Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201814 Kjördagur í sveitarstjórnarkosn- ingum er laugardagurinn 26. maí næstkomandi. Það þýðir að aðeins eru rétt rúmir fjórir mánuðir þar til gengið verður til kosninga. Síðast var kosið fyrir fjórum árum, vorið 2014. Þá fór fram óbundin kosn- ing, það er að segja persónukjör, í fjórum sveitarfélögum á Vestur- landi; Dalabyggð, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit og Skorradals- hreppi. Auk þess var persónukjör í Reykhólasveit. Ritstjórn hefur ekki vitneskju um annað en að óbundin kosning fari fram í þessum sveit- arfélögum í komandi kosningum. Eftir sem áður er ekki hægt að hafna því að listakjör verði, óski fólk eftir því að leggja fram lista. Í sex sveitarfélögum á Vestur- landi voru boðnir fram listar fyrir fjórum árum síðan; Akraneskaup- stað, Borgarbyggð, Eyja- og Mikla- holtshreppi, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Skessuhorn sló á þráðinn til for- svarsmanna þeirra lista sem buðu fram síðast og kannaði hvort til stæði að bjóða þá lista fram aftur. Flestir listar hyggjast bjóða fram aftur og undirbúningur er víða hafinn nú þegar. Annars staðar hefur ákvörðun ekki verið tekin. Þá er einnig rætt við talsmenn lista sem ekki hafa boðið fram í sveitar- stjórnarkosningum áður en eru að skoða framboð nú. Akraneskaupstaður Fimm listar voru boðnir fram á Akranesi í sveitarstjórnarkosn- ingum fyrir fjórum árum; B-listi Frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokks, S-listi Samfylk- ingar, V-listi Vinstri grænna og Æ-listi Bjartrar framtíðar. Ekki er annað að heyra á forsvarsmönnum listanna en að þeir muni allir bjóða fram aftur. „Ætlun okkar Framsóknar- manna og frjálsra er að bjóða fram á Akranesi í vor,“ segir Elsa Lára Arnardóttir Framsóknarkona í samtali við Skessuhorn, en sjálf hefur hún stigið fram og gefið kost á sér í oddvitasæti listans. „Hald- inn verður félagsfundur hjá Fram- sóknarfélagi Akraness á morgun [í gær, þriðjudag]. Efni þess fundar eru komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. Þá verður tekin ákvörðun um hvernig valið verður á lista og kosin nefnd um hvernig haldið verður um það val,“ segir Elsa. Í sama streng tekur Ólafur Adolfsson, en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum síðan. „Sjálfstæðisflokkur- inn mun bjóða fram á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Flokkurinn hefur ákveðið að stilla upp lista,“ segir Ólafur. Ingibjörg Valdimarsdóttir bæj- arfulltrúi skipaði fyrsta sæti á lista Samfylkingar í síðustu kosningum. Hún kveðst eiga von á því að list- inn bjóði fram í vor. „Við munum hittast síðar í vikunni til að leggja línurnar fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Ég geri ráð fyr- ir því að Samfylkingin muni bjóða fram,“ segir Ingibjörg. Þá hyggja Vinstri græn sömu- leiðis á framboð að vori. „Ekki er annað fyrirhugað en að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor, en með hvaða hætti hefur ekki verið ákveðið,“ segir Þröst- ur Þór Ólafsson, en hann skipaði oddvitasæti listans fyrir fjórum árum síðan. Efst á lista Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir. Hún seg- ir málin til skoðunar hjá listanum þessa dagana. „Við erum að skoða möguleika á framboði og niður- staða ætti að liggja fyrir í lok janú- armánaðar,“ segir Vilborg. Borgarbyggð Fjórir listar buðu fram í Borgar- byggð í síðustu kosningum; B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri grænna. útlit er fyrir að þeir bjóði allir fram aftur. „Ég held það sé óhætt að full- yrða að Framsóknarflokkurinn muni bjóða fram lista í Borgar- byggð í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum, það væri sögulegt ef svo yrði ekki,“ segir Guðveig Eyglóar- dóttir, oddviti Framsóknarflokks, í samtali við Skessuhorns. „Inn- an tíðar verður haldinn fundur og tekin formleg ákvörðun um fram- boð og með hvaða hætti verður skipað á lista,“ segir hún. „Sjálf hef ég áhuga á að halda áfram í sveitar- stjórn og býð fram krafta mína til starfa fyrir Framsóknarflokkinn.“ Björn Bjarki Þorsteinsson, odd- viti Sjálfstæðismanna, segir undir- búning hafinn að framboði flokks- ins í sveitarfélaginu. „Það eru eng- ar líkur á öðru en að Sjálfstæðis- flokkurinn bjóði fram öflugan lista í Borgarbyggð í sveitarstjórnar- kosningunum í vor,“ segir Bjarki í samtali við Skessuhorn. „Forsvars- menn Sjálfstæðisfélaganna í Borg- arbyggð eru byrjaðir að ræða sam- an um fyrirkomulag varðandi röð- un á lista,“ bætir hann við. Geirlaug jóhannsdóttir skipaði fyrsta sætið á lista Samfylkingar í síðustu kosningum. Hún ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en segir að Samfylkingin muni bjóða fram lista. „Ég ætla að segja þetta gott eftir tvö kjörtímabil en Sam- fylkingarfélagið fundaði í síðustu viku þar sem rætt var um fram- haldið. Hugur er í fólki að fólki að jafnaðarmenn bjóði fram áfram í sveitarstjórnarkosningum í vor en jafnframt erum við opin fyr- ir því að skoða samstarf við önn- ur möguleg framboð eða jafnvel óháða. Leitað hefur verið til okkar eftir samstarfi úr öðrum áttum og við ætlum okkur að kanna hvaða hugmyndir liggja þar að baki áður en lengra verður haldið,“ segir Geirlaug. Ingibjörg Daníelsdóttir er for- maður uppstillingarnefndar Vinstri grænna í Borgarbyggð. Hún segir unnið að undirbúningi framboðs um þessar mundir. „Það hefur ver- ið samþykkt að bjóða fram lista og við erum að vinna í honum þessa dagana,“ segir Ingibjörg. „Síðasta laugardag var boðað til fundar til að leggja grunn að stefnuskrá næstu fjögurra ára. Þeirri vinnu verður haldið áfram næstu vik- ur en stefnt er að því að stefnur- skrárvinnunni verði að mestu lokið um mánaðamótin febrúar - mars,“ bætir hún við. Að lokum ber að geta þess að Skessuhorn hefur heimildir fyr- ir þreifingum um stofnun óháðs framboðs í Borgarbyggð en þær heimildir hafa ekki fengist stað- festar. Eyja- og Miklaholts- hreppur Tveir listar voru boðnir fram í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir fjórum árum síðan. Annars veg- ar F-listi Sveitarinnar og H-listi Betri byggðar. Tveir efstu á lista Sveitarinn- ar hafa síðan þá flutt búferlum úr sveitarfélaginu. Halldór jónsson á Þverá skipaði þriðja sæti listans. „Framboð í vor hefur ekki verið rætt innan listans og þar af leið- andi engin ákvörðun verið tekin,“ segir Halldór. Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, skipaði fyrsta sæti á H-lista Betri byggðar. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fraboð listans í vor. „Það hefur ekkert verið rætt ennþá. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort listinn verður boðinn fram aftur,“ segir Eggert. Grundarfjörður Í Grundarfirði voru tveir listar boðnir fram í síðustu kosningum; D-listi Sjálfstæðisfélags Grund- arfjarðar og óháðra og L-listi Samstöðu bæjarmálafélags. Rósa Guðmundsdóttir skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. „Það hefur ekki verið tek- in ákvörðun um framboð eins og staðan er núna en ég á von á því að hún verði tekin á næsta stjórnar- fundi sem haldinn verður á næstu dögum,“ segir Rósa. Eyþór Garðarsson, fyrsti mað- ur á L-lista, segir sömuleiðis að engin ákvörðun hafi verið tek- in um framboð í vor. „Það hefur ekki verið rætt innan listans. Hins vegar geri ég ráð fyrir að hald- inn verði meirihlutafundur fyrir bæjarstjórnarfund í febrúar og þá verður þetta líklega rætt,“ segir Eyþór. Snæfellsbær Fjórir listar voru boðnir fram til sveitarstjórnar í Snæfellsbæ fyrir fjórum árum síðan; D-listi Sjálf- stæðisflokks, j-listi Bæjarmála- samtaka Snæfellsbæjar, N-listi Nýja listans og Æ-listi Bjartrar framtíðar. Björn H. Hilmarsson er bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert búið að ákveða um það hvernig listinn verður eða hverjir verða á honum,“ segir Björn í sam- tali við Skessuhorn. Hann segir að þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun geri hann þó ráð fyrir því að D-listi verði boðinn fram til sveitarstjórnarkosninga í vor. „Ég á von á því að tekin verði ákvörðun um framboð á næstu vikum og þá hvaða háttur verður hafður á við uppröðun á listann,“ segir hann. Fríða Sveinsdóttir skipaði 2. sætið á lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar í síðustu kosning- um. „j-listinn vinnur að framboði í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum,“ segir Fríða í samtali við Skessuhorn. Nýi listinn bauð fram í Snæ- fellsbæ í síðustu kosningum. Víðir Haraldsson skipaði annað sæti listans. Hann kveðst ekkert getað sagt til um hugsanlegt framboð að vori. „Þetta hefur ekkert verið rætt innan listans,“ segir Víðir. Hallveig Hörn Þorbjargardótt- Syttist óðum í næstu sveitarstjórnakosningar Flestir listar eru farnir að íhuga framboðsmál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.