Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 13 Fiskmarkaður Vestfjarða Velkomin vestur Lækkuð gjaldskrá - 2% söluprósenta Samkeppni um einkennis- merki, „lógó“, fyrir Hestamannafélagið Borgfirðing Hestamannafélagið Borgfirðingur, sem varð til nú í janúar með samruna hestamannafélaganna Faxa og Skugga, efnir til samkeppni um merki félagsins. Verður það notað á kynningarefni félagsins, heimasíður, bréfsefni, fána, félagsbúning og flögg. Tillögu að merki skal skila á jpg formi eða sambærilegu, tilbúnu til nota á vefsíðum. Merkið verður eign félagsins. Stjórn félagsins, sem jafnframt er dómnefnd, áskilur sér rétt til að útfæra vinningstillöguna í samvinnu við hönnuðinn. Enn fremur er áskilinn réttur til að hafna öllum innsendum tillögum. Tillögur að merki sendist sem jpg skrá til UMSB, á netfangið umsb@umsb.is fyrir 9. mars nk. Tillögur verða lagðar útprentaðar, nafnlaust, fyrir dómnefnd og hlýtur sigurvegari keppninnar kr. 50.000 í verðlaun. SK ES SU H O R N 2 01 8 Sem kunnugt er bilaði aðalvél breiðarfjarðarferjunnar baldurs undir lok nóvembermánaðar. bil- unin reyndist alvarlegri en talið var í fyrstu og af þeim sökum lágu ferðir niðri þar til 23. janúar. Þá var farin prufusigling að morgni dags og baldur hóf síðar siglingar sam- kvæmt áætlun síðdegis sama dag. Að sögn Nadine Walter, markaðs- og sölustjóra Sæferða, hafa sigl- ingar baldurs gengið að áfallalaust síðan þær hófust að nýju eftir við- gerðina. „Það hefur gengið ágæt- lega, bílaumferðin er góð en það mættu alltaf vera fleiri farþegar. Ferjan er í flottu standi núna og allt gengið vel síðan við byrjuðum að sigla aftur,“ segir Nadine í sam- tali við Skessuhorn. Á meðan gert var við vél bald- urs voru gerðar ýmsar endurbæt- ur á ferjunni að innan. „Við gerð- um það sem við gátum gert til að gera bátinn meira aðlaðandi fyrir farþegana. Skipt var um ofna og skipt um tæki á farþegaklósettum og gólfin dúklögð, auk þess sem gangarnir voru dúklagðir, ný teppi keypt og fleiri á leiðinni. Einnig voru veggir málaðir,“ segir hún. Nú siglir baldur samkvæmt áætlun eina ferð á dag alla daga nema laugardaga og svo eru farnar tvær ferðir á föstudögum. „Þetta er tilraunaverkefni sem innanrík- isráðuneytið og Vegagerðin fengu okkur í að prufa. Núna er áætlað að baldur fari tvær ferðir á föstu- dögum til 23. febrúar. Eftir það verður skoðað hvernig gengið hefur og tekin ákvörðun um fram- haldið,“ segir Nadine Walter að endingu. kgk Gengið vel síðan Baldur hóf siglingar að nýju Breiðafjarðarferjan Baldur hóf siglingar að nýju eftir vélarviðgerð 23. janúar, þegar þessi mynd var tekin. Ljósm. sá. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.