Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201812 Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku veitti Viðskiptablað- ið 850 fyrirtækjum hér á landi við- urkenningar fyrir traustan rekstur og góða eiginfjárstöðu rekstrarárið 2016. Af þessum fyrirtækjum voru 33 hér á Vesturlandi og var listi yfir þau birtur í síðasta Skessuhorni. En nú háttar svo til að tvö fyrirtæki eru að taka saman sambærilegan lista sem byggir á svipuðum forsendum úr ársreikningum. Líkt og undan- farin ári veitti Creditinfo framúr- skarandi fyrirtækjum viðurkenn- ingar í síðustu viku fyrir rekstrarár- ið 2016. Á lista Creditinfo voru hins vegar 44 fyrirtæki á Vesturlandi sem fengu viðurkenningar eftir grein- ingu á rekstri og efnahag. Á landsvísu hlaut Hampiðjunni sérstök verðlaun fyrir nýsköpun og N1 verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð. Það sem einkennir fyrirtæki á lista Creditinfo er að þau sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að hafa jákvæð áhrif á efnahag og samfélagið. Fjöldi fyrirtækja á listanum hefur aukist ár frá ári. Á síðastliðnu ári komust 629 fyrirtæki á listann en nú í ár voru þau 868 talsins, eða 2,2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. 239 ný fyrirtæki bættust á listann í ár mið- að við 112 á síðasta ári. Samherji hf. trónir efst á lista stórra fyrirtækja, Eignarhaldsfélagið Randver ehf. er efst meðalstórra fyrirtækja og fast- eignasalan Eignamiðlun ehf. efst á lista yfir lítil fyrirtæki. Fram kemur að dregið hefur tals- vert úr vanskilum félaga undanfarin ár. Einungis 1,6% stórra fyrirtækja eru með vanskil, 4,1% meðalstórra og 9,7% lítilla fyrirtækja. Meðal- talsarðsemi eiginfjár stórra fyrir- tækja á listanum var 14,7% miðað við 10% hjá öllum félögum, með- aleiginfjárhlutfall var 50%, meðal- eignir voru 12 milljarðar króna og vegið meðaltal rekstrarhagnaðar var einn milljarður króna í samanburði við 745 milljóna króna meðalrekstr- arhagnað hjá öllum fyrirtækjum. Meðalstór fyrirtæki voru að með- altali með 26% arðsemi eiginfjár, meðaleiginfjárhlutfallið var 58% og eignir voru að meðaltali 464 millj- ónir króna. Lítil fyrirtæki voru að meðaltali með 61% eiginfjárhlut- fall, 27% arðsemi eiginfjár og eign- ir upp á 139 milljónir króna. Þau félög sem fá viðurkenn- ingu Creditinfo sem Framúrskar- andi fyrirtæki þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Félögin þurfa að hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára. Enn fremur þurfa félögin að vera í einum að þremur bestu lánshæfis- flokkunum skv. lánshæfismati Cre- ditinfo og félögin þurfa að hafa sýnt fram á rekstrarhagnað síðustu þrjú ár. jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að hafa verið 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð auk þess sem eignir þurfa að hafa verið 90 milljónir eða meira á síðasta rekstr- arári og a.m.k. 80 milljónir árin tvö þar á undan. Fyrirtækin á Vesturlandi sem hlutu viðurkenningar Creditinfo (númer í röð á landsvísu): Nr. 50 KG Fiskverkun ehf, Melnes 1 Hellissandi Nr. 65 Spölur ehf., Kirkjubraut 28 Akranesi Nr. 120 Sementsverksmiðj- an ehf., Mánabraut 20 Akranesi Nr. 129 Skaginn hf., Bakkat- úni 26 Akranesi Nr. 193 Vignir G. jónsson ehf., Smiðjuvöllum 4 Akranesi Nr. 220 Borgarverk ehf., Sólbakka 17-19 Borgarnesi Nr. 246 Sæfell hf., Hafnar- götu 9 Stykkishólmi Nr. 258 Bjarmar ehf, Hólmaflöt 2 Akranesi Nr. 286 Steinunn hf, Póst- hólf 08 Ólafsvík Nr. 312 Kristinn j Friðþjófs- son ehf, Háarifi 5 Rifi Nr. 318 útnes ehf., Háarifi 25 Rifi Nr. 331 Norðanfiskur ehf., Vesturgötu 5 Akranesi Nr. 350 Þorgeir & Ellert hf., Bakkatúni 26 Akranesi Nr. 352 Akraberg ehf., Hlynskógum 9 Akranesi Nr. 378 Skarðsvík ehf., Helluhóli 1 Hellissandi Nr. 381 Melnes ehf., Háarifi 7 Rifi Nr. 391 Nesver ehf., Háarifi 19 Rifi Nr. 409 jens Valgeir ehf, Hafnarbakka 1 Hellissandi Nr. 422 Esjar ehf., Hraunási 13 Hellissandi Nr. 452 Sandbrún ehf, Háa- rifi 17a Rifi Nr. 488 Límtré Vírnet ehf., Borgarbraut 74 Borgarnesi Nr. 493 ú t g e r ð a r f é l a g - ið Dvergur hf, Grundarbraut 26 Ólafsvík Nr. 536 Litlalón ehf, Skip- holti 8 Ólafsvík Nr. 539 Straumnes ehf. raf- verktakar, Krókatúni 22-24 Akra- nesi Nr. 554 Sverrisútgerðin ehf, Túnbrekku 16 Ólafsvík Nr. 565 Runólfur Hallfreðs- son ehf, Tindaflöt 6 Akranesi Nr. 569 Sorpurðun Vestur- lands hf., Bjarnarbraut 8 Borgar- nesi Nr. 580 Verslunin Kassinn ehf, Brautarholti 17 Ólafsvík Nr. 590 útgerðar f é l ag ið Guðmundur ehf, Brautarholti 18, Ólafsvík Nr. 605 S k a g a v e r k e h f Skarðsbraut 11, Akranesi Nr. 631 Hótel Borgarnes hf., Egilsgötu 16 Borgarnesi Nr. 648 Nónvarða ehf, Bárðarási 6, Hellissandi Nr. 652 Meitill - GT Tækni ehf., Grundartanga Hvalfjarðar- sveit Nr. 666 Kaupfélag Borgfirð- inga ( svf ), Egilsholti 1 Borgarnesi Nr. 674 Klafi ehf. Grundar- tanga Nr. 684 Eðalfiskur ehf., Vall- arási 7-9 Borgarnesi Nr. 729 Trésmiðjan Akur ehf., Smiðjuvöllum 9 Akranesi Nr. 770 Ingibjörg ehf., Grundarbraut 22 Ólafsvík Nr. 787 Eiður Ólafsson ehf., Eikarskógum 10 Akranesi Nr. 798 H ó p f e r ð a b í l a r Reynis jóhannssonar ehf, jörund- arholti 39 Akranesi Nr. 835 Þórishólmi ehf., Hamraendum 5 Stykkishólmi. mm Alls 44 fyrirtæki á Vesturlandi eru til fyrirmyndar öðrum KG Fiskverkun í Rifi trónir á toppi vestlenskra fyrirtækja á lista Creditinfo. Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gos- beltisins verða tilnefnd á heims- minjaskrá UNESCO en Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, umhverf- is- og auðlindaráðherra og Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, undirrituðu á sunnu- daginn tilnefninguna fyrir hönd ís- lenska ríkisins. Athöfn sú fór fram við Hoffellsjökul. Umsóknin verð- ur í dag afhent heimsminjaskrifstofu UNESCO í París. Í tilnefningunni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reit- inn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heims- vísu. Á heimsminjaskrá UNESCO eru staðir sem teljast hafa gildi ekki einvörðungu fyrir viðkomandi land heldur fyrir allt mannkyn. Mikil ásókn er frá ríkjum heims að fá staði á heimsminjaskránna og eru sett ströng skilyrði af hálfu heims- minjanefndar áður en samþykki er veitt. Vonast er til að ákvörðun af hálfu heimsminjanefndar UNESCO liggi fyrir um mitt næsta ár. Ísland á þegar tvo staði á heimsminjaskránni, Þingvelli (2004) og Surtsey (2008). Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að friðlýst svæði séu mörg hver segull fyrir ferðamenn á sama tíma og þau tryggja vernd náttúrunnar. „Til- nefning Vatnajökulsþjóðgarðs er lóð á þessa vogarskál og afar ánægjulegt skref. Rannsóknir hérlendis sýna að þjóðgarðar skila okkur raunveruleg- um efnahagslegum ávinningi bæði fyrir Ísland í heild og í heimabyggð. Náttúruverndin er óumdeilanlega ein grunnundirstaða ferðaþjónust- unnar. Í þessu samhengi má nefna að stofnun miðhálendisþjóðgarðs er næsta stóra verkefnið okkar,“ segir Guðmundur Ingi. mm Vatnajökulsþjóðgarður gæti haft gildi fyrir allt mannkyn Undirritunin að væntanlegri umsókn fór fram við Hoffellsjökul.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.