Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201816 „Það er búið að vera frekar rólegt í netunum og nú bíðum við bara eftir því að vertíðin byrji. Það er ómögu- legt að spá nákvæmlega fyrir um hvenær hún hefst en yfirleitt er það á tímabilinu febrúar til mars,“ segir eggert Halldórsson, framkvæmda- stjóri Þórsness í Stykkishólmi, í samtali við Skessuhorn á föstu- dag. „báturinn er kominn í helg- arfrí, það er að segja Þórsnesið, en einnig gerum við út beitningavéla- bátinn bíldsey SH 65 sem er á línu- veiðum þessa dagana. bíldseyin er í eigu félags sem heitir Sæfell hf. Það félag eigum við ásamt systkinun- um Gunnlaugi, Halldóri, Helga og Önnu Árnabörnum,“ segir hann. Ásamt því að gera út bíldsey hef- ur Sæfell hf staðið fyrir byggingu leiguíbúða í Stykkishólmi undanfar- in misseri. Um er að ræða tvö fjög- urra íbúða hús við Neskinn 3 og 5. „fyrra húsið er tilbúið og bygging þess síðara í fullum gangi. Við fáum það afhent 1. maí,“ segir eggert. „Þessu verkefni hefur verið mjög vel tekið enda vantar húsnæði hér í Stykkishólmi. flutt var inn í fyrra húsið um leið og það var tilbúið, þannig að viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð,“ segir hann. „Það eina góða við ástandið á húsnæðismark- aðnum í Reykjavík er að unga fólkið kemur aftur heim að loknu námi.“ Einn stærsti vinnustaður Stykkishólms Á síðasta ári festi Þórsnes kaup á nýjum línu- og netabáti, Þórsnesi SH 109. báturinn var smíðaður árið 1996, er 43 metra langur og 10,5 metra breiður. „Þetta var stór fjár- festing en nauðsynleg. Gamli bátur- inn var orðinn lúinn og var seldur í brotajárn. Nýja Þórsnesið er flottur bátur og hefur reynst ágætlega síð- an við fengum hann frá Noregi í fyrra. Menn eru alltaf að læra betur og betur á hann. Auðvitað er alltaf eitthvað sem menn þurfa að venjast en heilt yfir hefur gengið mjög vel með hann,“ segir eggert. Um þessar mundir er Þórsnesið á þorskanetum en með vorinu verður farið að róa á grálúðu norðan við land. „Þannig verður útgerðin út ágústmánuð eða svo,“ segir eggert. Í áhöfn Þórsness SH eru 13-16 manns en starfsmenn fyrirtækisins eru um 50 talsins þegar allt er talið. fyrirtækið er því með stærri vinnu- stöðum í Hólminum. Auk áhafnar Þórsnessins eru fjórir á bíldseynni og um 30 í fiskvinnslunni í landi. Í vinnslunni eru unnin milli fjögur og fimm þúsund tonn af þorski, ufsa og löngu á ári. Hár flutningskostnaður Aðspurður segir eggert rekstrar- umhverfi fiskvinnslu í Stykkishólmi ágætt, en kveðst þó stundum öfunda fyrirtæki sem eru nær útflutnings- höfninni í Reykjavík. „Það er býsna hár flutningskostnaður hjá okkur. Af þeim fjögur til fimm þúsund tonn- um sem við vinnum á hverju ári þá þarf að keyra milli 80 og 90% af hráefninu sem við vinnum til okk- ar og svo þarf náttúrulega að keyra allar afurðir til Reykjavíkur til út- flutnings,“ segir eggert og rifj- ar upp svokallaðan flutningsjöfn- unarstyrk byggðastofnunar. Hann stendur fyrirtækjum til boða sem þurfa að flytja vöru að lágmarki 245 kílómetra frá framleiðslustað til að koma henni á innanlandsmarkað eða til útflutnings. „Við erum aðeins of nálægt Reykjavík til að eiga kost á þessum styrk,“ segir eggert og snýr sér að tölvunni. Hann opnar innra kerfi fyrirtækisins og flettir upp töl- um. „Árið 2017 var flutningskostn- aður fyrirtækisins 51 milljón,“ segir hann. „Það er hellings peningur það en eitthvað sem við þurfum bara að lifa með nema byggðastofnun lækki viðmiðið varðandi flutningsjöfn- unarstyrkinn,“ bætir hann við. „en svona er þetta bara, við verðum að hugsa vel um hverja einastu krónu og vera vakandi yfir öllu.“ Stjórnmálamenn erfiðir Hvað framtíðina varðar kveðst egg- ert heilt yfir vera nokkuð bjart- sýnn. „Ég er bara nokkuð bjart- sýnn á framtíðina ef við fáum bara að vera í friði. Það eru nefnilega ekki markaðirnir, náttúran eða fiskurinn sjálfur sem eru stærsta ógnin við útgerðarfyrirtæki, held- ur stjórnmálamenn,“ segir hann. Það er alltaf öllu hleypt upp í loft á fjögurra ára fresti, búin til óvissa og alið á óánægju,“ bætir hann við. „Sem dæmi var fyrir ekki löngu síðan komin sátt um veiðigjaldið. Það er endalaust hægt að rífast um upphæðir, en sjávarútvegsfyrirtæki og ríkið höfðu náð lendingu um gjald. en þá fóru stjórnmálamenn- irnir að rífast um fyrirkomulagið. Tala um uppboðsleið sem er nátt- úrulega algjör þvæla. Þeir ala á og kynda undir óánægju almennings í garð sjávarútvegsins, af því þeir eru að reyna að fá einhverja hópa til að kjósa sig í kosningum,“ seg- ir hann. „Þetta er hvimleitt en við getum lítið gert við þessu. Við ein- beitum okkur bara að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ segir eggert Halldórsson að endingu. kgk „Verðum að hugsa vel um hverja einustu krónu“ - segir Eggert Halldórsson, framkvæmdastjóri Þórsness í Stykkishólmi Eggert Halldórsson, framkvæmdastjóri Þórsness. Þorskar á leið í hausarann. Tekið á móti hreinsuðum og flöttum þorskinum. Sigfús Magnússon verkstjóri með vænan saltfisk. Glaðbeittir starfsmenn í netum. Fyrirtækið festi kaup á nýju Þórsnesi SH síðastliðið sumar. Hér liggur skipið bundið við bryggju í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.