Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 20182 Nú er þorrinn að renna sitt skeið og fyrsti dagur Góu er á sunnu- daginn. Það er konudagurinn og þann dag hefur myndast sú hefð að karla gleðji konurnar í sínu lífi, ef til vill með blómum eða ein- hverju góðgæti. En það þarf sjálf- sagt ekki að minna ykkur á það karlar?! Á morgun, fimmtudag er spáð norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörð- um en annars verður austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og dá- lítil él, en yfirleitt þurrt á Suð- vestur- og Vesturlandi. Víða frost- laust við ströndina en vægt frost inn til landsins. Á föstudag og laugardag má gera ráð fyrir suð- vestanátt 8-13 m/s og él en hæg- ari vindur og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti verður rétt yfir frostmarki við suður- og vestur- ströndina en annars frost 1-7 stig. Gengur í sunnanátt með snjó- komu og síðar slyddu eða rign- ingu á sunnudaginn, úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður. Á mánudag er gert ráð fyrir sunn- anátt með vætu á Suður- og Vest- urlandi en þurrt á norðaustan- verðu landinu og fremur hlýtt. „Hversu reglulega ferðu á Fa- cebook?“ var spurning vikunnar á vef Skessuhorns. Flestir sögðust fara nokkrum sinnum á dag eða 29% svarenda. 28% sögðust ekki vera með Facebook og 24% svör- uðu að þeir færu oft á dag. 11% svarenda fara nokkrum sinnum í viku á Facebook og 5% kíkja á síðuna á klukkutíma fresti. Fæstir sögðust fara sjaldnar en nokkrum sinnum í viku á Facebook eða 3% svarenda. Í næstu viku er spurt: „Hversu mikið kaffi drekkur þú?“ Guðrún Emilía Daníelsdóttir, eða Gunna Dan eins og flestir kalla hana, var valin Borgnesingur árs- ins og er einnig Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Gunna Dan hefur verið dugleg að leggja sitt af mörkum til heilsueflandi samfélags í Borgarnesi. Hún hefur verið dugleg að hvetja samborg- ara sína áfram í heilsurækt af öllu tagi og er þar góð fyrirmynd. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Reiðhallarnefnd komið á fót H VA L F J / A K R A N E S : Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við Akraneskaupstað og Hesta- mannafélagið Dreyra að skipuð yrði nefnd um bygg- ingu reiðskemmu hesta- mannafélagsins. Hlutverk nefndarinnar verður að skoða uppbyggingu, eignarhald og rekstrarfyrirkomulagi reið- skemmu sem Dreyrafélag- ar vilja byggja á félagssvæði sínu á Æðarodda. Nefnd- in verður skipuð einum full- trúa frá hvoru sveitarfélagi og tveimur fulltrúum hesta- mannafélagsins. bæjarráð Akraness tók vel í erindið á síðasta fundi sínum og fagn- aði áhuga Hvalfjarðarsveit- ar fyrir því að koma að upp- byggingu reiðhallar í Æðar- odda. Var Einar brandsson tilnefndur til að taka sæti í nefndinni fyrir hönd Akra- neskaupstaðar. Stefnt er að því að nefndin taki til starfa hið fyrsta og skili niðurstöð- um eigi síðar en 15. apríl næstkomandi. -kgk Þyrlur í aukn- um mæli í sjúkraflug LANDIÐ: Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að meta hvort ávinningur sé af því að auka aðkomu Landhelg- isgæslu Íslands að sjúkra- flugi. Ráðherra hefur skip- að starfshóp um málið sem ætlað er að skila niðurstöð- um sínum um miðjan mars næstkomandi. Auk þess að meta mögulegan ávinning, faglegan og fjárhagslegan, af aukinni aðkomu Land- helgisgæslunnar að sjúkra- flugi, hvort heldur með þyrl- um eða öðrum flugvélum, er starfshópnum einnig fal- ið að meta aðra mögulega kosti þyrlusjúkraflugs, meðal annars með hliðsjón af þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslu fagráðs um sjúkra- flutninga frá árinu 2017. Í þeirri skýrslu fjallaði fagráð- ið um notkun á þyrlum hér á landi til að sinna flutningi á bráðveikum og slösuðum sjúklingum. -mm GLERÁRTORGI | SMÁRATORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS Við kynnum Krúttmús og Fjallabúa, fatnaður og spennandi fylgihlutir í nýrri barnalínu hjá Lín Design. „Nú er orðið tímabært að horfa fram á veginn,“ skrifa þau Ragna Ívars- dóttir og björn Páll Fálki Valsson, íbúar í Hvalfjarðarsveit, í yfirlýsingu á íbúavef á Facebook. „Í ljósi þess að margir hafa komið að máli við okkur síðustu vikur, hvað varðar mikilvægi listakosningar, höfum við undirrituð ákveðið að standa að lista fyrir nk. sveitarstjórnarkosningar sem verða 26. maí,“ skrifa þau. Í aðdraganda að sveitarstjórnar- kosningum fyrir fjórum árum fór hópur íbúa úr Hvalfjarðarsveit af stað með söfnun undirskrifta þar sem skorað var á fólk í sveitarfélaginu að styðja hugmynd um persónukjör í sveitarstjórnarkosningunum þá um vorið og hverfa frá hlutbund- inni listakosningu. Þá hafði frá því Hvalfjarðarsveit varð til við samruna fjögurra sveitahreppa árið 2006, ver- ið viðhafðar listakosningar. Athygli vekur að sú áskorun var einnig að forvígi björns Páls Fálka Valssonar, sem nú hefur snúist hugur um ágæti þess að viðhafa persónukjör í kosn- ingum til sveitarstjórnar. Listakosning ofar persónukjöri Í 20. gr. laga um kosningar til sveit- arstjórna segir að í sveitarfélögum skuli almennt kjósa bundinni hlut- fallskosningu. Ef enginn framboðs- listi býður fram áður en framboðs- fresti lýkur, eða svo fá nöfn eru á framboðslistum að sveitarstjórn verður ekki fullskipuð í bundinni kosningu, skal kosning verða óbund- in. Samkvæmt því skal kjósa lista- kosningu komi fram einn framboðs- listi eða fleiri sem uppfylla skilyrði laganna. Vill opnari stjórnsýslu En hvað hefur breyst, hvað veldur stefnubreytingu björns Páls? „Mér finnst reynslan af þessu kjörtímabili sem liðið er einfaldlega ekki hafa verið nógu góð til að ég sé fylgjandi persónukjöri að nýju,“ segir björn Páll í samtali við Skessuhorn. „Þeg- ar við fórum af stað með persónu- kjörshugmynd fyrir fjórum árum, þá höfðu verið þrír listar starfandi og óeining eða kurr var innan sam- félagsins. Þá fórum við nokkur að velta því fyrir okkur hvort persónu- kjör væri betri leið í samfélagi eins og okkar til að sætta ólík sjónarmið. boðað var til fundar á Laxárbakka og þangað fenginn fulltrúi frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga sem fór yfir kosti og galla þessara tveggja leiða. Í framhaldinu var farið af stað með undirskriftalista þar sem hug- ur íbúa var kannaður. Þá kom fram skýr vilji um að reyna persónukjör til að slá á óeiningu. Það var mat fólks þá að persónukjör myndi styrkja íbúana,“ rifjar björn Páll upp. Hann segir að kosningabaráttan fyrir fjórum árum hafi verið litlaus og lítil stemning, en engu að síð- ur hafi fínn hópur náð kjöri til setu í sveitarstjórn. „Á kjörtímabilinu hafði ég vonað að sjö manna sveitar- stjórn myndi vinna með nefndum og í góðu samstarfi við aðra íbúa. Þetta fór vel af stað fyrir fjórum árum, en þegar líða tók á kjörtímabilið fór að gæta óánægja. Sjálfur er ég vara- fulltrúi í sveitarstjórn og aðalmaður í fræðslu- og skólanefnd. Mér hef- ur ekki fundist nægur stuðningur við starf nefndarinnar og alls ekki nægjanlegt gegnsæi í starfi sveitar- stjórnar, stuttir fundir og greini- lega búið að ákveða hlutina áður en sveitarstjórn fundar, þrátt fyrir að lofað hafi verið opinni og gegnsærri stjórnsýslu. Við íbúarnir vitum ekki neitt. Verkefni hafa til dæmis verið tekin úr höndum fræðslunefndar og lögð á herðar sveitarstjórnarfólks eða jafnvel stofnuð önnur nefnd. Ekki hefur verið farið eftir erindis- bréfi fræðslunefndar. Mín persónu- lega reynsla að þessum fjórum árum liðnum er því sú að betra er að fram komi listar, allavega tveir, þrír, en hugsanlega fleiri. Ég hef því ein- faldlega skipt um skoðun á þessum fjórum árum og áskil mér rétt til að mega það. Miðað við orð þeirra íbúa sem ég hef rætt við nú hef ég enga trú á að persónukjör verði viðhaft aftur. Íbúar vilja opnari stjórnsýslu og líklega eru því kostir listakosn- ingar fleiri en gallarnir,“ segir björn Páll Fálki Valsson. mm Íbúar stefna að listakosningu í Hvalfjarðarsveit Guðrún björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari Menntaskóla borgar- fjarðar í borgarnesi, segir að brott- fall nemenda í skólanum sé með því lægsta sem gerist. Það er einungis um 6%, en er 30% á landsvísu. Hún kveðst mjög ánægð með þetta lága hlutfall. „Það getur falist í því nokk- ur styrkleiki að vera með fámennan skóla því við höfum tækifæri til að fylgjast náið með okkar nemendum og veita þeim gott aðhald.“ Þennan vetur eru óvenju fáir nemendur í skólanum og gert ráð fyrir að fjöldi nemenda verði svip- aður næsta haust. Að sögn Guðrún- ar bjargar er um tímabundna fækk- un að ræða. „Það hafa fámennir ár- gangar verið að ljúka námi í grunn- skólum hér í borgarbyggð undan- farin ár. Um 70% nemenda hjá okk- ur koma úr borgarbyggð, 11% ann- ars staðar af Vesturlandi og 18% úr öðrum landshlutum, svo það hefur vissulega áhrif á nemendafjölda hjá okkur þegar árgangarnir eru litl- ir í sveitarfélaginu. Ég veit að það er von á stærri árgöngum svo þetta er ekki eitthvað sem við sjáum að verði til frambúðar og því ekki stórt áhyggjuefni,“ segir Guðrún björg. arg/ Ljósm. úr safni Skessuhorns Lágt brottfall nemenda í Mennaskóla Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.