Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Takk fyrir okkur! Það eru tímamót á Skessuhorni. Tuttugu ár eru kannski ekki langur tími í sögulegu samhengi, en ef litið er til meðalaldurs fjölmiðla hér á landi höf- um við þegar náð að minnsta kosti miðjum aldri og stefnum á langlífi. Sjálfur hef ég hugsað talsvert um þetta tímabil að undanförnu og gert til- raun til að meta hvað mögulega taki við. En það er alltaf erfitt að spá, sér- staklega um framtíðina, sagði vís maður eitt sinn. Ég hef t.d. hugsað hvort ég eigi sjálfur að stefna á þaulsetu allt þar til starfslokum verður náð, eða ætti ég að reyna að koma útgáfunni í hendur yngri, ferskari og til þess hæf- ari einstaklingum? Ég held ég hafi svarið en þarf þó aðeins að melta það betur. Þjónusta við íbúa á landstóru og dreifbýlu svæði eins og Vesturlandi er krefjandi en í senn afar gefandi starf. Á þessum vettvangi hefur maður kynnst fjölmörgu skemmtilegu og jákvæðu fólki sem er tilbúið að berjast af einurð fyrir hagsmunum heimabyggðar. Almennt verð ég að segja að þessi samskipti hafa verið jákvæð og uppbyggileg og kennt mér margt. Þá er ég persónulega ánægður með að hafa ekki nema einu sinni verið hótað lífláti fyrir fréttaskrif, en talsvert oftar verið gagnrýndur og jafnvel skamm- aður eins og illa vaninn hundur, sérstaklega þó fyrir leiðaraskrifin. Á þeim vettvangi er ég reyndar ekki í neinni sérstakri vinsældakosningu. Þetta er sá staður í blaðinu sem ritstjórinn getur leyft sér að láta óðslega og verður því að taka afleiðingunum ef stigið er ógætilega og jafnvel fram af brúninni. Vissulega hefur blaðið einhvern tímann verið sett í viðskiptabann af heilli atvinnugrein og jafnvel sveitarfélagi fyrir skrif eða skoðun ritstjórans, en oftast hefur nú reiðin rjátlast af mönnum með tíð og tíma. Að sama skapi hefur manni oft verið sýnt þakklæti fyrir skrif og efnistök. Allt eru þetta samskipti sem bætast í reynslubankann og gera mann vísari um menn og málefni. Það er jákvætt að fá gagnrýni sé hún vel fram sett og rennt í málefnið en ekki manninn. Til að framfarir geti átt sér stað, hvert sem litið er í sam- félaginu, verður einfaldlega stundum að takast á. Sumum bátum þarf að rugga. Sem betur fer er þorri fólks tilbúinn að taka þátt í rökræðunni, ann- ars sætum við jafn föst í hjólförunum og þeir fjölmörgu erlendu ferðamenn sem sátu fastir í bílum sínum út um allar koppagrundir í fannferginu um liðna helgi. Ég dreg ekki fjöður yfir þá staðreynd að nú er víða róinn lífróður til að halda lífi í litlum fjölmiðlum eins og okkar. Umhverfið hefur breyst. Ekki einvörðungu að við þurfum jafnvel að etja kappi við kennitöluflakkara, þá hafa stjórnvöld verið óþarflega íþyngjandi í skattlagningu og gjaldskrá Ís- landspósts hækkar í hlutfalli við minni viðskipti fyrirtækisins. En mest ógn- vekjandi er þó sú staðreynd að fjölmiðlahegðun fólks er að breytast. Ég viðurkenni fúslega að af þeirri þróun hef ég miklar áhyggjur. Ekki vegna útgáfufyrirtækis okkar sérstaklega, heldur af því að þegar ekki verður leng- ur forsenda til að halda úti ritstjórnum hefðbundinna fjölmiðla, hverfa þeir af sjónarsviðinu. Sú breyting þýddi að markaðsöflin myndu þá alfarið ráða hvað við fáum að vita og ekki síður - hvað ekki. Það finnst mér döpur fram- tíðarsýn. Þess vegna gjeld ég varhug við þeirri þróun að láta ameríska miðla fá meirihluta þess markaðsfjár sem innlendir fjölmiðlar hafa fram að þessu fengið og þurft til að rækja hlutverk sitt. Af þeim sökum hvet ég íbúa hér um slóðir til að halda vöku sinni og standa vörð um þá fréttamiðla sem gagn er af. Fyrir tuttugu ára samfylgd þakka ég lesendum Skessuhorns, starfsfólki, viðskiptavinum og velunnurum blaðsins fyrir ánægjulegt og gefandi sam- starf. Magnús Magnússon Leiðari Sveitarstjórn borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag tillögu Geirlaugar Jó- hannsdóttur um að stofnaður verði vinnuhópur sem fær það verkefni að endurskoða fyrirkomulag fjall- skila í sveitarfélaginu. Í bókun seg- ir að tilgangurinn sé að vinna að samræmingu við framkvæmd fjall- skila og hugsanlega fækka afréttar- nefndum. Þá er markmið vinnu- hópsins að auka jafnræði land- eigenda með samræmdri gjald- heimtu. „Mikilvægt er að vinna að því að auka gegnsæi og skilvirkni í stjórn- sýslunni. Draga þarf úr flækjustigi til þess m.a. að einfalda vinnu við innheimtu fjallskilagjalda. Tekju- möguleikar í sauðfjárræktun hafa versnað með lækkun afurðaverðs og því þarf að tryggja að stjórn- skipulag landbúnaðarmála sé ekki of flókið og svifaseint og skaði þannig tekjumöguleika í grein- inni,“ segir í tillögu Geirlaugar sem sveitarstjórn samþykkti sam- hljóða. Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra var falið að vinna er- indisbréf og leggja fram í byggðar- áði. mm Samþykkt að endurskoða fjallskilamál í Borgarbyggð Sauðfjárveikivarnagirðing sem kallast blöndulína hefur verið felld niður sem varnarlína vegna dýra- sjúkdóma. Þetta er ákvörðun at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. „Ljóst er að varnarlín- an hefur ekki verið fjárheld frá því blönduvirkjun var reist og ekki fæst fjármagn til að halda varnar- línunni fjárheldri. Með auglýsingu nr. 88/2018 um varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma fellur varnarlín- an niður frá 1. febrúar síðastlið- inn,“ segir í tilkynningu frá Mat- vælastofnun. Takmarkanir á flutn- ingum sauðfjár í fyrrum Húnahólfi lengist sem nemur nýjasta tilfelli riðu í fyrrum Skagahólfi. „Matvælastofnun telur mikil- vægt að viðhalda varnarlínum, einkum á áhættusvæðum riðu, og reyna þannig að stemma stigu við útbreiðslu smitsjúkdóma. blöndul- ína í núverandi mynd þjónar hins vegar ekki tilætluðum tilgangi. Við þessa breytingu sameinast Húna- hólf og Skagahólf í eitt varnarhólf sem kallast Húna- og Skagahólf og verður varnarhólf nr. 9. Hólf- ið mun afmarkast af Vatnsneslínu, Miðfjarðarlínu og Tvídægrulínu að vestan, Kjalarlínu að sunnan og Héraðsvatnalínu að austan. Varnarlínur vegna smitsjúk- dóma hafa ýmsar takmarkanir í för með sér fyrir sauðfjár- og naut- gripabændur. Ekki er heimilt að flytja jórturdýr til lífs yfir varnar- línu nema sótt sé um leyfi hjá Mat- vælastofnun og umfangsmiklar takmarkanir gilda gagnvart flutn- ingi landbúnaðartækja, heyja o.fl. Allt sauðfé sem fer eða er flutt yfir varnarlínu án heimildar ber að af- lífa. Síðasta riðutilfelli kom upp í Skagahólfi árið 2016 á bænum Stóru Gröf Ytri. Varnarhólf telst sýkt í 20 ár frá síðasta staðfesta til- felli. Því mun nýja hólfið, Húna- og Skagahólf, teljast sýkt svæði til 31. desember 2036, að því gefnu að engin ný tilfelli komi upp. Helstu áhrif sameiningar hólfanna á bændur eru að gildistími hafta innan fyrrum Húnahólfs lengist um að minnsta kosti 9 ár. Síðasta tilfelli riðu í Húnahólfi var árið 2007 á bænum Kambhóli í Húna- þingi vestra og að öllu óbreyttu hefði því höftum verið aflétt af því hólfi 1. janúar 2028. Í báðum hólf- um var bólusett við garnaveiki og mun ný skipan ekki hafa breyting- ar í för með sér hvað garnaveiki- bólusetningar varðar. mm Varnarlínum vegna sauðfjár- sjúkdóma fækkað vegna fjárskorts Nú er góður gangur í byggingu á nýrri verksmiðju G.Run hf í Grundarfirði. Verktakafyrirtækið Ístak hefur reist veglegan bygginga- krana við athafnasvæðið og er þetta fyrsti byggingakraninn sem rís inn- an byggðar í Grundarfirði. Not- ast var við samskonar krana þegar spennistöðin var reist á síðasta ári en það var aðeins fyrir utan bæinn. Kraninn setur svip sinn á Grundar- fjörð en gárungarnir létu ljósmynd- ara Skessuhorns vita að hann þyrfti að vera snöggur að taka mynd af krananum áður en næsta sunnanátt lendir á bænum. Nokkuð vindasamt hefur verið upp á síðkastið og kran- inn stendur enn, þannig að menn þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af því. bygging hússins er nú haf- in og stefnt að verklokum fyrir ára- mót þannig að hægt verði að byrja fiskverkun í húsinu 2. janúar næst- komandi. tfk Byggingakrani risinn við G.Run

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.