Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Vísitala með eða án húsnæðis Það vakti athygli mína í vikunni að nokkrir þingmenn framsóknarflokks á Alþingi undirbúa nú þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu, þannig að framvegis verði notuð sam- ræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir á manna- máli að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út úr mælingu vísitölu. Það eru nokkur atriði í þessari tillögu sem ég fæ ekki til að smella saman. Í fyrsta lagi er ekki til sá aðili hér á landi sem er nógu óháður til að fjalla hlutlaust um vísitölur og þann grunn sem ákveður verðbólgu hverju sinni. Hér er náttúrlega verið að fjalla um trúarbrögð sem eru að líkindum heitari en deilur kristinna og múslima. Nægir að nefna það stríð sem í uppsiglingu er á vettvangi forystu verkalýðsfélaga því til staðfestingar. Þar takast á sjón- armið ólíkra hópa sem annars vegar styðja krónuna og óbreytta efnahags- stjórn og hins vegar hópur um afnám verðtryggingar og lægri vexti. Í öðru lagi grunar mig að ekki fylgi hugur máli. Ég hef trú á að þessi vinnuhópur sem skila á tillögum til fjármálaráðherra muni að líkindum taka góðan tíma í verkið og skila hugsanlega tillögum sínum eftir þrjú ár, eða skömmu fyr- ir næstu kosningar. Samkvæmt venju verður þá tekið málamyndaþref um gjaldeyrismál, verðtryggingu og vexti, einhver loforð munu falla og svo eft- ir þær kosningar verður skipaður annar starfshópur, og koll af kolli. Þannig vinnur einfaldlega íslensk stjórnsýsla og blaðafulltrúar hennar, hvort sem þeir sitja á Alþingi eða í ríkisstjórn, allir dansa þeir með embættismanna- elítunni. en í þingsályktun nú er lagt til að farið verði í greiningarvinnu þar sem horft verði sérstaklega til þess „hvernig verðbólga er mæld í helstu við- skiptalöndum Íslands, en jafnframt skal meta hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti,“ eins og segir í kynn- ingu þingflokksins. Dáldið er broslegt að skipa þurfi vinnuhóp til að skoða hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum okkar. Líklega gæti meðal Íslendingur komist að því á sirka hálftíma með léttri skoðun á net- inu. Við lestur stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr, með þátt- töku m.a. framsóknarflokks, þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að það stendur ekki til að taka upp annan gjaldmiðil hér á landi og þar af leið- andi verður ekki í boði annað en halda áfram verðtryggingu sem er hin fullkomna trygging peningaeigenda. Því síður held ég að forsendum verð- tryggingar verði breytt. Tillaga þingmanna þessa annars ágæta flokks er því með öllu dæmd til andvana fæðingar og mun ekki leiða til neins annars en skapa dágóðum hópi gæðinga vinnu við nefndasetu næstu mánuði og ár. Loks verð ég að segja að ef mönnum dettur í hug að afnema húsnæðis- þáttinn á þessum tímapunkti úr þeim grunni sem vísitalan er reiknuð út frá, er það ekki í hag almennings í landinu, fasteignaeigenda og skuldara. Það skýri ég á þann veg að síðan fyrir hrun hefur fasteignaverð hér á landi hækkað talsvert umfram aðrar vísitölur og er nú langt yfir byggingakostn- aði. Af þeim sökum eru litlar líkur á að verð fasteigna fari almennt hækk- andi. Því væri afnám fasteignaverðs úr mælingu Hagstofunnar á neysluvísi- tölunni á þessum tímapunkti hið versta mál, því þá myndu skuldarar ekki njóta mögulegs ávinnings þess þegar fasteignaverð tekur að lækka. Vissu- lega hefur húsnæðisliðurinn knúið verðbólguna áfram á liðnum áratug, en nú eru einfaldlega aðrar aðstæður. Hefði þessi tillaga hins vegar komið fram fyrir tíu árum, eða jafnvel fimm, hefði ég hugsanlega verið henni fylgjandi. en alls ekki við þær aðstæður sem ríkja á fasteignamarkaði í dag. Magnús Magnússon. Leiðari Í september og október á síðasta ári fóru fram mælingar á stærð loðnu- stofnsins. Þá fannst kynþroska loðna aðallega á og við landgrunnið við Austur-Grænland. Í þeim leið- angri mældust samtals 945 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Í fram- haldi þeirra mælinga var, í sam- ræmi við gildandi aflareglu, úthlut- að 208 þúsund tonnum en jafn- framt kom fram að ráðgjöfin yrði endurskoðuð í ljósi niðurstaðna veturinn 2018. Þær mælingar hóf- ust um miðjan janúar, samkvæmt frétt frá Hafrannsóknastofnun, og er nú lokið með þátttöku rann- sóknaskipa og uppsjávarveiðiskipa. Í samræmi við fyrrgreinda aflareglu verður heildaraflamark á vetrarver- tíðinni nú 285 þúsund tonn, eða 77 þúsund tonnum meira en ákvarðað var í október síðastliðnum. mm Bæta 77 þúsund tonnum við loðnukvótann Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breyting- ar á gjaldskrám frá árinu 2017 – 2018 fyrir skóladagvistun, hressingu og há- degismat í skólum í fimmtán sveitar- félögum víða um land. Mikill munur reyndist á kostnaði en hæst eru gjöld- in fyrir skóladagvistun ásamt hádeg- ismat og hressingu hjá Garðabæ eða 37.114 kr. en lægst í Vestmannaeyjum eða 24.360 kr. Verðhækkanir sveitar- félaganna fyrir eitt barn í skóladag- vistun með hressingu og hádegismat þetta árið eru á bilinu 1-4,6%. Mesta hækkunin er í Kópavogi, 4,6%, en Reykjavík kemur í humátt á eftir með 4,5% hækkun og Akraneskaupsstað- ur með 4,3% hækkun. Gjöldin hækka ekkert milli ára í Hafnafirði, Reykja- nesbæ og Vestmanneyjum. Mikill munur er á milli sveitar- félaganna á heildarkostnaði við skóladagvist barna þar sem foreldrar eru með börn í frístund, hádegismat og síðdegishressingu. Þannig borgar foreldri í Garðabæ 12.754 krónum meira á mánuði en foreldri í Vest- mannaeyjum en það gerir 127.540 krónur á ári (miðað við 10 mánaða vistun) og er það munur upp á 52%. Seltjarnarnes er með önnur hæstu gjöldin eða 36.297 kr. og Akureyri með þriðju hæstu gjöldin, 35.721 kr. Heildarkostnaður fyrir skóladag- vist og hádegismat hækkar hjá 12 sveitarfélögum af 15 en mesta hækk- unin er í Kópavogi upp á 4,6%, 4,5% í Reykjavík og 4,3% á Akra- nesi. Minnsta hækkunin er á Ísafirði eða 1,2% og 1,3% í Mosfellsbæ en Vestmannaeyjabær, Reykjanesbær og Hafnafjarðarkaupsstaður hækka gjöldin ekkert milli ára. mm Flest sveitarfélög hækka verð fyrir skóladagsvist og mat Nýr kjarasamningur starfsmanna elkem Ísland á Grundartanga tók gildi um síðustu áramót. Starfs- menn hækka í launum um 5,51% auk þess sem þeir fá 120 þúsund króna eingreiðslu vegna breytinga á launatímabili. byrjunarlaun ofn- gæslumanns á þrískiptum vöktum hækka um 30 þúsund krónur og verða frá rúmar 500 þúsund krónur. Ofngæslumaður með tíu ára starfs- reynslu hækkar í launum um sem nemur rúmum 35 þúsund krón- um á mánuði og hefur rétt tæpar 600 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Vinnuskyldan á bakvið þessi laun hjá ofngæslumönnum á þrískipt- um vöktum er 146 vinnustundir á mánuði auk 24 skilatíma á ári til námskeiðahalds. Heildarvinnutími á mánuði með skilatímum er því 148 tímar,“ segir á vef Verkalýðs- félags Akraness. Auk ofangreindra launahækkana munu orlofs- og desemberuppbætur einnig hækka um 5,51% og verða því hvor um sig rúmar 213 þúsund krónur, eða rúmlega 426 þúsund krónur sam- tals á ári. Hækka samkvæmt launavísitölu Launahækkanir starfsmanna Norðuráls taka mið af hækkun- um á launavísitölunni frá des- ember til desember. Liggur fyr- ir að laun starfsmanna fyrirtækis- ins munu hækka um 6,51% frá og með 1. janúar 2018, að því er fram kemur á vef VLfA. byrjunarlaun vaktmanns í kerskála hækka þann- ig um 40 þúsund krónur á mánuði og verða tæpar 610 þúsund krón- ur, fyrir 182 vinnustundir á mán- uði. Laun starfsmanns með tíu ára starfsreynslu hækka um rúmar 45 þúsund krónur og verða rétt rúmar 733 þúsund krónur á mánuði. byrjunarlaun iðnaðarmanna á vöktum hækka um tæpar 50 þúsund krónur á mánuði og iðnaðarmaður með tíu ára starfsreynslu hækkar í launum um tæpar 60 þúsund krón- ur. „Samkvæmt þessu mun iðnað- armaður sem er byrjandi á vöktum vera með í heildarlaun með öllu fyrir 182 vinnustundir rétt um 780 þúsund krónur á mánuði en iðnað- armaður með 10 ára starfsreynslu er með rétt tæpar 950 þúsund krón- ur á mánuði með öllu,“ segir á vef VLfA. Orlofs- og desemberupp- bætur hækka einnig um 6,51% og verða tæplega 215 þúsund krónur hvor, eða rúmlega 429 þúsund sam- tals á ári hverju. kgk Starfsfólk stóriðjuvera hækkar í launum Glaðbeittir starfsmenn álvers Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.