Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201824 Vesturlandsdeildin í hestaíþrótt- um hefur göngu sína þennan vetur- inn næstkomandi föstudagskvöld, 9. febrúar. Þá fer fyrsta mót vetrarins fram í faxaborg í borgarnesi. Keppt verður í fjórgangi og er von á öllum sterkustu fjörgöngurum Vesturlands til keppni. Húsið verður opnað kl. 19:00 og hefst dagskráin á setningu Vesturlandsdeildarinnar. fyrsti hest- ur mætir í braut kl. 20:00. Vesturlandsdeildin er einstak- lings- og liðakeppni þar sem 34 knapar mynda sjö fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í sex grein- um á fimm kvöldum. Öll keppnis- kvöldin verða í faxaborg í borgar- nesi. Þrír knapar frá hverju liði keppa á hverju kvöldi í einni grein og safna stigum í leiðakeppninni. Auk þess hljóta tíu efstu knapar í hverri grein stig í einstaklingskeppninni. Í lok vetrar verður krýndur Vesturlands- meistari, bæði í einstaklings- og liðakeppninni. kgk búið er að tilkynna hvaða sex fyr- irtæki eða verkefni eru tilnefnd til að hljóta eyrarrósina 2018, en það er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverk- efni utan höfuðborgarsvæðisins. Kvikmyndahátíðin Northern Wave á Snæfellsnesi er í þeim hópi. Að verðlaununum standa í sameiningu byggðastofnun, Air Iceland Con- nect og Listahátíð í Reykjavík. eyr- arrósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjöl- breytni, nýsköpunar og uppbygg- ingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenn- inguna í ár hvaðanæva af landinu. Sjálfri eyrarrósinni fylgir tveggja milljóna króna verðlaunafé en að auki munu tvö verkefnanna hljóta 500 þúsund króna verðlaun. eftir- farandi verkefni eru tilnefnd: Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin Norðanátt- in (Northern Wave) á Snæfellsnesi, ferskir vindar – alþjóðleg listahá- tíð í Garði, LungA skólinn á Seyðis- firði, Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi og Skjaldborg, hátíð íslenskra heim- ildamynda á Patreksfirði. Í umsögn um Northern Wave seg- ir: „Hátíðin fagnaði tíu ára afmæli sínu í fyrra og er eina alþjóðlega stuttmyndahátíðin á Íslandi. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóð- legra stuttmynda, hreyfimynda, víd- eóverka og íslenskra tónlistarmynd- banda, auk annarra viðburða eins og fiskiréttasamkeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika. Auk þess að auðga menningarlífið og kynna svæðið er markmið hátíðarinnar að vera þekkingarsmiðja og vettvangur þar sem fagfólk úr greininni miðl- ar af reynslu sinni til nýrra kyn- slóða kvikmyndagerðafólks. http:// www.northernwavefestival.com/ frá upphafi hefur Dögg Mósesdóttir í Grundarfirði staðið fyrir hátíðinni sem síðast var haldin í frystiklefan- um í Rifi. mm Ísfisktogarinn Sturlaugur H. böðv- arsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir Hb Granda aðfarar- nótt 30. janúar sl. Aflinn var um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa. Þar með lauk farsælum ferli skipsins undir merkjum Hb Granda en ný- smíðin Akurey AK hefur leyst Stur- laug af hólmi. Sturlaugur H. böðvarsson AK var smíðaður hjá skipasmíðastöð Þorgeirs og ellerts árið 1981 fyrir Grundfirðinga og hét þá Sigurfari SH. Togarinn, sem er 58,30 metra langur og mælist 431 brúttórúmlest, kostaði á sínum tíma 37,3 milljónir króna að teknu tilliti til fjármagns- kostnaðar á smíðatímanum. Hann komst síðar í eigu Haraldar böðv- arssonar hf. og fékk þá Sturlaugs- nafnið. eftir sameiningu Granda og Haraldar böðvarssonar í Hb Granda hefur skipið verið gert út undir merkjum félagsins. mm Síðasta veiðiferð Sturlaugs AK Sex verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar Keppni að hefjast í Vesturlandsdeildinni Svipmynd frá keppni í Vesturlandseildinni. Hér er keppt í flugskeiði. Ljósm. úr safni/ iss. Ánægðir gestir á Northern Wave. Í tilefni af degi leikskólans í gær, þriðjudaginn 6. febrúar, var ömmu- og afadagur í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. „Ömmum og öfum var boðið upp á kaffi og kryddbrauð hjá okkur í morgun. Í tengslum við vinnu okkar með stærðfræði gáfu börnin gestum sínum hálsmen með mismunandi form- um, eftir því á hvaða deild börnin eru. Miðteigur notaði ferhyrning, Teigakot hring og Háteigur þríhyrning. Sum- ir voru svo heppnir að eiga börn á fleiri en einni deild og fengu því mörg hálsmen,“ segir Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Við viljum þakka öllum ömmum og öfum og öðrum gestum fyrir frábæra þátt- töku þennan dag,“ bætti hún við. Á meðfylgjandi myndum má sjá gleðina að fá ömmu og afa í heimsókn. arg/ Ljósm. frá Teigaseli Ömmur og afar í heimsókn á degi leikskólans

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.