Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 29 Borgarbyggð - miðvikudagur 7. febrúar Farsæl efri ár í Borgarfirði. Samráðsfundur um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í málefnum aldraðra. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit kl. 14:00 til 16:00. Dalabyggð - fimmtudagur 8. febrúar Bingó á Silfurtúni. Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi heldur bingó á Silfurtúni í Búðardal kl. 13:30. Borgarbyggð - fimmtudagur 8. febrúar Viskukýrin 2018. Hin árlega spurningakeppni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri kl. 20:00. Nemendur, starfsfólk og heimamenn úr Borgarbyggð munu etja keppni. Spyrill er sem fyrr fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Aðgangseyrir er kr. 800 en frítt fyrir 12 ára og yngri. Akranes - fimmtudagur 8. febrúar Tónleikar Eyþórs Inga á Gamla Kaupfélaginu kl. 21:00. Eyþór Ingi er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Miðasala á midi.is. Borgarbyggð - föstudagur 9. febrúar Félagsvist í Brákarhlíð kl. 20:00. Þriðja kvöldið í fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Spilað í hátíðarsalnum í Brákarhlíð í Borgarnesi. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 10. febrúar Borgarnesblót körfuknattleiksdeildar Skallagríms verður haldið í Hjálmakletti. Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst 20:30. Sjá nánar í frétt í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - þriðjudagur 13. febrúar Samráðsfundur um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í íþróttum og tómstundum. Opinn fundur í Hjálmakletti kl. 20:00. Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið Mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum. Að því loknu verða umræður um skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð. Markmið fundarins er að leita svara við því hvernig staðið verði að fjölbreyttum íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar. Boðið verður upp á veitingar. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. febrúar Flandrasprettur nr. 5. Flandrasprettir eru 5 km keppnishlaup sem Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur fyrir þriðja fimmtudagskvöld í hverjum mánuði frá október og fram í mars, þ.e. sex sinnum á vetri. Hlaupin hafa verið fastur liður í íþróttastarfi Borgfirðinga frá haustinu 2012. Sprettirnir eru fyrir alla, hvort sem þeir geta hlaupið 5 km á 15 mínútum eða 45 mínútum. Nánari upplýsingar á Facebook: „Hlaupahópurinn Flandri.“ Dalabyggð - fimmtudagur 15. febrúar Spurningakeppni eldri borgara í Rauða kross húsinu. Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi boðar til spurningakeppni kl. 13:30. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. febrúar Fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 20:00 til 21:15. Már Jónsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur um Jón Thoroddssen og verk hans. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 3. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3:142 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Eva Sóley Þorkelsdóttir og Kristján Arason, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Ódýr Benz Ódýr Mercedes Benz C180 árgerð 1999. Sjálfskiptur, ekinn rúmlega 330 þús. kílómetra. Nýleg tíma- keðja, spólvörn og topplúga. Lakk nokkuð gott miðað við aldur. Fæst á 250 þúsund krónur. Það er algjört botn verð, ekkert prútt. Upplýsing- ar á asgeir.sumarhus@gmail.com eða í síma 865-7578. VW Caddy Til sölu VW Caddy, árg. 2013. Ekinn 82 þúsund km. Beinskiptur, dísel á vsk númerum. Mjög heillegur bíll. Verð 1.590 þús m.vsk. Uppl. í síma 894-8998. Íbúð í Borgarnesi Til leigu er 64 fermetra íbúð í Borg- arnesi, tvö svefnherbergi. Íbúðin er laus. Leiguverð er 110 þús. krónur á mánuði með hita og rafmagni. Fyrirspurnir og upplýsingar á tret- raust@gmail.com. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR 25. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.684 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Elín Björk Davíðsdóttir og Kári Steinn Reynisson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna Frítt á www.SkeSSuhorn.iS Fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð býður íbúum á opna fundi í febrúar. Sjálfstæðisfélögin munu halda opna íbúafundi á 5 stöðum í febrúar. Tilgangur fundanna er að eiga samtal við íbúa um næsta kjörtímabil. Hvaða áherslur vilja íbúar að unnið verði með? Viljir þú hafa áhrif á það sem gerist í þínu sveitarfélagi bjóðum við þig velkomin/n til samtals við okkur. Fundirnir verða sem hér segir: Skemman á Hvanneyri Mánudaginn 12. febrúar klukkan 20:00-22:00 Þinghamar Þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20:00-22:00 Snorrastofa Miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 20:00-22:00 Félagsbær Fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 20:00-22:00 Lyngbrekka Laugardaginn 17. febrúar klukkan 14:00-16:00 Opnir íbúafundir í Borgarbyggð Sjálfstæðisfélögin í Borgarbyggð SK ES SU H O R N 2 01 8 Íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð Opinn samráðsfundur verður haldinn um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð þriðjudaginn 13. febrúar kl.20:00 í Hjálmakletti Dagskrá: Mikilvægi stefnumótunar í íþróttum og tómstundum Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands Umræður um skipulag íþrótta og tómstunda í Borgarbyggð Markmið samráðsfundarins er að leita svara við því hvernig staðið verði að fjölbreyttum íþróttum og tómstundum fyrir íbúa Borgarbyggðar Boðið verður upp á veitingar Fræðslunefnd Borgarbyggðar Stjórn UMSB SK ES SU H O R N 2 01 8 Samráðsfundur um framtíðarstefnu Borgarbyggðar í íþróttum og tómstundum TIL SÖLU

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.