Skessuhorn


Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 24.01.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. JANúAR 2018 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamenn lögðu land undir fót og ferðuðust vestur á Ísafjörð um síðustu helgi og léku tvisvar gegn Vestra í 1. deild karla í körfu- knattleik. Leikirnir fóru fram á laugardag og sunnudag. Báðum lauk þeim með sigri Vestra; 96-71 annars vegar og 93-80 hins veg- ar. Fyrri leikur liðanna var ekki mikið fyrir augað og heima- menn höfðu undirtökin frá fyrstu mínútu. Skagamenn kroppuðu nokkur stig af forskotinu þeg- ar byrjunarlið Vestra hvíldi en það dugði skammt. Vestramenn leiddu 47-34 í hálfleik og sigldu tiltölulega lygnan sjó eftir það. Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 96-71. Marcus Dewberry skoraði 34 stig fyrir ÍA og gaf fimm stoð- sendingar. Sindri Leví Ingason kom honum næstur með tíu en aðrir höfðu minna. Nebosja Knazevic átti stórleik fyrir Vestra, skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsend- ingar. Nemanja Knazevic skoraði 17 stig og reif niður 10 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 17 stig og Ingimar Aron Baldurs- son var með ellefu. Líflegur seinni leikur Síðari leikur liðanna var mun líf- legri og skemmtilegri en sá fyrri. Jafnt var á með liðunum lengst framan af leik. Skagamenn leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-23 og staðan var jöfn þegar hálfleiksflautan gall, 43-43. Það var ekki fyrr en und- ir lok þriðja leikhluta sem heima- menn náðu að búa til smá forskot og halda því. Þeir leiddu með sex stigum fyrir lokafjórðunginn, 69-63 og náðu að halda ÍA í skefj- um eftir það. En Skagamenn gáf- ust ekki upp, minnkuðu muninn í þrjú stig snemma í fjórða og síð- an í fjögur stig seint í leiknum. En nær komust þeir ekki. Heima- menn létu forystuna ekki af hendi, voru ákveðnir á lokamínútunum og lönduðu sigrinum, 93-80. Marcus Dewberry átti risaleik í seinni viðureign liðanna, skor- aði 42 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Sigurður Rúnar Sigurðsson skoraði 13 stig og Sindri Leví Ingason tíu. Nemanja Knazevic skoraði 31 stig fyrir Vestra, reif niður 17 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Nebosja Knazevic skoraði 28 stig og gaf sex stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson var með 14 stig og fimm stoðsendingar og Nökkvi Harðarson tíu stig og fimm stoð- sendingar. Botnslagur framundan ÍA vermir enn botnsæti deildar- innar og er án stiga eftir 15 leiki, tveimur stigum á eftir FSu í næst- neðsta sæti. Þessi tvö lið mætast í botnslag deildarinnar í næstu um- ferð. Leikur ÍA og FSu fer fram á Selfossi fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi. kgk ÍA tapaði tvisvar á Ísafirði Marcus Dewberry skoraði samtals 76 stig fyrir ÍA í tveimur leikjum gegn Vestra um helgina. Ljósm. úr safni/ jho. Einn leikur fór fram í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á sunnudag. Það var viðureign Snæ- fells og Hauka í Stykkishólmi. Leikurinn var jafn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en eft- ir framlengingu. Haukar höfðu sig- ur með 79 stigum gegn 76 stigum Snæfells. Haukar voru sterkari í upp- hafi og Snæfell fann ekki taktinn í vörninni. Gestirnir þurftu því ekki að hafa mikið fyrir hlutunum og leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-22. En Snæfellskon- ur bættu leik sinn til muna í öðrum fjórðungi. Þær skiptu í svæðisvörn og þá fóru hlutirnir að gerast. Snæ- fell gerði forskot Hauka að engu og jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks, 38-38. Jafnræði var með liðunum fyrst eftir hléið og hverri körfu var svar- að. Haukar náðu síðan að halda for- ystunni stutta stund og því næst var komið að Snæfelli að leiða. Með smá rispu náðu gestirnir sex stiga forskoti seint í þriðja en Snæfell svaraði og aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 53-54. Snæfell komst yfir snemma í fjórða leikhluta og leiddi með fimm stigum um hann miðjan, 62-57. En Haukar hvar hvergi nærri hætt og jöfnuðu metin í 66-66 þegar rétt innan við mínúta lifði leiks. Krist- en McCarthy fékk tvö vítaskot eft- ir mikla baráttu undir körfunni og hefði getað farið langt með að inn- sigla sigur Snæfells en klikkaði á báðum vítunum. Þess í stað geyst- ust Haukar í sókn og fengu opið skot en hittu ekki. Snæfell fékk því annað tækifæri til að tryggja sér sigur en þriggja stiga skot Rebekku Ránar Karlsdóttir vildi ekki niður. Því varð að grípa til framlengingar. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi framlengingar og mikil barátta. Liðin skiptust á að skora og staðan var enn jöfn, 70-70, þegar framlengingin var um það bil hálfn- uð. Þá náðu Haukar snarpri rispu og komust sjö stigum yfir og lögðu grunn að sigri í leiknum. Snæfell náði að minnka muninn í þrjú stig áður en flautað var til leiksloka en nær komst liðið ekki. Lokatölur í Stykkishólmi urðu 76-79, Haukum í vil. Kristen McCarthy var atkvævða- mest í liði Snæfells með 33 stig og 18 fráköst. Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði ellefu stig og tók fimm frá- köst og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði ellefu stig sömuleiðis. Atkvæðamest í liði Hauka var Whitney Michelle Frazier með 28 stig, 19 fráköst og sjö stoðsending- ar. Næst henni kom Dýrfinna Arn- ardóttir með 25 stig og fimm frá- köst. Snæfell hefur tólf stig í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinn- ar. Liðið er tveimur stigum á eftir Skallagrími í sætinu fyrir ofan en hefur leikið einum leik fleira. Næsti leikur Snæfells er útileikur gegn botnliði Njarðvíkur, sem er enn án stiga í deildinni. Sá leikur fer fram þriðjudaginn 30. janúar. kgk Snæfellskonur töpuðu eftir framlengingu Andrea Björt Ólafsdóttir sækir að körfu Hauka. Ljósm. sá. Skallagrímur og Snæfell mætt- ust í Vesturlandsslag í Dom- ino‘s deild kvenna á fimmtudags- kvöld. Leikurinn fór fram í Borg- arnesi og var fyrsti leikur Skalla- gríms undir stjórn nýs þjálfara, Ara Gunnarssonar. Leikurinn var jafn- framt fyrsti leikur Sigrúnar Sjafn- ar Ámundadóttur síðan hún fór úr axlarlið í lok nóvember. Hvað varð- ar gang leiksins þá hafði Snæfell undirtökin meira og minna allan tímann, náði að halda Skallagrími í skefjum og sigraði að lokum með 81 stigi gegn 72. Snæfellskonur voru öflugar í upp- hafi leiks og mun sterkari í fyrsta leikhluta. Þær leiddu með sjö stig- um eftir fimm mínútna leik, 9-16 og tóku síðan góðan sprett til að ljúka fjórðungnum. Þær leiddu 11-28 eftir fyrsta leikhluta. Skallagríms- konur komu sér aftur inn í leikinn í öðrum fjórðungi. Þær minnkuðu forskotið niður í ellefu stig áður en Snæfellsliðið tók við sér. En hægt og sígandi saxaði Skallagrímur hvert stigið á fætur öðru af forystu Snæfells. Þegar hálfleiksflautan gall munaði aðeins fjórum stigum á lið- unum, 33-37 og Skallagrímskonur búnar að galopna leikinn. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta. Skallagrímskonur gerðu nokkrar atlögur að foryst- unni en Snæfellsliðið hélt þeim í skefjum og leiddi með átta stigum fyrir loka fjórðunginn, 48-56. Svip- að var uppi á teningnum í fjórða leikhluta. Snæfell hélt fast um for- ystuna og Skallagrími tókst ekki að gera atlögu að sigrinum undir lok- in. Lokatölur urðu 72-81, Snæfelli í vil. Carmen Tyson-Thomas var í al- gjörum sérflokki í liði Skallagríms. Hún skoraði 39 stig og reif niður 15 fráköst. Næst henni kom Jó- hanna Björk Sveinsdóttir með átta stig og tíu fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sex stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar í endurkomu sinni. Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 37 stig tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 17 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir 15 stig. kgk Snæfell hafði undirtökin í Vesturlandsslag gegn Skallagrími í Borgarnesi. Ljósm. Skallagrímur. Snæfell stjórnaði ferðinni gegn Skallagrími

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.