Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201818 og ensku. Einungis eftirhrunárið 2009 féll sú útgáfa niður. Nú í vor verður ferðablaðið gefið út í nítjánda skipti, að þessu sinni í 60 þúsund eintökum og gagnast tugþúsundum ferðamanna sem í landshlutann sækja. Þá hefur Skessuhorn í tvígang gefið út bækur, á tíu og fimmtán ára afmæli útgáfufyrirtækisins. bók- ina Fólkið í Skessuhorni og gamanvísnabókina Stolin Kræki- ber. Auk þess hefur fyrirtækið tekið að sér útgáfuþjónustu fyr- ir ýmis fyrirtæki og félagasamtök í gegnum tíðina. Skessuhorn gerði á fyrstu árum sínum samning við Ríkisútvarpið um miðl- un frétta af Vesturlandi í útvarp og sjónvarp. Það samstarf gekk vel, svo vel að Gísli Einarsson flutti sig að endingu alfarið um set og gerðist starfsmaður RUV, hætti á Skessuhorni og lauk þar með frumkvöðlastarfi sínu á þeim vettvangi. Loks má geta þess að fyrir nokkrum árum var reynd sjónvarpsþáttagerð fyr- ir ÍNN. Sú tilraun gekk ekki upp og var hætt eftir fáa þætti þar sem útilokað þótti að hún gæti staðið undir áföllnum kostnaði. Eftir þá tilraun var ákveðið að útilokandi yrði einblínt á kjarna- hlutverk útgáfufyrirtækisins; að skrifa blað og halda úti frétta- síðu á netinu. Velunnarar Þótt fæstir hafi haft mikla trú á Skessuhorni í árdaga blaðsins þá hefur það alla tíð átt þéttan hóp stuðningsmanna og velunnara. Gaman er að nefna hér Guðráð Davíðsson í Nesi í Reykholts- dal sem hringdi um aldamótin á ritstjórnarskrifstofuna og bað um að fá að borga áskriftina fimm ár fram í tímann vegna þess að hann nennti ekki að vera alltaf að fara í bankann. Þess ber að geta að þá var Guðráður kominn vel yfir nírætt og þar að auki blindur. Engu að síður vildi hann gera sitt til að styrkja framtak- ið og harðneitaði að auki að þiggja ellilífeyrisafslátt fyrir áskrift- ina. Svipað gerði fyrrum sveitungi Guðráðs nýlega, Pétur Þor- steinsson prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík. Hann stað- greiddi áskrift fram að þeim degi sem hann sjálfur verður 67 ára, tók ekki annað í mál. Vildi leggja sitt lóð á vogarskál frétta- ritunar og frásagna úr sinni gömlu heimabyggð. Það tæki nokkrar síður að telja upp alla þá sem reynst hafa Skessuhorni vel sem ómetanlegir bakhjarlar í gegnum tíðina. Hafi allir sem lagt hafa sitt af mörkum þökk fyrir. Myndir Minningar í myndum verða dýrmætari eftir því sem árin líða og ekki er ofsögum sagt að góð mynd getur sagt meira en þús- und orð. Ekki er nóg að hafa ritfært fólk til fréttaritunar og skráningar viðtala, myndir þurfa einnig að fylgja. Á fyrstu árum Skessuhorns voru fréttamyndir eingöngu teknar á filmuvélar, enda stafræn ljósmyndatækni ekki komin til sögunnar. Í fyrstu voru engar ljósmyndir til í safni blaðsins og þurfti því allmiklu að kosta til að ná myndum af stöðum, fólki, byggingum auk viðburða til að byggja upp myndasafn sem hægt væri að grípa til þegar á þurfti að halda. Því var um umtalsverðan kostnað að ræða við filmukaup og framköllun ljósmynda. Um aldamót- in fór stafræna ljósmyndatæknin síðan að ryðja sér til rúms og filmuvélar létu smám saman undan. blaðið eignaðist slíkar vél- ar og alveg er óhætt að tala um byltingu þeirri breytingu sam- hliða. Nú á síðustu árum eru myndavélar í símum jafnvel notað- ar til að taka fréttaljósmyndir. Hinsvegar er varðveisla og skrán- ing stafrænna ljósmynda síst auðveldari nú en áður. Myndasafn Skessuhorns telur í dag yfir tvær milljónir ljósmynda og segja má að þar sé að finna samtímaskráningu Vesturlands í tuttugu ár. Vonandi mun þessi saga varðveitast og nú á afmælisári verð- ur reynt að finna því farveg, með utanaðkomandi aðstoð, að tryggja að ljósmyndir í eigu blaðsins verði skráðar og gerðar al- menningi aðgengilegar. Þrír þættir hafa mestu breytt Einkum eru það þrír þættir sem átt hafa sér stað í framþró- un tækni og ytri umgjarðar sem gert hafa lífið léttara við út- gáfu héraðsfréttablaðs á þeim tveimur áratugum sem Skessu- horn hefur verið til. Í fyrsta lagi var það tilkoma stafrænna ljósmynda, eins og áður segir, sem dró verulega úr kostnaði við myndatökur og gerði auk þess mögulegt að almenningur gat lagt blaðinu umtalsvert lið með því að senda inn myndir í prenthæfri upplausn. Þetta auðveldaði ekki eingöngu rekstur, heldur gerði blaðið fjölbreytilegra og skemmtilegra aflestrar. Í öðru lagi varð notkun Internetsins og tölvupósts almennari í byrjun aldarinnar og nú síðast er ljósleiðarinn að bætast við en hann gerir myndsendingar auðveldari. Loks er í þriðja lagi ekki hægt að líta fram hjá þeirri gríðarlegu samgöngubót sem orðið hefur á vegum í landshlutanum á tveimur áratugum. Ekki ein- vörðungu að allir helstu vegir hafa verið lagðir bundnu slitlagi, heldur hafa vegstæði batnað og vegalengdir styst. Á víðfeðmu svæði eins og Vesturlandi munar um slíkt þegar sækja þarf frétt- ir um langan veg og ræða við fólk, eða þegar blaðamenn sækja viðburði. Stefnunni hefur verið fylgt Í leiðara fyrsta tölublaðs Skessuhorns 1998 sagði orðrétt: „Skessuhorn er blað fyrir Vestlendinga, um Vestlendinga, stjórnað af Vestlendingum, í eigu Vestlendinga og skrifað af Vestlendingum. Í blaðinu er ætlunin að birta hvaðeina sem les- endur kunna að hafa áhuga á, allt frá heimsviðburðum til ör- frétta. Skessuhorn er óháður miðill sem þýðir að að allir hafa jafnan aðgang að þjónustu hans, óháð pólitískum, efnahags- legum eða félagslegum hagsmunum. Við leggjum áherslu á já- kvæða en þó gagnrýna umfjöllun því ekki geta allar fréttir talist góðar fréttir. Engu að síður verður þess gætt að öll umfjöllun verði sanngjörn og óvilhöll.“ Við þetta hefur verið staðið. Fjölmiðlinum Skessuhorni hef- ur í gegnum tíðina farnast vel í meðhöndlun sinni á fréttum og fólki. Þessum fjölmiðli hefur frá upphafi verið stýrt af Vestlend- ingum og þar hefur kjarngott og kröftugt fólk starfað alla tíð. Í litlu samfélagi er fljótlegt að valda stórskaða með gassalegum og óvönduðum fréttaflutningi. Slíkt hefur Skessuhorn reynt að forðast og þess vegna umfram flest annað hefur útgáfan nú fyllt tvo áratugi. Ritaðar hafa verið vel á annað hundrað þúsund fréttir á þessum árum og birtar á um 28.000 blaðsíðum í um þúsund tölublöðum. Hjá fyrirtækinu starfa í dag sjö manns í föstu starfi auk fjölda ljósmyndara, fréttaritara, freelance blaða- manna og blaðburðarbarna víðsvegar um Vesturland. Framtíðarsýn Skessuhorn stendur ekki einvörðungu á tímamótum vegna af- mælisins. útgáfufyrirtækið, líkt og aðrir fjölmiðlar víðsveg- ar um heiminn, er að kljást við breyttar aðstæður samhliða breyttri fjölmiðlahegðun fólks. Það er hins vegar nú sem fyrr lán Skessuhorns að útgáfufyrirtækið skuldar nánast ekkert og ber því ekki þungar byrðar fjármagnskostnaðar. Síðastliðin fimm- tán ár hefur verið lögð áhersla á að stofna ekki til skulda þannig að fyrirtækið gæti verið óháð bæði lánastofnunum en ekki síð- ur að forðast fjárfesta sem varpað gætu rýrð á hlutleysi frétta- miðilsins. Nógu margir fjölmiðlar hér á landi eru kostaðir af fjármálaöflum og hagsmunaaðilum ýmis konar sem eru reiðu- búnir að greiða með útgáfunni það fé sem þarf, til að hagsmuna þeirra verði gætt í hvívetna. Hagsmunaaðilar Skessuhorns eru nú sem fyrr lesendur, áskrifendur blaðsins, sem vænta þess að geta treyst því sem þar stendur. Framtíðarsýn Skessuhorns er því sem fyrr sú að skrifa um það sem íbúar á Vesturlandi vilja og þurfa að vita. Magnús Magnússon tók saman. Skessuhorn hefur í gegnum tíðina birt þúsundir frétta af fyrirtækjum og framkvæmdum víðsvegar um Vesturland. Vega- og gatnabætur eru þar ekki undantekning. Hér er verið að malbika Hafnargötu í Stykkishólmi á liðnu ári. Ljósm. sá. Gísli Einarsson var fyrsti ritstjóri Skessuhorns og frumkvöðull að útgáfunni. Í gegnum tíðina hefur hann lagt mikið á sig að nálgast fréttir, meira en gerist og gengur. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hann reynir að komast þurrum fótum í land úr sínum gamla „bæjarlæk“, Grímsá, eftir hafa myndað út í miðri á við vígslu veitin- gastaðar í Fossatúni. Mynd er úr safni Skessuhorns frá 2008. Þarna er áhöfn á línubátnum Kristni SH að landa tveimur 120 kílóa stórlúðum. Ljósm. af. Skessuhorn hefur fylgst með framkvæmdum í landshlutanum þegar ný mannvirki hafa orðið til eða gömul verið endurbætt. Brúin yfir Brákarsund í Borgarnesi var mikið í umræðunni í lok síðustu aldar og vildu sumir varðveita hana meðan aðrir vildu stærra mannvirki í hennar stað. Niðurstaðan varð sú að styrkja og endurbyggja gömlu brúnna sem mest í upprunalegri mynd og er hún því ennþá eitt af fallegri samgöngumannvirkjum í dag. Hér eru brúarsmiðir að störfum í desember 1998. Ljósm. ge. Fréttaljósmynd ársins 2007 tók Alfons Finnsson í Ólafsvík. Ljósmynd þessi átti síðar eftir að verða kveikja að mikilli umræðu í þjóðfélaginu þegar fjallað var um svokallaða línuívilnun. Í henni felst að krókaaflamarksbátar sem gerðir voru út með landbeittri línu, þurftu innan 24 klukkustunda að koma í höfn þaðan sem þeir réru og fengu 16% uppbót á veitt kíló sem landað var. Því var stundum tekin full mikil áhætta. Í september 2007 mátti litlu muna að illa færi þegar áhöfninni á Björginni tókst naumlega að bjarga skipverjum á Úlla SH út af Rifi. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.