Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 15 ir var oddviti Bjartrar framtíðar í Snæfellsbæ í síðustu kosningum til sveitarstjórnar. Hún kveðst í sam- tali við Skessuhorn eiga von á því að það verði ákveðið á stjórnar- fundi flokksins hvort boðið verði fram í Snæfellsbæ í vor. Sjálf mun hún ekki taka sæti á þeim lista, þar sem hún er flutt úr sveitarfé- laginu. Stykkishólmsbær Tveir listar voru boðnir fram í Stykkishólmi fyrir fjórum árum síðan; H-listi Framfarasinnaðra Hólmara og L-listi Félagshyggju- fólks í Stykkishólmi. Ljóst er að Hafdís Bjarnadóttir, oddviti H- listans, mun ekki taka sæti á lista í komandi sveitarstjórnarkosning- um þar sem hún flyst búferlum úr bænum. H-listi var boðinn fram að frumkvæði Sjálfstæðisfélags- ins Skjaldar í Stykkishólmi. Björn Sverrisson er formaður félagsins. „Félagsfundur tók ákvörðun um það að bjóða fram H-lista á sín- um tíma. Það verður borið undir fund hjá félaginu í endaðan janú- ar eða byrjun febrúar hvort boð- ið verði fram H-listi eða D-listi í komandi sveitarstjórnarkosning- um,“ segir Björn og bætir því við að í framhaldi þess verði ákveð- ið hvaða háttur verði hafður á við uppröðun á lista. Lárus Ástmar Hannesson, odd- viti L-lista, segir að listinn verði boðinn fram að nýju nema ef samkomulag náist um persónu- kjör í bæjarfélaginu. „Við höfum rætt þessi mál og skrifuðum með- al annars grein í bæjarblaðið þar sem við viðruðum þá hugmynd að þau framboð sem hafa boðið fram eða hafa hug á að bjóða fram sam- einist um persónukjör í kosning- unum í vor,“ segir Lárus í sam- tali við Skessuhorn. „Við höfum ekki fundað formlega um framboð í vor, en ef ekki næst samkomu- lag um persónukjör þá munum við bjóða fram undir merkjum L- listans,“ segir hann. Þá hefur Skessuhorn heimildir fyrir því að þriðji framboðslistinn sé í undirbúningi í Stykkishólmi en það hefur ekki fengist staðfest. Fleiri listar í undirbúningi Það kann að fara svo að fleiri list- ar verði boðnir fram en þeir sem greint er frá hér að ofan. Eins og áður segir þá hefur Skessuhorn óstaðfestar heimildir fyrir því að óháður listi sé í undirbúningi í Borgarbyggð og að þriðji listinn sé í undirbúningi í Stykkishólmi. Uppi eru þreifingar um framboð Bjartrar framtíðar í fleiri sveitar- félögum en Akranesbæ og aðr- ar stjórnmálahreyfingar hyggj- ast einnig bjóða fram til sveitar- stjórna. Þar á meðal er Miðflokk- urinn. „Við erum að undirbúa framboð til sveitarstjórna þessar vikurnar. Frétta er að vænta inn- an ekki langs tíma,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í samtali við Skessuhorn. Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segir í samtali við Skessuhorn að flokkurinn hafi áhuga á framboði en ekkert hafi þó verið ákveðið. „Við erum bara að byrja okkar starf eftir jólin. En við erum öll að vilja gerð og öll í stuði og munum bjóða fram alls staðar þar sem grasrótin okkar vill fara fram,“ segir Inga. Gísli Halldór Halldórsson, for- maður landshlutaráðs Viðreisnar, kveðst ekki vita til þess að boðn- ir verði fram listar undir merkj- um Viðreisnar í landshlutanum í vor en hvetur áhugasama til að taka af skarið. „Ég hef ekki heyrt af sérframboði Viðreisnar á Vest- urlandi. Hins vegar er ennþá tími til stefnu og væri tækifæri í þeim byggðarlögum þar sem áhugi er fyrir framboði til sveitarstjórnar- kosninga að stofna Viðreisnarfélag sem tæki þá ákvörðun um fram- boð,“ segir Gísli. Að lokum segir Björt Ólafs- dóttir, formaður Bjartrar fram- tíðar, að flokkurinn hyggist bjóða fram á Akranesi og jafnvel víðar. „Við erum í meirihluta á Akra- nesi. Þar er okkar fólk að stilla saman strengi og stefnt er á fram- boð. Síðan eru uppi þreifingar um framboð á fleiri stöðum en ótíma- bært að útlista það nánar að svo stöddu,“ segir Björt. kgk/ Ljósm. úr safni. SK ES SU H O R N 2 01 8 Skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi verða lokaðar föstudaginn 19. janúar 2018 Kæru viðskiptavinir, vegna starfsdags starfsmanna Sýslumannsins á Vesturlandi verða allar skrifstofur embættisins lokaðar föstudaginn 19. janúar 2018. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur Kristófer Ólafsson                    Samfylkingin boðar til almenns fundar í húsnæði Samfylkingarinnar á Akranesi, Stillholti 16-18 fimmtudaginn 18. janúar n.k. kl. 20:00. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður mun ræða stjórnmálin að afloknum kosningum, þingmál Samfylkingarinnar, áherslur í starfi flokksins og svara fyrirspurnum. Þá verður fjallað um landsfund flokksins sem framundan er og önnur þau mál sem brenna á fundarmönnum. Allt áhugafólk hvatt til að mæta. Opinn fundur SK ES SU H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.