Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 112 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ Vinningshafi er Rúnar Jónasson, Valþúfu, 371 búðardal. Aðgát Vein Band Kona Kusk Bjálki Fé Ekla Gruna 5 Tölur Hásæti Slíta Tónn Deiga Reim Stert- ur Leit Elska Dvelja 5 ? Sella Féll Veiðir Býli Ferða- langa 1 Þófi Sýl Getur Hagur Natni Vík Átt Ið Umræða Kona Fólk Hífðar- flík Fram- koma Vær Efla Klafi 3 X Jörð 3 Keyra Væta Trjónu Átt Korn 6 Loga Korn Ögn Viðbót Mynni Refsing Næði Ógætin Svertir Fríða Sund Gæði Uml Brellur Haf Sk.st. Tvíhlj. Rödd Efni Temur 2 Aura- sál Tölur Fugl Reyk- háf Vild Yfirlit Orka Hænsni Svell Stórt her- bergi Lækn- ing Samhlj. Flan Súgur Reiðihlj Púka 7 Ról Fisk Sérstök Hvíla Óværa Frá Álít Á fiski Sífellt Hæla Tangi Kvað Rölt Taut Fjall 4 Fall Hlaup Skordýr Skaut 1 0 0 1 2 3 4 5 6 7 F J Ö Ð U R S T A F U R B Ú R A S N I T Á N R Ó R N O F R Ö D D Ö L D U R H Ú S S N A K K D R E G G Á S A S T I L L A A R O G A S T Ö R N L I P R A S U K K R Á Ó G N P I L T A R N A U M S J Ó N A R T A R E L N A A T A R A S K E Y E S S K R A M S Á S I T G A P L Ó E K L A E F I R E U M L A R I L M A Ð Ö N M A U K F A R M U R N Ó N S K R I T E R U G L A A K K A Ð I Ó N Æ R L E G L A I Ð A N Á T T A R E V I S N A R R U S L E R T I Ó F T Á R T R T A L L A R F J A R L Æ G Ð I N G E R I R F J Ö L L I N B L ÁL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Georg Jón Jónsson á Kjörseyri sem nú er nýlát- inn var um árabil fulltrúi Strandamanna á búnaðar- þingum. Á búnaðarþingi 2002 lagði Þórólfur Sveinsson á ferjubakka, stjórnarmaður í Lánasjóði landbúnaðarins, fram skýrslu um málefni sjóðsins. Georg kvittaði eft- irfarandi á blaðið: Móttekið, þetta frá Þórólfi Sveins. Þar er nú ekki gróðinn. Vextirnir hækka. Allt er það eins með andskotans Lánasjóðinn. Georg Jón eða Onni var prýðis hagyrðingur og húmoristi góður. Þegar Húsvíkingar héldu sína álvöku hér um árið þótti Onna þetta nokk- uð mikið tilstand út af ekki meira tilefni og hug- leiddi með sínum hætti: Nú heyrir maður hlakka Húsavíkur lið -og bræðurnir frá Bakka bera inn sólskinið. Það eru sömuleiðis nokkur ár orðin síðan efnt var til einhverrar hagyrðingasamkomu í Loga- landi í borgarfirði á vegum Kvæðamannafélags- ins Iðunnar. Onni hafði verið látinn vita af sam- komunni og jafnvel mælst til að hann léti sjá sig en ekki lét hann verða af því en sendi kveðju sína: Ég ber fremur skorinn skammt af skáldamiði í blóðinu. Ég held ég biðji að heilsa samt hagyrðingastóðinu. Menn hafa stundum rökrætt hvaða árstíð væri fegurst hérlendis en Onni hafði eins og fleiri sínar skoðanir á þeim málum og orti einn fagran haustdag: Í hægviðri ríkir haust yfir landi með heillandi liti á grasi og runnum. Þó gráni í fjöllin fagnar vor andi fegurð þess lands sem vér unnum. Þorsteinn frá Hamri er einnig nýlega látinn og var einn af okkar þekktari skáldum. Þó hann væri mest í hinu óbundna formi var hann einn- ig unnandi ferskeytlunnar og fjölfróður á þeim vettvangi. Það sannreyndi ég nokkrum sinnum þegar ég þurfti að leita mér fróðleiks. Á skóla- árum sínum í Reykholti ortu hann og Jón ein- arsson rímur af Reykhyltingum og eftir Þorstein mun þessi vera um Pálma frá Geirshlíð: Pálmi heitir seigur sveinn sá er knár í mundum, mjög er hann í baki beinn og býsna hreykinn stundum. eitthvað var Þorsteinn í vegavinnu sem ungur maður og eins og gengur ýmsar viðræður sem eiga sér stað í kaffitímum og á kvöldin þegar leg- ið er við í vinnuskúrum. Um einn vinnufélaga sinn kvað hann: Gvendur spyr hvort Guð sé til. Greylund illa þokkuð, sýnir á því engin skil að þeir þekkist nokkuð. 1. febrúar var að minnsta kosti og er kannske enn haldinn sem bindindisdagur í skólum. Árið 1964 orti Rósberg Snædal: Oft til þrautar þjórað var, þar fórst margur slyngur, þú ert fyrsti febrúar flöskuandstæðingur. Svo er Guði og öllum góðum vættum fyrir þakkandi að flestir giftir menn elska nú konuna sína. einstöku maður elskar kannske til viðbótar konu náungans, nú eða kannske vinnukonuna. Hvað veit ég svosem en eftirfarandi staka mun hafa orðið til meðal Vestur-Íslendinga í Kanada en um höfund veit ég ekki: Hann mætti henni á myrkum stað og mælti; „Ert það þú, elskan mín?“ „Ekki er nú svo að það sé það, það er bara konan þín.“ einhver ágætur maður að nafni Watson Kirk- connell snaraði framleiðslunni síðan á ensku: He met her in the murky dark and murmured; „Is that you, my life?“ She answered, „No, you needn’t spark. It’s not your darling, just your wife.“ Verður ekki annað sagt en sá góði maður hafi leyst það starf þokkalega af hendi. Alltaf er gam- an að leika sér með tungumálið og hvað er vísna- gerð svosem annað en leikur að orðum. Hvað sem öðrum tungumálum líður þá mun þessi ætt- uð af síðu baggalúts: Tunguna má teygja að vild, troðenni sem allra víðast. Hún er fögur, hún er snilld - hún er vöðvi, fyrst og síðast. Það hefur ýmsa hent og í ýmsum skilningi væta eitthvað tungubroddinn. Sumir jafnvel meira en blábroddinn og stundum óþarflega rösklega. Um einhvern reglumann í þeim mál- um kvað Þórir baldursson: Við fylliróna leggur lag líka fullur oftast nær. Fullur varstu í fyrradag, fullur komstu heim í gær. Nú slíkar vætingar geta jafnframt haft einhver áhrif á geðslag manna allavega tímabundið og ég veit ekki betur en Jóhann í Miðhúsum hafi ort eftirfarandi um einhvern vafasaman náunga: Lundin hans er fólskufull og framkvæmdir að vonum. Andskotinn er eins og gull hjá upplaginu í honum. Lengi hefur verið smá rígur milli kynjanna og telja bæði sér ýmsa kosti fram yfir hitt. Svava Guðrún Sigurðardóttir kvað til kynsystra sinna og hafði að vísu endurnýtingarstefnuna í huga: Nú er hlátur nývakinn, nú er minn grátur tregur. Kíkið bara á karlmanninn, hvað hann er hlægilegur. Hvað sem öðru líður og hvers kyns sem hold- ið er gæti okkur öllum verið hollt að hugsa um þessa gömlu vísu eftir Steingrím Thorsteins- son: Ein er náttbóls alviss gjöf, þó annarsstaðar bresti. Allir fá að gista í Gröf, sem greiðabær er mesti. Líklega 1962 kom út bók með ljóðum Vestur Skaftfellinga. Reikna með að menn hafi sent inn eitthvað mismikið af kveðskap en hitt er stað- reynd að menn eru mjög misviðkvæmir fyrir birtingu eða ekki birtingu á kveðskap sínum. benedikt einarsson frá Suður Hvammi í Mýrdal lét þessa skilagrein fylgja sinni sendingu: Til að skálda þrýtur þrek, þó að fæðist staka. En þessi fáu fúasprek frjálst er þér að taka. Nokkur dæmi eru þess að ort hafa verið erfi- ljóð um lifandi menn svona til þess að hafa lík- ið með í ráðum. Í eftirmælarímu um Jón Ingvar eftir bjarka Karlsson segir svo: Stundum orti innbrugðið aldrei hortitt skorti hafði lort með ljúfum klið líkið vort að sporti. Og ætli við ljúkum þessu þá ekki með vísu eft- ir bjarna Jónsson frá tímum handritamálsins: Öll er komin okkur frá andleg menning Dana enda finnst þeim eftirsjá í að missa hana. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Kíkið bara á karlmanninn - hvað hann er hlægilegur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.