Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 201820 Feðgarnir Árni Ingvarsson á Skarði í Lundarreykjadal og tveir sona hans, Hjálmur og Þorvaldur, tóku í haust í gagnið nýja skemmu þar sem þeir reka fyrirtækið Búhag ehf. Skemman er rúmgóð, um 450 fer- metrar að flatarmáli og keypt frá Landstólpa. Aðspurðir láta þeir vel af verkefnastöðunni en þeir hafa á undanförnum árum tekið að sér fjölbreytt verk. Töluvert hefur ver- ið að gera við járnsmíðar í verkefn- um sem tengjast stækkun og fjölgun ferðaþjónustufyrirtækja og nefna þeir sem dæmi Fosshótel Reykholti. Einnig hafa þeir unnið smærri verk fyrir Lava-Hótel Varmalandi og Krauma við Deildartunguhver. Þá hefur á liðnum árum verið endur- nýjuð hitaveitan á bæina í Lundar- reykjadal og hefur stór hluti þeirr- ar vinnu hvílt á þeirra herðum. Auk ýmissa viðgerða segja þeir fjöl- breytt verkefni önnur. Til dæm- is hafi þeir framleitt mikið af pípu- hliðum fyrir Vegagerðina, handrið við stiga og innréttingar í gripahús. Þeir feðgar segja að svipað mikið af verkefnum þeirra komi í kjölfar til- boða sem þeir gera eða verðhug- mynda, en auk þess taka þeir að sér verk í tímavinnu. Vonað í þrjátíu ár að afkoman batni Um 240 kindur eru á Skarði og láta þeir feðgar vel af því að hafa kindur samhliða rekstri smiðjunnar. „Af- koman af búrekstrinum er náttúr- lega ekkert sérstök, en alltaf stend- ur maður í voninni að hún fari að lagast. Allavega man ég ekki eftir öðru en hafa vonað það undanfar- in 30 ár að nú taki landið að rísa. En auðvitað væri maður ekki að þessu nema af því við höfum gaman að skepnum. Kindurnar nýta auk þess landið og halda því snyrtilegu. Það er fátt leiðinlegra en illa hirt land og sinugróin tún vegna þess að skepnur eru ekki lengur til stað- ar til að halda gróðrinum hæfilega niðri,“ segir Árni. Bæta nú við réttingum og bílasprautun Þorvaldur Árnason er lærður vél- virki og hefur nú í nokkur ár starfað með föður sínum við búið og smíð- arnar. Nú hefur Hjálmur bróðir hans bæst í hópinn með þeim feðg- um, en hann er lærður bílasmið- ur og bílamálari. Búið er að kaupa fullbúinn sprautuklefa og réttinga- bekk og koma tækjunum fyrir í nýja húsinu og stutt í að fyrsti bíllinn fari inn í réttingu og sprautun hjá Bú- hag. Þriðji sonur Árna er svo Snæ- björn en hann er búsettur í Grund- arfirði. Eiginkona Árna og móðir bræðranna, Ágústa Þorvaldsdótt- ir bóndi og kennari, lést sumarið 2015 eftir erfið veikindi. Verulega bætt aðstaða Árni segir að líkja megi nýja hús- inu við byltingu, í samanburði við um hundrað fermetra skemmu sem hýst hefur starfsemina fram til þessa. „Ég er auk þess mjög ánægð- ur með viðskiptin við Landstólpa, bæði gæðin á húsinu og verð. Ég réði Kolbein Magnússon húsasmið í Stóra-Ási sem byggingastjóra, hann sá um uppsteypu sökkla og plötu, Landstólpi sendi reisinga- flokk og Þorvaldur og mágur minn sá um rafmagnið. Hiti er í gólfi og lýsingin góð sem er mikilvægt þeg- ar mikið er unnið við svona vinnu. Við erum því mjög hamingjusamir með þessa aðstöðu og það er munur að geta alltaf látið sig hlakka til að mæta í vinnuna.“ Aðspurður segir Árni að kostnaður við bygginguna hafi orðið á áætlun, en húsið kostar um 40 milljónir króna auk vinnu- framlags þeirra feðga. Gott mannlíf Þeir feðgar eru sammála því að helsti ókostur við að reka vélsmiðju til sveita sé skortur á þriggja fasa raf- magni. „Það háir ýmissi starfsemi verulega þegar slíkt vantar og er örugglega eitt stærsta byggðamál- ið nú. Rarik útvegaði okkur í Búhag þó svokallaðan „hrút“ sem umbreyt- ir rafmagninu þannig að hægt er að nota vélar sem framleiddar eru fyr- ir þrjá fasa,“ segir Árni. Þeir feðgar segja að það séu einkum kúabændur sem fara illa út úr því að þriggja fasa rafmagn er ekki til staðar. Ýmislegt annað horfi hins vegar til betri veg- ar. „Nú er til dæmis verið að leggja nýjan veg neðst í Lundarreykja- dal að sunnanverðu og það verður mikill munur fyrir okkur sem hér búum. Það er í raun að flestu leyti gott að reka fyrirtæki hér. Við höf- um hitaveitu, vegirnir eru að batna og mannlífið er eins og allir vita frá- bært. Verkefnastaða okkar er fín og því erum við bara býsna bjartsýnir nú í upphafi árs,“ segja þeir feðgar Árni, Valdi og Hjálmur á Skarði. mm Feðgar bæta aðstöðuna og auka starfsemina Feðgarnir Árni, Hjálmur og Þorvaldur reka Búhag ehf. á Skarði. Nýja skemman var byggð á mel skammt frá bæjarhúsunum á Skarði. Sama dag og blaðamaður kom við á Skarði kom Helgi Kristjánsson frá HSK krönum með tíu tonna klippivél sem Skarðsfeðgar keyptu notaða austur á Hvolsvelli. Þrátt fyrir að vera á bíl með krana og löngum tengivagni var bíllinn við að komast allur þvert inn í húsið. Steypt var í sökkla í lok apríl á liðnu ári en húsið var fullbúið í haust. Ljósm. Búhagur. Á þessari drónamynd sést hvenær verið að var leggja steypuna í plötu nýju skemmunnar. Ljósm. Búhagur. Grillvagn sem Búhagur smíðaði fyrir Landssamtök sauðfjárbænda/ markaðsráð kindakjöts 2010. Í honum er hægt að heilgrilla tvo skrokka í einu. Ljósm. Búhagur. Fimm ristahlið í framleiðslu. Ljósm. Búhagur. Rúlluvagn úr smiðju þeirra feðga. Ljósm. Búhagur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.