Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 21. árg. 7. febrúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Grettissaga Einars Kárasonar laugardagur 3. mars kl. 20:00 laugardagur 10. mars kl. 20:00 sunnudagur 11. mars kl. 16:00 Auður djúpúðga Uppselt í febrúar Næstu sýningar í mars fimmtudagur 1. mars kl. 17:00 sunnudagur 4. mars kl. 16:00 laugardagur 17. mars kl. 20:00 laugardagur 31. mars kl. 20:00 sjá nánar á landnam.is Miðpantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 Frumsýning föstudaginn 2. mars kl. 20:00 Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Þessa friðsælu vetrarmynd tók Friederike Roolf í Borgarnesi þegar vetur var nákvæmlega hálfnaður samkvæmt fornu tímatali, á kyndilmessu. Bekkur þessi er fyrir gesti sem rölta meðfram Brákarsundi og vilja tylla sér niður, njóta náttúrunnar og nálægðarinnar við sjóinn. Fjær til hægri er Brákarey og brúin út í hana en Hafnarfjallið vakir yfir byggðinni. Breytingar framundan í safnamálum Vinnuhópur sem sveitar- stjórn Borgar- byggðar skip- aði á síðasta ári til að vinna tillögur um framtíðarskipan safnamála í Borg- arbyggð hefur skilað skýrslu til byggðarráðs og verður hún form- lega kynnt sveitarstjórn á morgun. Tillögur hópsins eru einkum þrí- skiptar og fela í rauninni í sér nýja hugsun í safnamálum í Borgar- byggð, miðlun og varðveislu. Til- lögurnar snúa að Hjálmakletti sér- staklega, að stofnað verði varð- veislusetur fyrir landshlutann og loks um sýningarhald. Horft er til Hjálmakletts sem framtíðar menn- ingarhúss í sveitarfélaginu og efl- ingar þess. Leggur starfshópurinn til að leitað verði leiða til að auka nýtingu hússins, bjóða upp á fjöl- breyttari starfsemi en nú er og gefa fleirum möguleika á að njóta þeirr- ar aðstöðu sem húsið hefur upp á að bjóða. Sjá nánar bls. 10. Draugr á Kalastöðum Á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit hefur verið stofnað Draugr Brugg- hús. Að brugginu standa þrír fé- lagar sem hófu bjórbruggun sem áhugamál og var markmiðið í fyrstu að hver lögun dygði þar til sú næsta yrði tilbúin. Enn er verk- efnið fyrst og fremst til gamans gert og flokkað sem áhugamál þeirra, en viðtökurnar hafa engu að síður verið með þeim hætti að stöðugt verða keröldin stærri og framleiðslan meiri hverju sinni. Þeir hafa nú sent frá sér tvær teg- undir af bjór og nýrrar tegund- ar er að vænta. Byrjað er að selja bjórinn Axlar-Björn og hins veg- ar Djáknann. Þeir segjast ætla að halda sig við draugasögurnar og þjóðsögurnar í nafngiftinni á bjórnum, enda af nógu að taka. Sjá nánar bls. 20-21. Reyna að styðja við nýbyggingar Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða vegna langrar stöðnunar í húsnæðis- uppbyggingu á landsbyggðinni. Í húsnæðiskafla sáttmála núver- andi ríkisstjórnar segir; „öruggt húsnæði, óháð efnahag og bú- setu, er ein af grundvallarforsend- um öflugs samfélags“. Íbúðalána- sjóður skoðar nú þær leiðir sem eru færar til að bregðast við skorti á nýbyggingum á landsbyggð- inni. Meðal þess sem er til skoð- unar er að taka upp sömu úrræði hér á landi og eru til staðar fyrir framkvæmdaaðila á strjálbýlum svæðum í nágrannalöndum okk- ar varðandi fjármögnun bygg- inga. Lögð verður áherslu á að vinnan skili árangri sem fyrst og verði í formi raunhæfra tillagna sem félagsmálaráðherra og ríkis- stjórn geti tekið afstöðu til. Sjá nánar bls. 23. Amtsbóka- safnið opnað Nýtt húsnæði Amtsbókasafns- ins í Stykkishólmi var formlega tekið í notkun við hátíðlega at- höfn síðastliðinn föstudag. Fjöl- menni var við opnunina þrátt fyrir að nokkrir gestir hefðu for- fallast vegna veðurs. Eftir að klippt hafði verið á borða og safnið formlega opnað var gest- um boðið upp á veitingar og að skoða sig um safnið. Á meðfylgj- andi mynd má sjá hvar áhuga- samur gestur gluggar í bók- menntir á nýja safninu. Sjá nánar bls. 22.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.