Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 2018 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Þarftu að láta skoða GÆÐI neysluvatnsins hjá þér? Efnagreining ehf á Hvanneyri býður upp á örverugreiningar vatnssýna á mjög góðu verði (aðferðafræði samþykkt af MAST í háum sem mjög lágum styrkjum ENSÍM - OG ELISA MÆLINGAR TÍTRANIR LITMÆLINGAR ORKUEFNAMÆLINGAR efnagreining@efnagreining.is sími 661 2629 SK ES SU H O R N 2 01 8 Samgöngumál á Vesturlandi Opinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi Miðvikudaginn 24. janúar kl. 18:00 til 20:00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson Dagskrá fundarins: 18:00 Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi setur fundinn 18:10 Eyjólfur Árni Rafnsson formaður starfshóp um möguleika á framkvæmdum á stofnleiðum í nágrenni Reykjavíkur og fjármögnun þeirra 18:30 Geirlaug Jóhannsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi og formaður byggðarráðs Borgarbyggðar 18:50 Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ 19:05 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 19:25 Opnað fyrir umræður í sal 19:50 Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi slítur fundi Boðið verður upp á súpu og hressingu þegar fundi lýkur. Nánari upplýsingar og skráning á fundinn má nálgast á vef Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Erum einnig á facebook – Fundur um samgöngumál á Vesturlandi. Þriðjudaginn 16. janúar síðastliðinn var endanlega gengið frá samein- ingu hestamannafélaganna Faxa og Skugga. Þá um kvöldið var haldinn sameiginlegur framhaldsaðalfund- ur beggja félaganna þar sem ný lög voru samþykkt og kosið í stjórn og nefndir nýs félags. Efnt var til raf- rænnar kosningar um nafn á nýja fé- lagið. Hægt var að kjósa um nöfn- in Borgfirðingur, Taktur, Fjöður, Skeifa og Glampi. Á fyrsta stjórn- arfundi á mánudagskvöldið var ljóst að Hestamannafélagið Borgfirðing- ur varð hlutskarpast í kosningunni, hlaut 41,67% atkvæða, en næst kom Hestamannafélagið Taktur. 156 manns kusu í tillögu um nafn, en 320 höfðu atkvæðisrétt. Á stofnfundinum í síðustu viku var Þórdís Arnardóttir kosin fyrsti formaður Hestamannafélagsins Borgfirðings. Með henni í stjórn eru: Haukur Bjarnason, Marteinn Valdimarsson, Reynir Magnússon, Sigurþór Óskar Ágústsson, Björg María Þórsdóttir, Guðrún Fjeldsted og Kristján Gíslason. „Það er ætlun nýrrar stjórnar að ganga rösklega til verka, bæði hvað varðar hin praktísku atriði samein- ingarinnar og eins að því að efla félagslega þáttinn, ekki hvað síst með öflugu æskulýðsstarfi. Að- staða félagsins til mótahalds og ann- ars félagsstarfs er með því sem best gerist og fjárhagsstaða er góð. Það er von okkar, og raunar vissa, að hér hafi verið tekið framfaraspor í félagsstarfi hestamanna. Borgfirsk- ir hestamenn koma nú sameinaðir fram undir einu merki og öflugri en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynn- ingu frá stjórn hins nýja félags. Nú er unnið að stofnun Facebook síðu og nýrrar heimasíðu fyrir Hesta- mannafélagið Borgfirðing. mm Sameinað félag heitir Hesta- mannafélagið Borgfirðingur Svipmynd frá upphafi stofnfundar félaganna. Alls söfnuðust rúmlega 2,1 milljón króna í minningarsjóð Arnars Dórs Hlynssonar, ungs Skagamanns sem lést langt fyrir aldur fram í september síðastliðnum. Sjóður- inn var stofnaður af fyrirtækinu Sansa, árgangi 1979 á Akranesi og Íþróttabandalagi Akraness. Það var Þórður Már Gylfason í Sansa sem hratt söfnuninni formlega af stað fimmtudaginn 11. janúar með áskorunum á Facebook. Þar að auki hét hann því að Sansa myndi láta 750 krónur af hverjum matar- pakka sem pantaður var fyrir vik- una á eftir renna í sjóðinn. Þegar búið var að taka saman öll framlög fyrirtækja og einstak- linga og gera upp Facebook-leik- inn stóð sjóðurinn í 2.127.250 krónum. Þórður afhenti afrakst- ur söfnunarinnar í húsnæði Sansa á laugardaginn. Hann kvaðst hafa fundið fyrir mikilli samstöðu með- al Skagamanna við söfnunina. Hún hafi farið langt fram úr björtustu vonum og kvaðst hann fullviss þess að peningarnir myndu nýtast til góðra verka. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, for- maður ÍA, tók við ávísuninni fyr- ir hönd þeirra aðildarfélaga sem njóta munu góðs af í framtíðinni. Þakkaði hún stofnendum sjóðs- ins fyrir framtakið og bar þeim þakklæti þeirra aðildarfélaga sem sjóðnum er ætlað að styrkja í framtíðinni. Þórður bætti því við að stjórn minningarsjóðs Arnars Dórs hyggðist úthluta lágum upp- hæðum fyrst um sinn með það að markmiði að efla sjóðinn án þess að ganga á höfuðstólinn. kgk Rúmar tvær milljónir í minningarsjóð Arnars Dórs Þórður Már Gylfason í Sansa afhenti Helga Sjöfn Jóhannesdóttur, formanni ÍA, afrakstur söfnunarinnar í húsnæði Sansa sl. laugardag. Ljósm. ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.