Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Tungubrjótar hjálpa Meðfylgjandi mynd gengur nú um netheima og ég stelst til að birta hana hér, enda er markmið mitt á nýju ári að stytta leiðarana. Ekki veit ég hver höf- undur þessa korts er en það er sagt byggja á heimildum úr örnefnaskrá Land- mælinga Íslands og sýnir 35 dæmi um tungubrjóta í staðarnöfnum. Myndin er sett fram, samkvæmt lauslegri þýðingu, með heitinu: „35 staðarnöfn á Ís- landi sem veita innsýn í hvernig lesblindum líður.“ Við munum vel hversu erfitt það reyndist útlendingum að bera fram nafn- ið Eyjafjallajökull þegar þar tók að gjósa um árið. Heilu spjallþættirnir ytra gerðu grín að þessum tungubrjóti sem reyndist ómögulegt fyrir vini okkar engilsaxneska að bera fram, sama hvað þeir reyndu. Svo eftir margar mis- heppnaðar tilraunir var hlegið ógurlega. En þessi heimsfrægi tungubrjótur á vafalítið stóran þátt í því að koma Íslandi rækilega á kortið þegar útlend- ingar fóru að skipuleggja fríin sín í kjölfarið. Þannig hefur hið forna og erf- iða tungumál okkar átt sinn þátt í að hingað komu á síðasta ári 2,2 milljónir ferðamanna. Það er nefnilega sagt í fræðunum að ef mönnum tekst að gera nöfn á til dæmis fyrirtækjum erfið, ögrandi eða óvenjuleg, þá hafi það mjög jákvæð áhrif til lengdar. Menn keppist við að grípa slík nöfn og læra utanað og muna þau svo ætíð eftir það. Ég minnist hugbúnaðarfyrirtækis sem var látið heita Innn. Óvenjulegt nafn og gagnaðist því vel. Allir veltu fyrir sér þriðja n-inu. Reyndar fór það á hausinn rétt fyrir hrun, en ekki út af nafninu. Alveg á sama hátt held ég að t.d. nafngift okkar blaðs hafi hjálpað okkur Gísla á sínum tíma, því nafnið var dálítið öðruvísu, ógnvænlegt. Að vísu afar falleg keila í Skarðsheiði sem vel var hægt að nefna fjölmiðil eftir (nafnið Baula var jú upptekið á vegasjoppu). Á meðfylgjandi korti má finna nokkra athyglisverða tungubrjóta í ís- lenskum staðarnöfnum. Við Íslendingar eigum að vera stoltir af svona sér- stöðu málsins. Sjáið þið til dæmis fyrir ykkur franskan ferðamann reyna að bera fram orðið Litluspjóthólmaflögur eða Fimmnálaspottalækur? Hvað þá Fjaðrárgljúfur, sem þó er ekki einu sinni á þessu korti. Líklega vegna þess að höfundur kortsins er búinn að læra að bera það fram eftir að Bieber gerði það heimsfrægt þarna um árið. Já, íslenskan er litrík og skemmtileg. Magnús Magnússon Leiðari Sauðfjárbændur sem voru rétthaf- ar svæðisbundins stuðnings árið 2017 fengu í liðinni viku greidda viðbótargreiðslu vegna svæðis- bundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur, vegna verð- lækkunar á afurðum síðasta haust. Um er að ræða fyrri hluta að- gerða stjórnvalda af tveimur í sam- ræmi við bráðabirgðaákvæði reglu- gerðar nr. 1183/2017 um stuðn- ing við sauðfjárrækt. Til þessa verkefnisins er varið 150 milljón- um króna samkvæmt fjáraukalög- um 2017. Greiðsla til hvers sauð- fjárbús sem uppfyllir skilyrði fyr- ir greiðslu svæðisbundins stuðn- ings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi á Ströndum 503.355 kr. (25% álag). Alls nutu 371 sauð- fjárbú í landinu þessa stuðnings. Í reglugerðinni er svæðisbund- inn stuðningur útlistaður. Mark- mið hans er að styðja þá framleið- endur sem eru á landsvæðum sem eru háðust sauðfjárrækt og fram- leiðendur hafa takmarkaða mögu- leika á annarri tekjuöflun. Skulu framleiðendur sem eiga rétt á svæðisbundnum stuðningi upp- fylla öll eftirfarandi skilyrði: Lög- býli sé í 40 km akstursfjarlægð eða lengra frá þéttbýlisstöðum sem eru með yfir 1.000 íbúa, lögbýli sé í 75 km akstursfjarlægð eða lengra frá þéttbýlisstöðum sem eru með yfir 10.000 íbúa og að lögbýli sé í 150 km akstursfjarlægð eða lengra frá Reykjavík. Matvælastofnun byggir ákvörðun um greiðslur á gögnum frá Byggðastofnun hvað varðar lista yfir þau sauðfjárbú sem standast ofangreind skilyrði. Starfsmenn Matvælastofnun- ar stefna að því í þessari viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda, að upphæð 400 millj- ónir króna. Sá hluti er í samræmi við innlagt dilkakjöt á framleiðslu- árinu 2017 og er eins og fram hef- ur komið til að draga úr kjaraskerð- ingu sauðfjárbænda. mm Greiðslur farnar að berast sauðfjárbændum Samkvæmt íbúakönnun Gallup, sem var framkvæmd í nóvember og desember á sl. ári hefur ánægja íbúa í Borgarbyggð með þjón- ustu sveitarfélagsins í mörgun til- vikum vaxið milli áranna 2016 og 2017. Borgarbyggð keypti niður- stöður íbúakönnunar Gallup sem framkvæmd var í nóvember og des- ember 2017. Alls komu 167 svör úr Borgarbyggð. Án þess að það liggi nákvæmlega fyrir þá skiptast svar- endur nálægt því til helminga milli dreifbýlis og þéttbýlis. Aldurssam- setning svarenda liggur hins vegar ekki fyrir. Helstu niðurstöður eru þær að í spurningum sem varða þjónustu leikskóla, gæði umhverfisins í ná- grenni við heimili svarenda, aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu við fatl- að fólk, aðkomu sveitarfélagsins að menningarmálum, þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunn- skólanna og þjónustu sveitarfélags- ins í heildina litið þá er ánægja íbú- anna með þessa þjónustuþætti meiri en á árinu 2016. Viðhorfið gagn- vart því hve gott er að búa í Borg- arbyggð, þjónustu við eldri borgara og skipulagsmálum eru óbreytt frá fyrra ári en ánægjan hefur minnkað með hversu vel sveitarfélagið leysi almennt úr erindum og hvað varðar gæði þjónustu í sorphirðu. „Ánægja íbúanna hefur því aukist gagnvart átta málaflokkum, hún er óbreytt gagnvart þremur en hefur lækkað gagnvart tveimur málaflokk- um. Ánægja íbúa í Borgarbyggð er yfir landsmeðaltali með þjónustu í leikskólamálum, þjónustu við fatl- að fólk og þjónustu við eldri borg- ara. Borgarbyggð er á landsmeðal- tali varðandi gæði umhverfisins í nálægð heimilis svarenda en ligg- ur undir landsmeðaltali hvað varð- ar aðrar spurningar. Nokkuð mis- munandi er hve langt Borgarbyggð liggur undir landsmeðaltali þar sem um það er að ræða. Skipulagsmálin skera sig töluvert úr hvað það varð- ar. Könnunin gefur okkur verð- mætar upplýsingar um hvað verð- ur að setja í forgang um að bæta þjónustu sveitarfélagsins því starf- semi þess snýst fyrst og síðast um að veita íbúunum þjónustu á einn eða annan hátt,“ skrifar Gunnlaug- ur A Júlíusson sveitarstjóri í kynn- ingu á niðurstöðum könnunarinnar á vef Borgarbyggðar. mm Mest er óánægja íbúa vegna skipulagsmála í Borgarbyggð Hér má sjá hvernig skipulagsmál skera sig úr hvað óánægju íbúa varðar. Graf: Gallup. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Hún er starf- andi grunnskólakennari í Árbæj- arskóla í Reykjavík, fjögurra barna móðir og gift Hilmari Harðar- syni, formanni Samiðnar og FIT, félags iðn- og tæknigreina. Fimm voru í framboði til formanns og féllu atkvæði þannig að Þorgerð- ur Laufey hlaut langflest atkvæði, eða 45,5%. Næst henni í atkvæða- magni voru Hjördís Albertsdótt- ir og Rósa Ingvarsdóttir með rúm 20% hvor. Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 50,5% þeirra atkvæði. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. janúar og lauk kl. 14.00 mánu- daginn 22. janúar. Þor- gerður Laufey Diðriks- dóttir tekur við embætti formanns FG af Ólafi Loftssyni á aðalfundi Félags grunnskólakenn- ara sem fram fer í Borg- arnesi dagana 17. og 18. maí næstkomandi. mm Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir er nýr formaður FG.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.