa okkar að þessi mikilvægi vegur verði taf- arlaust færður ofar á forgangs- lista vegaframkvæmda og að ráð- ist verði í viðgerðir og breikkun strax.“ Hátt í fimm þúsund manns höfðu á nokkrum dögum skrifað undir áskorunina, en síðan nefn- ist: Til öryggis á Kjalarnesi. mm Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar mótmælir aðgerðaleysi á Vesturlandsvegi Á veginum á Kjalarnesi í dumbunginum í liðinni viku. Ljósm. Skessuhorn/gó. Talsverður eldur kom upp í loft- ræstikerfi og þaki orkuvinnsluhúss Hellisheiðarvirkjunar á föstudaginn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Brunavarna Árnessýslu fór á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Um tíma stóðu eldtungur upp úr þaki húss- ins og útlitið var í fyrstu svart. Eng- an sakað við eldsvoðann og vel gekk að rýma húsið. Tvær af sjö aflvélum virkjunarinnar stöðvuðust en not- endur á veitusvæðinu urðu ekki fyr- ir óþægindum vegna þessa atburðar jafnvel þótt slökkva hefði þurft um tíma á varmadælustöð sem sér höfuð- borgarbúum fyrir heitu vatni. Strax og slökkvistarfi lauk var byrj- að að undirbúa viðgerðir á húsinu. Tækjabúnaður virtist, að sögn Ei- ríks Hjálmarssonar upplýsingafull- trúa Orku náttúrunnar, hafa sloppið við skemmdir og voru því skemmdir bundnar við þak og rýmið undir þar sem eldurinn kom upp. jarðhitasýn- ing Orku náttúrunnar í virkjuninni verður lokuð a.m.k. fram í næstu viku. Hún er fjölsótt, einkum af erlend- um ferðahópum. Tjón vegna eldsins er að mestu bundið við inntaksrými loftræsibúnaðar. Að sögn Eiríks verð- ur beðið eftir betri tíð með viðgerð á þaki rýmisins, hugsanlega fram á vor. Þá þarf að kanna hvort eldurinn hef- ur haft áhrif á burð þakbita. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á upptökum eldsins. mm Eldur í virkjun Myndin var tekin úr dróna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðdegis á föstudaginn og má á henni sjá umfang skemmdanna á þakinu skömmu eftir að búið var að slökkva eldinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.