Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 201816 Mannamót markaðsstofa lands- hlutanna var haldið í Reykjavík síð- astliðinn fimmtudag. Var það afar vel sótt og komust færri að en vildu. Mannamóti er ætlað að skapa vett- vang fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni til að kynna starf- semi sína fyrir ferðaskrifstofum, sem og að efla tengsl innan grein- arinnar sjálfrar. Þátttaka vestlenskra ferðaþjóna var afar góð, en alls skráðu sig 38 ferðaþjónustufyrirtæki af Vestur- landi og hafa aldrei verið fleiri. „Gestir Mannamóts voru í kringum 900 talsins og ég held að almennt hafi fólki þótt takast vel til,“ segir Kristján Guðmundsson, forstöðu- maður Markaðsstofu Vesturlands, í samtali við Skessuhorn. „Mér fannst takast vel til. Flestar af stóru ferðaskrifstofunum sækja þessa sýningu. Það er dýrmætt fyrir fólk sem er í daglegum samskiptum við skrifstofurnar að geta hitt starfs- menn þeirra þarna á einum vett- vangi,“ segir hann. Kristján hefur orð á því að næst verði Mannamót haldið á öðrum stað. „Þetta er í síð- asta skiptið sem það verður haldið í flugskýli Ernis. Ætlunin er að fara með Mannamót í annað húsnæði með betri aðstöðu frá og með næsta ári,“ segir Kristján. Skessuhorn var að sjálfsögðu meðal gesta Mannamóts og ræddi við nokkra fulltrúa ferðaþjónustu- fyrirækja á Vesturlandi. Af þeim samræðum að dæma er góður gangur í greininni í landshlutan- um og vestlenskir ferðaþjónar líta framtíðina björtum augum. Bókanir fara vel af stað Hjónin Hekla Gunnarsdóttir og Brynjar Sigurðarson festu kaup á ferðaþjónustunni að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit síðastliðið sumar. Skessuhorn hitti Heklu að máli á Mannamóti. Sagði hún að vel hefði gengið frá því þau tóku við rekstr- inum og kvaðst bjartsýn á fram- haldið. „Það hefur gengið mjög vel og lítur vel út fyrir sumarið. Bókan- ir fyrir næsta sumar fara vel af stað og alveg fram á næsta haust,“ seg- ir hún. Nafni ferðaþjónustunnar var breytt á dögunum og heitir nú Hótel Laxárbakki. Að sögn Heklu var það gert til að einfalda hlut- ina. „Við opinberuðum nýja nafnið í síðustu viku. Þetta gerðum við til að einfalda hlutina og merkja okkur sem eitt konsept. Áður var þetta í senn hótel, gistihús, hostel og veit- ingastaður en við töldum vænlegra að markaðsetja okkur undir einu nafni og breyta nafninu í hótel og vinna þá eingöngu út frá því kons- epti,“ segir hún. Aðspurð segir hún undirbúning fyrir komandi sumar vera það sem hæst ber á Laxárbakka um þessar mundir. „Þessa dagana erum við að endurnýja töluvert mikið á her- bergjunum, skipta um rúm, endur- nýja sængur, kodda og þess háttar. Framundan er síðan bara áfram- haldandi undirbúningur fyrir sum- arið,“ segir Hekla. Brynjar og Hekla höfðu ekki starfað við ferðaþjónustu frá árinu 1999 þegar þau keyptu Laxárbakka í fyrra. Hekla segir upplifun þeirra af nýjum áskorunum sem eigendur ferðaþjónustufyrirtækis vera góða. „Það gekk vel hjá okkur eftir að við tókum við og eins í vetur. Við héld- um aðventuhlaðborð og skötuhlað- borð sem var góð aðsókn að. Það gekk vel og við erum mjög sátt með hvernig til tókst. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að standa í þessu,“ segir Hekla Gunnarsdóttir á Laxárbakka að endingu. Mikið við að vera í uppsveitunum Marta Eiríksdóttir frá ferðaþjón- ustunni í Brúarási Geo Cen- ter var stödd á Mannamóti. Hún hafði meðal annars til kynning- ar bæklinginn Up West, sem ligg- ur frammi í Brúarási. „Við lítum á okkur sem upplýsingamiðstöð að hluta til. Í þessum bæklingi leggj- um við áherslu á hve mikið er við að vera og margir staðir sem hægt er að skoða á tiltölulega litlu svæði í uppsveitum Borgarfjarðar,“ seg- ir Marta. „Þetta er orðið svo sterkt svæði og mikið við að vera og margt að gera innan tiltölulega lít- ils radíuss. Það er sífellt að bætast við og að verða þéttara og þéttara netið. Við höfum trú á því að þetta svæði verðir góður valkostur í því verkefni sem fyrir höndum er við að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ bætir hún við. Aðspurð segir hún vel hafa geng- ið í Brúarási og starfsemina hafa vaxið ár frá ári. „Við höfum verið með opið aðallega yfir sumarið en lokum yfir háveturinn. Í Brúarási er verslun og veitingahús þar sem við höfum tekið á móti hópum og lausatraffík. Það hefur gengið vel og vaxið með hverju árinu. Síðan höfum við tekið á móti hópum og haldið einkasamkvæmi. Þegar svo ber undir höfum við fengið hljóm- listarmenn úr héraði til að koma og halda uppi stemningu,“ segir Marta. „Brúarás er líka samkomu- hús og við byggjum aðeins á þessari gömlu hefð félagsheimilanna. Við höfum því verið með uppákom- ur, tónleika og fyrirlestra. Það er gaman að geta gefið þessu fallega félagsheimili nýtt líf. Það er okkar von að þetta sé einn áfangi í von- andi frekari uppbyggingu á þess- um stað og héraðinu í heild,“ segir Marta Eiríksdóttir. „Fullt af tækifærum framundan“ Hjónin Ingibjörg Valdimarsdóttir og Eggert Herbertsson eru eigend- ur ferðaþjónustufyrirtækisins Stay Akranes. Undir merkjum þess hafa þau undanfarin ár rekið gistiþjón- ustu á tveimur stöðum á Akranesi; í Kirkjuhvoli og farfuglaheimili við Suðurgötu. Auk þess hafa þau leigt út gistingu í heimavist FVA á sumr- in. Nýverið festu þau kaup á Borg- arnes HI Hostel í Borgarnesi, eins og greint hefur verið frá. Skessu- horn ræddi við Ingibjörgu og Egg- ert á Mannamóti. Þau segja rekst- urinn ganga vel og eru bjartsýn á framhaldið. „Það gengur mjög vel og ég held við getum verið ánægð með síðasta sumar. Við vorum ný- lega að bæta við okkur gistimögu- leikum í Borgarnesi og ég tel að það sé fullt af tækifærum framund- an hjá okkur,“ segir hún. En hvaða þýðingu hefur viðbótin í Borgar- nesi fyrir þeirra fyrirtæki? „Með þessari viðbót getum við boðið upp á fleiri gistimöguleika á svæðinu og samlegðaráhrifin eru til stað- ar þannig að við getum byggt upp stærri einingu á hagstæðari hátt,“ segir Ingibjörg og Eggert tekur í sama streng. „Þetta gerir rekstur- inn okkar kraftmeiri,“ segir hann. „Við erum í rauninni að búa til betri rekstur. Það er erfiðara að reka minni einingar og halda úti starfsfólki allt árið, til dæmis. Ef til vill getum við samnýtt starfsfólk,“ segja þau. Þau segja að allir staðirnir verði í raun sjálfstæðir, eins og verið hef- ur, en reknir undir einum og sama hattinum. Hver hafi sína sérstöðu og það muni ekki breytast þó þeir verði undir sama rekstrinum. „Við eigum síðan eftir að breyta vöru- merkinu. Það er nokkuð ljóst að Stay Akranes mun ekki eiga við lengur þegar gistingu í Borgarnesi hefur verið bætt við,“ segir hún. Ingibjörg og Eggert eru búsett á Akranesi og hafa fylgst náið með gangi mála í ferðaþjónustunni þar í bæ undanfarin ár. Hvert telja þau vera stærsta verkefnið sem fram- undan er í ferðaþjónustu á Akra- nesi? „Það vantar augljóslega hótel í bæjarfélagið en það er ekki hand- an við hornið að mér vitandi. Einn- ig vantar einhvern miðlægan vett- vang fyrir stefnumótun í ferðaþjón- ustu og samvinnu. Að fólk vinni meira saman og búi til pakka úr þjónustu- og afþreyingarmöguleik- um hjá sér og öðrum. Til skammst tíma litið væri best að einbeita sér að því,“ segir Eggert. Ingibjörg hef- ur orð á því að henni finnist áhugi á ferðaþjónustu hafa aukist á Akra- nesi og bæjarbúar almennt séu já- kvæðari fyrir greininni. „Mér finnst meiri áhugi og fleira fólk tilbúið að leggja fram krafta sína og gera eitt- hvað. Hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér, það hefur sést, heldur þarf ein- staklinga sem eru tilbúnir að leggja krafta sína í þetta, þora þessu, hafa smá þolinmæði og eru tilbúnir að vinna saman,“ segir hún. „Með besta útsýnið í bænum“ Sara Hjörleifsdóttir rekur veit- ingastaðinn Sjávarpakkhúsið við höfnina í Stykkishólmi. Hún seg- ir reksturinn hafa gengið vel und- anfarið. „Það gekk mjög vel síð- asta sumar og alltaf nóg af fólki sem Mannamót í ferðaþjónustu Þátttaka vestlenskra ferðaþjóna aldrei verið betri Brynjar Sigurðarson og Hekla Gunnarsdóttir á Hótel Laxárbakka. Martha Eiríksdóttir kynnti starfsemi Brúaráss Geo Center og bæklinginn Go West. Hér er hún ásamt syni sínum, Davíð Andréssyni. Eggert Herbertsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir reka Stay Akranes. Sara Hjörleifsdóttir í Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Mannamót í ferðaþjónustu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.