Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201822 Það var hátíðleg stund í Stykkis- hólmi á föstudaginn þegar nýtt hús- næði Amtsbókasafnsins var tek- ið í notkun með formlegum hætti. Hófst þar með nýjasti kaflinn í sögu safnsins, sem stofnað var árið 1847 og hét þá „Íslands vesturamts al- menna bókasafn.“ Vont veður var víða um land á föstudaginn, bálhvasst og hált á veg- um víða á Snæfellsnesi. bar dagskrá hátíðarinnar eilítið merki þess, því nokkrir gestir forfölluðust sökum veðurs. Til dæmis stóð til að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, iðnaðar og nýsköp- unar, myndi opna safnið. Hún var hins vegar veðurteppt á Grænlandi og gat því ekki verið viðstödd. Sturla böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, rifjaði því upp gamla takta frá ráðherradögum sínum, tók sér skæri í hönd og klippti á borðann. Því næst tók Nanna Guðmunds- dóttir, forstöðumaður safnsins, við lyklunum að húsinu úr hendi Sæv- ars Harðarsonar, framkvæmdastjóra Skipavíkur, sem byggði húsið. Í ávörpum á hátíðinni voru þeim öllum sem komu að framkvæmdum færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Sérstaklega þakkaði Sturla í sínu ávarpi starfsmönnum Skipavíkur fyrir frábært samstarf. Nanna færði Lionsfélögum í Stykkishólmi þakkir fyrir vinnuna við flutning safnkosts- ins frá Hafnargötu 7 í nýja húsnæð- ið við borgarbraut 6a. bæði þau og aðrir ræðumenn lýstu ánægju sinni með nýjan húsakost Amtsbókasafns- ins í Stykkishólmi. Að hátíðardagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í sýningarsal ljósmyndasafnsins. Gestir ræddu saman, glugguðu í bækur eða skoð- uðu gamlar ljósmyndir úr Stykk- ishólmi og sýningu Sumarliða Ás- geirssonar ljósmyndara. ekki var annað að merkja en að almenn ánægja ríkti með opnunarhátíðina og nýtt húsnæði bókasafnsins. kgk Amtsbókasafnið í Stykkishólmi opnað við hátíðlega athöfn Klippt á borðann. F.v. Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar, Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður Amtsbókasafnsins, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir skóla- stjóri Grunnskólans í Stykkishólmi og Sævar Harðarson framkvæmdastjóri Skipavíkur. Ljósm. sá. Sjaldan hefur verið jafn vel við hæfi að glugga í bók. Ljósm. kgk. Fjölmenni var við hátíðina þrátt fyrir að nokkrir gestir hafi ekki séð sér fært að mæta sökum veðurs. Ljósm. sá. Sturla sagði í ræðu sinni stuttlega frá sögu Amtsbókasafnsins og fór yfir að- dragandann að byggingu nýja húsnæðisins, meðal annars. Ljósm. kgk. Gestir hlíða á erindi opnunarhátíðarinnar. Ljósm. kgk. Stúlknakórinn söng Þorraþrælinn og Á íslensku má alltaf finna svar. Ljósm. sá. Gestir virða fyrir sér gamlar myndir úr Stykkishólmi sem voru til sýnis í sal ljós- myndasafnsins. Ljósm. sá. Að formlegri dagskrá lokinni var boðið upp á veitingar í sýningarsal ljósmynda- safnsins. Ljósm. sá. Hljómsveitin Ventill, sem skipuð er nemendum Tónlistarskólans í Stykkishólmi, hóf dagskrána á flutningi tveggja íslenskra dægurlaga. Ljósm. kgk. Sævar afhendir Nönnu formlega lyklana að Amtsbókasafninu. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.