Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 9 Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn: 39 1/2 vika Eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjóri er Hrund Ólafsdóttir Sýnt er í Lyngbrekku Frumsýning 16. febrúar kl. 20:30 2. sýning - 18. febrúar kl. 20:30 3. sýning - 22. febrúar kl. 20:30 4. sýning - 24. febrúar kl. 20:30 5. sýning - 25.febrúar kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð 3.000 kr. Veitingasala á sýningum - posi á staðnum Konur í Kvenfélagi Ólafsvík- ur tóku daginn snemma síðasta fimmtudag. Þann dag var komið að árlegum bakstri á sólarpönnu- kökum. bakað var í félagsheim- ilinu Klifi og handagangur í öskj- unni þegar mest var að gera. Þarna voru vanar konur á ferð og sum- ar bökuðu pönnukökur á tveim- ur pönnum á meðan aðrar settu sultu og rjóma eða sykur á pönnu- kökurnar áður en þeim var pakk- að og komið til skila á kaffistofur í bæjarfélaginu fyrir morgunkaffið. Um 20 konur mættu í bakstur- inn og bökuðu 2040 pönnukök- ur. bakstur á sólarpönnukökum er ein af stóru fjáröflunum félags- ins. Félagið hefur í gegnum tíðina styrkt mörg málefni og gefið hin- um ýmsu stofnunum og félögum gjafir. Á síðasta ári gaf félagið til dæmis tæpar 800 þúsund krónur til hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana. þa Bökuðu yfir tvö þúsund sólarpönnukökur Níu manna hópur ungra áhuga- samra forritara hér á landi stendur fyrir tveggja daga forritunarráð- stefnu í Hörpu dagana 1. - 2. mars næstkomandi og eiga von á tæp- lega 400 ráðstefnugestum. Einn úr undirbúningshópnum er borg- firðingurinn Axel Máni Gíslason sem lauk stúdentsprófi frá Mb og er núna er að ljúka masterstnámi í hugbúnaðarverkfræði frá SDU í Odense í Danmörku. Ráðstefn- an er nú haldin í annað sinn en í fyrra seldust miðar upp löngu fyr- ir ráðstefnuna. Það sama má segja um viðtökurnar núna. Uppselt er á ráðstefnuna en 30 fyrirlesarar frá fyrirtækjum á borð við Facebook, Microsoft og Mozilla munu fljúga til landsins til að vera með innlegg á henni. „Samtals bárust um 700 um- sóknir frá aðilum sem vildu tala á ráðstefnunni, svo það reyndist erfitt að velja,“ segir Axel Máni. „Ráðstefnuhaldarar reyna að láta erindin spegla eins fjölbreyttan hóp og mögulegt. Til að mynda er kynjahlutfall fyrirlesara 50/50, sem er harla óvanalegt fyrir forrit- unarráðstefnur. Ráðstefnan mun innihalda tvo daga af fyrirlestrum, þrjá viðburði, sérstaklega bruggað- an JSConf bjór, ferð um Ísland og í bláa lónið svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu tvær vinnusmiðjur vera haldnar, önnur fyrir krakka á vegum Kóder og hin um „Internet of Things“ á vegum Microsoft. Að lokum verða svo pallborðs umræð- ur um fjölbreytileika í forritunar- samfélagi.“ Axel Máni segir að allur und- irbúningur og framkvæmd ráð- stefnunnar sé unninn í sjálfboða- vinnu af hópnum auk fjárhagslegr- ar ábyrgðar. „Viðburðir sem þess- ir ýta undir tæknilæsi og áhuga á forritun sem er afar mikilvægt inn í umræðuna um fjórðu iðnbylt- inguna,“ segir hann að endingu. mm Tveggja daga forrit- unarráðstefna fram- undan í Hörpu Að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu í Hörpu í fyrra. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.