Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 201824 Stór tímamót urðu í lífi Elsu Ing- varsdóttur síðastliðið haust þeg- ar hún hætti að syngja með Kór Akraneskirkju eftir að hafa sung- ið með kórnum sleitulaust í 57 ár. Blaðamaður Skessuhorns hitti Elsu á heimili hennar við Hjarðar- holt í liðinni viku og ræddi við hana um kórastarfið og hvað taki við hjá henni. „Þegar ég byrjaði í kórnum árið 1960 var ég meðal þeirra yngstu en var orðin ein þeirra elstu þeg- ar ég hætti,“ segir Elsa og hlær. „Á þessum tíma var ég í fjórða bekk í gagnfræðiskóla og söng með skóla- kórnum. Haukur Guðlaugsson var nýlega búinn að taka við Kirkjukór Akraness, en kórinn hét það á þeim tíma, og kom á kóræfingu hjá okkur í skólanum. Hann vantaði stelpur í kirkjukórinn og bauð okkur nokkr- um að koma og prófa, sem við gerð- um. Ég held að við höfum verið fjór- ar eða fimm sem fórum í kirkjukór- inn,“ segir Elsa. Hún segir að á þess- um tíma hafi hún horft á þær konur sem voru komnar yfir sjötugt í kórn- um og fundist þeirra tími vera lið- inn. „Mér fannst svona gamalt fólk ekkert eiga heima þarna. Ég áttaði mig svo á því á síðasta ári að ég væri sjálf orðin 73 ára og kannski kom- inn tími til að hætta,“ segir Elsa og hlær. Aðeins búið í tveimur húsum Elsa er borin og barnfædd á Akra- nesi og hefur hvergi annars staðar átt heima. Hún er gift Böðvari jó- hannessyni og saman eiga þau þrjár stelpur og níu barnabörn. „Ég er ekki mikið fyrir að breyta til og hef bara búið í tveimur húsum allt mitt líf. Ég ólst upp á Deildartúni en flutti í það hús árið 1965, en við byggð- um þetta með bróður hans Böðv- ars, sem á heima á neðri hæðinni.“ Böðvar var sjómaður og því oft lengi í burtu í einu og þá var Elsa ein með börnin. „Mér leið oft vel að vita af þeim á neðri hæðinni. Sambandið hefur alltaf verið mjög gott og ég gat leitað til þeirra ef ég þurfti þegar Böðvar var á sjó,“ segir Elsa og bæt- ir því við að hún hafi alltaf gefið sér tíma fyrir kórastarfið þótt stundum hafi það verið strembið þegar börn- in voru lítil. „Ég mætti nokkuð vel á æfingar og viðburði. Ég gat vissu- lega ekki mætt á allar æfingar þegar börnin voru lítil en þegar kórinn var með tónleika eða slíkt átti ég mjög góða að sem pössuðu fyrir mig svo ég gæti mætt,“ segir Elsa og bæt- ir því við að gjarnan hafi hún tek- ið yngstu dótturina með sér á kór- æfingar. „Henni þótti þetta oft mjög skemmtilegt, lá á gólfinu með lita- bækurnar og söng með okkur. Ég var ekki sú eina með börnin með mér svo þau kynntust öðrum börn- um kórfélaga og eignuðust jafnvel góða vini.“ „Þegar ég var með börnin lítil fór kórinn í utanlandsferð yfir jól- in en ég ákvað að fara ekki með og við sem vorum eftir sungum í kirkj- unni yfir hátíðarnar. Það fór svo að við höfðum samband við gamla kór- meðlimi og vini og fengum þá til að aðstoða okkur. Við æfðum mjög mikið saman fyrir jólin og heppnað- ist þetta svo vel að þeir sem mættu í kirkju og heyrðu okkur syngja tóku ekki eftir því að það vantaði stærstan hluta kórsins.“ Aðspurð hvort börn- in hafi erft áhugann fyrir söngnum segir Elsa eina dóttur sína hafa gert það en ekki hinar. „Bryndís, dóttir mín, hefur mjög gaman að söng og hefur líka verið með í Kór Akranes- kirkju. Hinar höfðu áhuga á öðru, sem var bara í góðu lagi, og þær hafa alltaf staðið sig mjög vel í sínu,“ seg- ir Elsa. Utanlandsferðir standa upp úr „Það sem helst stendur upp úr eft- ir þessi ár eru held ég þær níu utan- landsferðir sem ég fór í með kórn- um. Sú fyrsta er sjálfsagt eftirminni- legust af þeim, enda mín allra fyrsta utanlandsferð. Það var árið 1980 og þá fórum við til Þýskalands. Við heimsóttum bæði Austur- og Vest- ur Þýskaland og var það mikil upp- lifun. Á meðan Austur Þýskaland var eins og að fara aftur í tímann þegar maður var barn þá var allt svo veg- legt og flott í Vestur Þýskalandi. Að- stæðurnar voru eitthvað sem mað- ur hefði aldrei getað ímyndað sér,“ segir Elsa aðspurð hvað standi helst upp úr eftir 57 árin í kórnum. „Allar ferðirnar voru þó mjög viðburðarík- ar og skemmtilegar og við fengum að syngja í kirkjum og höllum. Við fórum saman til London, Austurrík- is og Ungverjalands, Ítalíu, Færeyja, Kanaríeyja, Finnlands og Eistlands og að lokum til Brighton fyrir tæp- um tveimur árum. Eitt sem kannski vert er að nefna er að þegar við fór- um til Kanarí áttum við að halda tónleika í sænsku kirkjunni. Við ákváðum að koma í kirkjuna hálf- tíma fyrir tónleika og skoða aðstæð- ur aðeins. Þegar við mættum sáum við mannhaf fyrir utan og kirkjan var troðfull, en hún tók 400 manns. Þá ákvað kórstjórinn að raða okkur upp á kirkjutröppunum og við sungum þar fyrir gestina úti í þennan hálf- tíma áður en við héldum tónleikana inni í kirkjunni,“ segir Elsa og bros- ir. „Þetta var mjög vel heppnað og ég held að gestirnir hafi verið afskap- lega ánægðir með þetta uppátæki.“ Héldu tónleika í íþróttahúsinu við Vesturgötu „Kór Akraneskirkju er svo miklu meira en venjulegur kirkjukór. Við höfum ferðast mikið saman innan- lands og sungið í mörgum kirkjum og öðrum samkomuhúsum um allt land og ég man ekki betur en allar ferðir hafi verið mjög vel heppnaðar. Það sem stendur upp úr hér á Akra- nesi er fyrst og fremst allt starf kórs- ins í kringum kirkjustarfið, að syngja við ýmsar athafnir þar sem við erum hluti af merkisdögum í lífi fólks. Okkar hlutvert er náttúrulega fyrst og fremst að syngja í messum, við jarðafarir, í fermingum og öðrum hefðbundnum viðburðum í kirkj- unni. Við höfum líka haldið marga mjög vel heppnaða tónleika á Akra- nesi sungið í Bíóhöllinni, Safnaðar- heimilinu, Tónbergi, gamla Nettó- húsinu og íþróttahúsinu við Vestur- götu. Gamla Nettóhúsið var stórt með góðum hljómburði og við breyttum því úr pakkhúsi í tónlist- arstað fyrir okkur nokkrum sinn- um,“ bætir hún við. Á tónleikun- um í íþróttahúsinu söng Kirkjukór Akraness með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta voru Vínartónleikar. Við héldum eina hér á Akranesi og tvenna í Háskólabíói. Hljómurinn í íþróttahúsinu er alls ekki upp á marga fiska svo það fór mikil vinna í að setja upp hljóðkerfi svo hægt væri að halda þessa tónleika. Það var troðfullt hús og örugglega hátt í þúsund manns.“ Ætlar alltaf að syngja Aðspurð hvort hún sé hætt að syngja hlær Elsa og neitar því staðfastlega. „Alls ekki, ég þagna ekki svo auð- veldlega. Ég er í Félagi eldri borg- ara og færði mig yfir í Hljóm, kór eldri borgara hér á Akranesi,“ svarar hún. Auk þess að syngja er Elsa virk í félagsstarfi eldri borgara og segist núna einbeita sér að því að njóta lífs- ins. „Ég fer í leikfimi, vatnsleikfimi og línudans auk þess sem ég geri bara það sem mér þykir skemmti- legt. Ég mæli með því að það hætti allir að vinna um sjötugt, ef þeir geta, og reyni að njóta þess sem lífið hef- ur uppá að bjóða. Flestir hafa unnið mikið og eytt miklum tíma í að gefa af sér til samfélagsins og eiga inni að fá að njóta síðustu áranna. Við vitum ekki hvað við höfum langan tíma og þá er um að gera að njóta á meðan við getum,“ segir Elsa að endingu. arg Söng með Kór Akraneskirkju í 57 ár Rætt við Elsu Ingvarsdóttur um kórastarfið og að njóta lífsins á efri árum Kór Akraneskirkju í Vinaminni. Ljósm. úr safni Akraneskirkju. Elsa Ingvarsdóttir hætti að syngja með Kór Akraneskirkju síðastliðið haust eftir 57 ár í kórnum. Elsa og Bryndís, dóttir hennar, voru um tíma báðar í Kór Akraneskirkju. Á þessari mynd eru þær á leið á tónleika. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.