Skessuhorn


Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 17.01.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. jANúAR 2018 29 Borgarbyggð - miðvikudagur 17. janúar Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna. Skallagrímur og Snæfell eigast við í nágrannaslag umferðarinnar. Liðin mætast í íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 19:15. Dalabyggð - fimmtudagur 18. janúar Félagsvist eldri borgara. Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi boðar til félagsvistar í Tjarnarlundi kl. 13:30 til 16:00. Stykkishólmur - fimmtudagur 18. janúar „Ertu að grínast í mér?“ Námskeið um þátttöku í sveitarstjórn kl. 17:30 á Fosshóteli Stykkishólmi. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og kvöldverður er í boði Stykkishólmsbæjar. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. janúar Skallagrímur mætir Breiðabliki í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. janúar „Leiðin að bættri heilsu - Markmiðasetning og hreyfing.“ Fyrirlestur Loga Geirssonar í Hjálmakletti kl. 20:00 til 21:30. Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl til framtíðar og að setja sér raunhæf markmið. Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2018. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. janúar Fyrirlestur í Safnahúsi. Guðrún Bjarnadóttir flytur erindi um jurtalitun í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:00 til 21:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 18. janúar Félagsvist í Þinghamri. Þriðja og síðasta kvöldið í félagsvist Kvenfélags Stafholtstungna í Þinghamri kl. 20:00. Borgarbyggð - föstudagur 19. janúar Hreppsmót Borghreppinga í félagsheimilinu Valfelli. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 21:00. Nánari upplýsingar á Facebook: „Hreppsmót Borghreppinga.“ Borgarbyggð - föstudagur 19. janúar Dagana 19. til 21. janúar verður kvikmyndahátíðin Borgarnes Film Freaks haldin í fyrsta skipti á Sögulofti Landnámsseturs. Ferskar og áhugaverðar kvikmyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir hvaðanæva úr heiminum. Sjá nánar fréttatilkynningu í Skessuhorni vikunnar. Akranes - laugardagur 20. janúar Þorrablót Skagamanna verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Nánari upplýsingar á Facebook: „Þorrablót Skagamanna Akranes“. Húsið opnar 18:30, salurinn 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Borgarbyggð - laugardagur 20. janúar Þorrablót í Brún í Bæjarsveit. Hið árlega þorrablót í Brún í Bæjarsveit verður haldið laugardaginn 20. janúar kl. 19:30. Nánari upplýsingar um tímasetningu, dagskrá og miðaverð má finna á Facebook undir: „Þorrablót í Brún í Bæjarsveit 2018“. Reykhólahreppur - laugardagur 20. janúar Þorrablót Reykhólahrepps fer fram í íþróttahúsinu frá kl. 20:00. Nánar um verð, miðapantanir og fleira á www.reykholar.is. Dalabyggð - laugardagur 20. janúar Þorrablót Laxdæla í Dalabúð í Búðardal. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar á Facebook: „64. Þorrablót Laxdæla.“ Stykkishólmur - sunnudagur 21. janúar Snæfell tekur á móti Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi Stykkishólmur - sunnudagur 21. janúar Snæfell mætir Gnúpverjum í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 17:00 í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 9. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.638 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Valgerður Björk Marteinsdóttir og Eysteinn Már Sjafnarson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 4. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.390 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Karítas Eva Svavarsdóttir og Sigurjón Guðmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 14. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.606 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Steinunn Alva Lárusdóttir og Gunnlaugur Smárason, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. SK ES SU H O R N 2 01 8 Laust starf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Skóla- og frístundasvið Starf sálfræðings Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Álag vegna eldgosa á umhverfi, dýr og almenning eru almennt lítt þekkt. Nýverið gaf Landbúnað- arháskóli Íslands út áhugaverða samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Ritið samanstendur af 15 köflum þar sem fjölmargir fagaðilar hafa lagt hönd á plóg við að draga saman helstu niðurstöður rann- sókna og vöktunar á áhrifum eld- gossins; meðal annars sérfræðingar Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þó að sérfræðingar birti vísinda- rannsóknir sínar á alþjóðavettvangi í sérhæfðum miðlum, þá verður oft erfitt og tímafrekt að ná heildar- yfirsýn yfir niðurstöður jafn margra og ólíkra aðila og komu að vöktun og rannsóknum á áhrifum Holu- hraunsgossins. Samantekt sem þessi gerir því fræðasamfélaginu, stjórn- völdum og almenningi vonandi kleift að ná betri yfirsýn yfir það margslungna álag sem getur skap- ast af völdum loftmengunar og eld- gosa hérlendis. Einnig er von okkar að hún muni styrkja samhæfð við- brögð við slíkum atburðum í fram- tíðinni,“ segir í tilkynningu LbhÍ vegna útgáfu ritsins. Þá segir að atburðirnir sem leiddu til eldgossins í Holu- hrauni hófust með jarðskjálfta- hrinu í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Hraungosið sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 er með stærri hraungosum hérlendis á sögulegum tíma. Gosið varði í um sex mánuði, en skilgreind goslok voru 29. febrúar 2015. Gosið var í eðli sínu sambærilegt að gerð og Skaftáreldar 1783-1784, sem ollu Móðuharðindunum svokölluðu, með háum styrk eldfjallagass en lít- illi ösku. Eldfjallagastegundir bár- ust víða frá Holuhraunsgosinu og mældist styrkur hár víða um land á gostímanum. Víðtækari loftmeng- unar af völdum eldfjallagass hafði ekki orðið vart hérlendis síðan í Skaftáreldum. Í þessu hefti er gerð grein fyrir megin niðurstöðum úr mörgum þeim vöktunar- og umhverfisrann- sóknum þar sem reynt var að meta áhrif eldgossins í Holuhrauni á um- hverfi og heilsu. Ljóst er að áhrif eldgossins í Holuhrauni á eðlis- og efnafræðilega eiginleika umhverf- isins hafa verið talsverð og líklega meiri en margan grunaði. Niður- stöðurnar sýna að eldfjallagas frá gosinu hafði mælanleg áhrif á um- hverfisaðstæður hérlendis þrátt fyr- ir að atburðurinn hafi átt sér stað á hálendi Íslands, að vetri til og fjarri mannabústöðum. Sumar af þeim mælingum sem hér er fjallað um voru gerðar á meðan á gosinu stóð, en aðrar, t.d. á straumvatni, gróðri og jarðvegi, fóru fram síðar á árinu 2015, nokkru eftir skilgreind gos- lok. Staðsetning gossins var hins- vegar afar heppileg, utan jökla og fjarri byggð, og tímasetningin lág- markaði einnig hversu mikið af eld- fjallagasinu hvarfaðist yfir í brenni- steinssýru yfir landinu. Bæði stað- setning og tímasetning gossins hef- ur þannig án vafa lágmarkað nei- kvæð áhrif eldfjallagassins á um- hverfi og heilsu og í raun bjargað því að áhrifin urðu ekki mun meiri en hér varð. Lesa má skýrsluna í heild sinni á vef LbhÍ. mm Nýtt rit LbhÍ um áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.