Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 201822 Kjöri Íþróttamanns Borgarfjarðar var lýst á laugardaginn við athöfn í félagsheimilinu Þinghamri, en Umf. Stafholtstungna tók að sér að halda hátíðina að þessu sinni. Í frétt á Facebook síðu UMSB seg- ir að margt frábært íþróttafólk hafi verið tilnefnt að þessu sinni. Ekki þurfti að koma á óvart að fyr- ir valinu varð Máni Hilmarsson úr hestamannafélaginu Skugga, heimsmeistari unglinga í hesta- íþróttum og knapi mótsins á HM íslenska hestsins frá því í sumar. mm/ Heimild: UMSB, Ljósm. shb. Berglind Gunnarsdóttir körfu- boltakona var um helgina krýnd Íþróttarmaður Snæfells 2017. „Berglind er uppalin Hólmari í húð og hár og hefur átt stóran þátt í ár- angri kvennaliðs Snæfells þrátt fyr- ir að slíta krossbönd og fara ýtrek- að úr axlalið á sínum ferli. Ekkert stoppar þessa afrekskonu að standa vaktina fyrir Snæfell. Ásamt þessu er Berglind í Landsliði Íslands og á þriðja ári í læknisfræði við Háskola Íslands,“ segir í frétt Snæfells. Berglind er lykilleikmaður í kvennaliði Snæfells og hefur stað- ið sig gríðarlega vel á undanförn- um árum. Á síðasta tímabili skor- aði hún 11,1 stig að meðaltali í leik, tók 5,4 fráköst og gaf 1,7 stoðsend- ingu í leik. „Berglind er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka og er með betri varnarmönnum í deild- inni. Hún var einnig valin í úrvals- lið Dominosdeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Berglind hefur leikið um 300 leiki fyrir Snæfell og það þrátt fyrir að vera frá næstum tvö tímabil vegna meiðsla. Nálg- un og elja Berglindar á íþróttina er öðrum leikmönnum, bæði karla og kvenna, til fyrirmyndar,“ segir í umsögn Snæfells. mm Berglind er íþróttamaður Snæfells 2017 Berglind með verðlaunin ásamt þeim Maríu Ölmu Valdimarsdóttur og Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni sem bæði eiga sæti í stjórn Snæfells. Ljósm. sá. út er komin bókin Fornar hafnir - útver í aldanna rás, eftir Karl Jeppe- sen. Í henni er að finna ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum á Íslandi. Ferðalagið hefst á Horni og fer síðan hringferð allt í kringum landið. Án- ingarstaðirnir eiga það allir sameig- inlegt að þaðan réru forfeður okkar í landinu til fiskjar. „Allvíða má greina búðir sem hafa að hluta sokkið í landið, horfið gras eða sand. Annarsstaðar hefur nú- tíminn ruðst yfir hinar fornu minjar með landfyllingum og mannvirkjum. En jafnt er landslag staðanna og út- sýn þaðan til menja um hina hörðu lífsbaráttu og mannlíf liðinna alda,“ segir í tilkynningu frá Bókaútgáfunni Sæmundi sem gefur bókina út. Fornar hafnir er liðlega 300 síðna bók í stóru broti og hefur að geyma 550 litmyndir. Höfundurinn Karl Jeppesen á að baki farsælan feril sem kennari, dagskrárgerðarmaður, ljós- myndari og kvikmyndagerðarmaður. mm Ljósmyndabókin Fornar hafnir Máni Hilmarsson er Íþróttamaður UMSB 2017 Máni Hilmarsson Íþróttamaður Borgarfjarðar. Sigursteinn Ásgeirsson er Íþróttamað- ur Frjálsíþróttafélags Borgarfjarðar 2017 og jafnframt Íþróttmaður Umf. Stafholtstungna.. Þórunn Sara Arnarsdóttir fékk út- hlutað úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Hér er hún ásamt Írisi Hlíðkvist og Auðuni Hlíð- kvist Bjarnasyni. Einstaklingarnir sem hlutu tilnefningar til kjörs íþróttamanns Borgarfjarðar 2017. Einstaklingar sem hlutu viðurkenningar í Þinghamri. Fimm efstu í kjörinu (eða fulltrúar þeirra sem ekki gátu verið viðstaddir): Fimmta sæti hlaut dansparið Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco. Fjórða sætið Bjarni Guðmann Jónsson körfuknattleiksmaður. Þriðja sætið hlaut Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfuknattleikskona. Annað sætið Bjarki Pétursson golfari og fyrsta sætið Máni Hilmarsson hestamaður. Efstu í kjöri Íþróttamanns Umf. Reykdæla (eða fulltrúa þeirra). 1. sæti Bjartmar Þór Unnarsson. 2. sæti Benjamín Karl og 3. sæti Lísbeth Krist- ófersdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.