Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Síða 1

Skessuhorn - 14.02.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 21. árg. 14. febrúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Fylgstu með okkur á Facebook LÆRU M ALL T LÍFIÐ VORÖNN 2018 Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Í þessari viku minnumst við þess að Skessu- horn hefur kom- ið út samfellt í tuttugu ár. Til fróðleiks er rifjað upp brot úr sög- unni í texta og myndum, sögu sem vissulega er samofin lífinu í landshlutanum þessa tvo ára- tugi. Myndir sem birtast eru valdar af handahófi og hafa birst áður, allt frá fyrstu árum útgáfunn- ar og til dagsins í dag. Sjá bls. 15-18. Tuttugu ár að baki Nú á dögunum var stofnaður hópur á fésbókinni sem ber heitið Stelpó í Grundó. Þarna er vettvangur fyrir kvenkyns Grundfirðinga til að hópa sig saman til hvers kyns dægrastytt- ingar og leik í skammdeginu. Það var Elsa Fanney Grétarsdóttir sem stofnaði hópinn en markmiðið er að auðvelda konum að sameinast í skemmtilegum athöfnum. „Nú þegar er búið að stofna prjónahóp og brennóhóp,“ segir Elsa í stuttu spjalli við fréttaritara. „Einnig á þetta að auðvelda nýfluttum konum að komast inn í samfélagið,“ bæt- ir hún við. Framtakinu er vel tekið því nú þegar hefur á þriðja hundrað konur skráð sig í hópinn. tfk Stelpó í Grundó Þær voru kátar við prjónaskapinn þær Unnur Birna Þórhallsdóttir, Kristín Péturs- dóttir, Dagbjört Lína Kristjánsdóttir og Selma Þorkelsdóttir er fréttaritari leit inn til þeirra þar sem þær sátu við prjónaskap á annarri hæð á veitingastaðnum Bjargarsteini. Sjúkrabíll frá Grundarfirði lagði um nónbil á sunnudaginn af stað áleiðis á Akranes með slasaðan sjúkling. Nýlega var búið að ryðja Vatnaleið þegar sjúkrabíllinn lagði á heiðina. Engu að síður var orðið ófært öllum bílum á móts við Straumfjarðarvirkjun og festu sjúkraflutningamenn bílinn. Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru kallaðar út til aðstoðar, drógu bílinn upp og var haldið í Stykkishólm þar sem fólkið hélt til um nóttina. Sjúklingurinn var svo fluttur suður næsta morgun. Að sögn björgunar- sveitarfólks var veður mjög slæmt; blint og mikill snjór á heiðinni, þar sem m.a. snjóruðningsbíll lenti þversum á veginum. Þess má geta að meðan á þessu stóð var ófært beggja vegna við Grundarfjörð, þar var læknislaust og enginn varasjúkrabíll er til taks í bæjarfélaginu. Sem betur fer urðu ekki önnur óhöpp eða veikindi þá sextán tíma sem sjúkrabíllinn var fjarverandi. mm/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.