Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201810 Framkvæmdir við Urðarfells- virkjun í landi Húsafells í borga- firði eru á lokametrunum og fram- leiðsla raforku inn á dreifikerf- ið hefst snemma í næsta mánuði ef allt gengur að óskum. „Virkj- unin er nánast tilbúin og bíð- ur prufukeyrslu,“ segir bergþór Kristleifsson á Húsafelli í sam- tali við Skessuhorn. „Stíflan er til- búin, vatn er komið á leiðsluna, búið er að tengja allt rafmagn og ganga frá öllu slíku. Nú á bara eft- ir að prufukeyra virkjunina,“ seg- ir hann. „Hingað eru væntanleg- ir Austurríkismenn frá fyrirtækinu sem seldi okkur vélarnar í virkj- unina. Þeir koma á mánudaginn, 19. febrúar og ætla að gefa sér hálfan mánuð rétt rúmlega til að prufukeyra virkjunina. Þeir munu gera prófanir á skynjurum, hita- mælum og öllu slíku og yfirfara alla víra. Það verður því snemma í mars sem hægt verður að byrja að keyra virkjunina og hefja fram- leiðslu inn á kerfið, ef allt gengur að óskum,“ segir bergþór ánægð- ur. Fjórða kynslóðin virkjar Inntaksmannvirki virkjunarinnar er í 370 metra hæð yfir sjávarmáli, við Urðarfell og þaðan fær virkj- unin nafn sitt. Um fallvatnsvirkj- un er að ræða þar sem lindarvatni er veitt í gegnum rör, niður fjalls- hlíðina að stöðvarhúsi í Reyðar- fellsskógi. Þar knýr vatnsaflið Pel- ton vél sem framleiðir orkuna. Fallið er 275 metrar og virkjunin á að geta skilað allt að 1100 kW af raforku. Urðarfellsvirkjun er fjórða virkjunin á Húsafelli og rafmagns- framleiðsla þar á sér nokkuð langa sögu. Elstu virkjunina byggði Þor- steinn Þorsteinsson, afi bergþórs, árið 1948 og faðir hans, Krist- leifur Þorsteinsson, virkjaði næst árið 1978. Sjálfur reisti bergþór þriðju virkjunina árið 2003 og nú hefur fjórða kynslóðin tekið til við að beisla vatnsorkuna því Arnar, sonur bergþórs, hefur unnið náið með föður sínum við gerð Urðar- fellsvirkjunar. „Arnar er verkfræð- ingur að mennt og hafði yfirum- sjón með framkvæmdunum, sá um alla forhönnun, útboð vélbúnaðar og fleira,“ segir bergþór. Framkvæmdir gengið vel Framkvæmdirnar hófust síðasta vor með vegagerð upp að Urð- arfelli og síðan var hafist handa við aðra framkvæmdaþætti. berg- þór segir að heilt yfir hafi verkið gengið mjög vel. „Það hefur geng- ið mjög vel allan tímann, með ör- fáum undantekningum eins og gengur og gerist. En nú er svo komið að með hverjum deginum stórminnka líkur á því að eitthvað komi upp á. búið er að þrýstiprófa leiðslurnar, allar lagnirnar í stífl- unni hafa verið prófaðar, ljósleið- ari og rafmagn hefur verið tengt. Síðan á eftir að fara í smá frágang þegar vorar, loka námum þar sem við höfum sótt efni, ganga end- anlega frá í kringum stöðvarhús- ið og fleira í þeim dúr. Sumarið reyndist okkur sérstaklega gott og þó nokkrir kaflar í vetur hafi ver- ið erfiðir þá tókst þetta nú samt,“ segir bergþór. „Þetta er búið að vera nokkuð viðamikið verkefni og við erum ánægðir hvernig til hefur tekist,“ segir hann. bergþór segir að þar sé ekki síst að þakka dyggri aðstoð og vel unnum störfum sveitunga hans sem hafa unnið að virkjuninni. „Þetta eru verktakar úr Reyk- holtsdal sem unnu að inntaks- mannvirkinu og stöðvarhúsinu, en húsið sjálft var forsteypt hjá Loftorku í borgarnesi. Að öllum framkvæmdum hafa komið öfl- ugir verktakar úr sveitinni. Þetta eru þeir Gunnar Konráðsson í Túni, Einar Steinþór Traustason og hans menn, Elmar Snorrason, Arnar Gíslason rafvirki á Hvann- eyri og hans menn. birkir Þór Guðmundsson, sem er umboðs- maður Global Hydro, hefur unn- ið hörðum höndum að þessu með okkur og Leó Jóhannsson, raf- magnsverkfræðingur hjá Engó, sá um að tengja vélbúnaðinn. Hon- um til halds og trausts hafði hann Hilmar Hallvarðsson, rafvirkja og oddvita í Helgafellssveit.“ kgk/ Ljósm. Bergþór Kristleifsson. Urðarfellsvirkjun verður gangsett í byrjun mars Framundan eru lokaprófanir áður en rafmagnsframleiðsla hefst Lónið við inntaksmannvirki Urðarfellsvirkjunar. Einar Steinþór Traustason og Þorsteinn Bjarki Pétursson að koma rörinu fyrir. Menn að störfum við inntaksmannvirkið. Verið að koma fyrir tækjabúnaði í stöðvarhúsinu í Reyðarfellsskógi.Rörin sem vatninu er veitt í gegnum og inn í stöðvarhúsið bíða uppsetningar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.