Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 31.01.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 31. jANúAR 201820 Það er orðin hefð fyrir því hjá Grundarfjarðarbæ að í janúar er nýjustu íbúum bæjarfélagsins fagnað og þeim færðar gjafir. Árið 2017 fæddust tíu börn í Grund- arfirði og nýverið fór athöfn fram þar sem foreldrar mættu með börn sín. Það eru Leikskól- inn Sólvellir, Grundarfjarðar- kirkja, Heilbrigðisstofnun Vest- urlands ásamt Grundarfjarðarbæ sem standa í sameiningu að gjöf- unum en þar er margt nytsamlegt að finna fyrir þessa nýjustu íbúa bæjarins sem boðnir eru hjartan- lega velkomnir. tfk Grundarfjarðarbær færir nýjum Grundfirðingum gjafir Þónokkuð var um forföll þegar hópurinn kom saman. Sigríður Hjálmarsdóttir og Þorsteinn Steinsson sáu um að útdeila gjöfunum en hérna er Agatino Farinato að veita gjöfinni viðtöku ásamt barni sínu. Systkinin Helgi Eyleifur og Halldóra Lóa Þorvaldsbörn frá Brekkukoti í Reykholtsdal stofn- uðu Laufeyju ísgerð síðastliðinn vetur. Í sumar var unnið að því að koma upp vinnslurými í hluta úti- húsanna og sala á ísnum hófst síð- an í desembermánuði. „Á jóla- markaði í Nesi í Reykholtsdal, sem haldinn var 9. desember, þá seld- um við Laufeyjarísinn í fyrsta sinn. Þar vorum við með sérstakan há- tíðarís og seldum mjög vel, nánast allan lagerinn okkar,“ segir Helgi, en Skessuhorn hitti hann að máli í síðustu viku. Almenn sala á ísn- um hófst í Hönnubúð í Reykholti skömmu eftir að ísinn var fyrst kynntur á jólamarkaðnum. Þá hef- ur hann einnig verið á matseðli Krauma við Deildartunguhver. Helgi segir viðtökurnar aðeins hafa verið á einn veg. „Við höf- um fengið rosalega góð viðbrögð og það hefur gengið ótrúlega vel að selja ísinn, miklu betur en við þorðum að vona,“ segir hann enda er slíkt ekki sjálfsagt mál. „Þegar ný vara kemur á markað, sérstak- lega í svona litlu samfélagi, er sal- an oft mjög góð fyrstu vikurnar á meðan allir eru að prófa en dreg- ur síðan úr henni. En það hefur ekki gerst. Salan á ísnum er ekk- ert minni í janúar en hún var í des- ember. Við erum hæstánægð með það,“ segir hann. „Síðan eigum við von á því að sumarið verði góður tími og bíðum þess með eftirvænt- ingu,“ bætir Helgi við. Fimmta kynslóðin í Brekkukoti Ísgerðin fær nafn sitt frá ömmu þeirra systkina, Laufeyju Hann- esdóttur í Brekkukoti. „Nafnið er óður til ömmu okkar og vinnu- þrældóms kvenna til sveita í gegn- um aldirnar,“ segir Helgi, „og ætl- un okkar er að fjölskyldusagan leiki hlutverk í markaðssetningu á ísnum,“ bætir hann við. „Þegar forfeður okkar keyptu þessa jörð á sínum tíma þá var þetta bara lít- ið kotbýli, eins og nafnið gefur til kynna. Amma og afi hófu mikið jarðabótastarf á sinni búskapar- tíð og mamma og pabbi héldu því áfram eftir að þau tóku við,“ segir Helgi. Systkinin eru fimmta kyn- slóð ábúenda á Brekkukoti og all- ar eiga þær sinn þátt í því að gera Brekkukot að því myndarbúi sem það er í dag. „Mamma og pabbi hafa alltaf lagt áherslu á góða um- gengni og að framleiða framúr- skarandi mjólk. Þau hafa feng- ið landgræðsluverðlaun, verðlaun fyrir úrvalsmjólk, umhverfisverð- laun Borgarbyggðar tvisvar sinn- um og nú síðast viðurkenninguna Fyrirmyndarbú. En mér fannst alltaf súrt að sama hvað mjólkin þeirra var góð og vel að öllu staðið þá fengu þau bara sama verð fyr- ir mjólkina og allir aðrir. Það er bara eitt ríkisverð og að mínu mati ekki nægileg umbun til þeirra sem vanda til verka,“ segir Helgi. „Að hefja ísframleiðslu er tilraun mín og Halldóru til að auka verðmæta- sköpun úr þessari hágæða vöru sem mjólkin hérna er,“ segir hann. „Fyrst og síðast þarf varan að vera góð“ Laufeyjarísinn er „ítalskur“ gelato, gerður úr mjólkinni í Brekkukoti og bragðtegundirnar eru þrjár; hvítt súkkulaði, jarðarberja- og basilíkuís úr hráefnum frá Sól- byrgi og ís með piparlakkrískurli. „Okkar prinsipp er að nota aðeins hágæða hráefni í vöruna og fram- leiða við aðstæður sem eru eins og best verður á kosið. Til þess keyptum við hágæða ítalskar vél- ar og vinnum allt sjálf frá grunni,“ segir Helgi. Umbúðirnar eru endurvinnan- legar og hönnun þeirra var í hönd- um Löru Becker og james Einars Becker á Bifröst. „Umbúðirnar eru listaverk út af fyrir sig. Lara er myndlistarkona og málaði mynd- ina sem er utan á ísboxunum. jam- es er grafískur hönnuður og hann- aði lógóið, en leturgerðin í því er handskriftin hennar mömmu. Þau eru mjög hæfileikarík og samstarf- ið við þau hefði ekki getað verið betra. Við erum mjög ánægð með útkomuna,“ segir Helgi og hvetur fólk til að kynna sér þeirra hönn- un á heimasíðu þeirra, hrafnart. com. „Fallegar umbúðir og fjöl- skyldusagan eru auðvitað allt lið- ur í markaðssetningu vörunnar. En fyrst og síðast þarf varan að vera góð. Ef ísinn er ekki góður á bragðið skiptir ekkert annað máli. Þess vegna leggjum við áherslu á góðan ís úr hágæða hráefni,“ segir Helgi. Fleiri sölustaðir bætast við Ísinn hefur sem fyrr segir verið fáanlegur í Hönnubúð og á mat- seðli Krauma undanfarna mán- uði. Á föstudag bættust síðan fleiri sölustaðir við. „Ísinn verður fá- anlegur á Hraunfossum, í Geira- bakaríi í Borgarnesi og í Mela- búðinni í Reykjavík. Við erum mjög ánægð að vera komin á þessa staði. Þreifingar hafa verið uppi um sölu á ísnum á örfáum stöð- um til viðbótar. Það væri frábært að ná inn nokkrum í viðbót,“ seg- ir Helgi. „Við ætlum okkur stærri hluti í framtíðinni. Stefnan er að ráða hingað tvo starfsmenn með tíð og tíma. En eins og staðan er í dag þá vinnum við þetta skref fyr- ir skref, enda að mörgu að hyggja og við viljum vanda til verka,“ seg- ir hann ánægður. „Okkur er búið að langa að prófa þetta í tvö ár og það var ekkert annað að gera en að slá til. Við erum ævinlega þakklát mömmu og pabba fyrir að veita okkur tækifæri til þess,“ seg- ir Helgi Eyleifur Þorvaldsson að endingu. kgk Sala á Laufeyjarísnum hófst í desember „Höfum fengið rosalega góð viðbrögð“ Helgi Eyleifur Þorvaldsson með eina dós af Laufeyjarísnum í vinnslurýminu í Brekkukoti. Helgi býður upp á smakk af ísnum, blaðamanni til mikillar ánægju. Systkinin Helgi Eyleifur og Halldóra Lóa frá Brekkukoti. Ljósm. mm. „Umbúðirnar eru listaverk út af fyrir sig,“ segir Helgi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.