Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 23 Foreldrafélag leikskólans Teigasels á Akranesi safnaði nýlega um 106 þúsund krónum til leikfangakaupa á leikskólann í tilefni 20 ára afmæl- is leikskólans á árinu. „Við héldum myndlistarsýningu og vöfflukaffi fyrir foreldra, ömmur og afa á leik- skólanum laugardaginn 3. febrúar. Hvert barn var búið að gera fjög- ur eða fimm listaverk fyrir sýn- inguna sem aðstandendur barnsins gátu keypt gegn frjálsum fjárfram- lögum,“ segir Hrafnhildur Harð- ardóttir, gjaldkeri foreldrafélagsins, í samtali við Skessuhorn. „Þetta heppnaðist mjög vel og söfnuðum við góðri summu sem við svo af- hentum leikskólanum. Peningur- inn verður notaður til að kaupa nýja dýnu og önnur hreyfitæki fyrir sal- inn,“ bætir Hrafnhildur við. arg Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 83 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Rafljós.“ Vinningshafi er Höskuldur búi Jónsson, Gunnlaugsgötu 8, 310 borgarnesi. Gagn- legur Fæði Fólk 499 Detta Blaður Aldur Ást Snemma Úthey Starf Gaddur Tónn Átt For- feður 6 Sletta Ösla Tækið Samþ. Athygli 2 Tvihlj Reipi Bardagi Hæðir Vatns ból Klafi Upptök Mjór Nafnd Athuga Hljómar Skvamp 7 Sér- hljóðar Úða Tíma- tal 4 Lágt hljóð Titill Sam- þykki Álfur Skinn Eftirlit Sáð- lönd Hljóð- færi Ás Gort 7 Mynni Efla Lítill Vigtaði Nr. 33 Gæði Skel Andi Forsk. Ras Neytt- um KIWI Fák Kelda Vitur 8 Fersk Í hendi Laðaði Tunnu Væl Eðli Dvelja Hár Sk.st. Bönd Tónn Góður Kunni Fugl Löður Menn Ögn Ellegar Sund Frá Leyfi Fæðir 1 Grind Slit Sonur Ekki Röð Rámur Hug- sjón Jarðveg Spurn Leyfist 5 Eins Nem- andi Áhald Óhóf Skjól 3 Dropi Korn Vild 1 2 3 4 5 6 7 8 G E F A L J Ó S ? F R U M A L Á T Ú R I S T A S I L A L K A N N B R Ó R M A G N A L A N D F O L D V Ö L L U R A K A R A K I R A N A N A A U K I Ó S T U N D R A A R T U K T T Ó M Ó V A R B A R T T A U T B R E K S Æ R A U S T T A U A G A R N L M V A L U R I V O N P Ú T U R M S B A T I E Ð A N G U S T U R U R R R Ö L T Á L R A R Á A F U G G A R Æ L O F A T Á I H R U N A R K U M L F E L L R Á S M A U R P Ó L L L L R A F L L Ó SL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I The Ducklings Movement, eða Andarungahreyfingin, er alþjóð- legur félagsskapur tölvuleikjaspil- ara sem spila fjölspilunarleiki á netinu. Sagt var frá hreyfingunni í Skessuhorni í þarsíðustu viku. And- arungarnir keyptu gamla Heiðar- skóla Hvalfjarðarsveit fyrir nokkr- um árum síðan og komu á fót starf- semi sem nefnist Forest School, eða Skógaskólinn. Þangað geta félagar í hreyfingunni komið í heimsókn og hitt aðra spilara, ferðast um landið og fleira slíkt. Á sunnudaginn, 18. febrúar kl. 14:00, ætla Andarungarnir að bjóða gestum og gangandi að koma í heimsókn Heiðarskóla. Gestum verður boðið að fræðast um starf- semi hreyfingarinnar, að kynnast fólkinu og farið verður í leiki. Rúss- neskur matur verður á boðstólun- um og hlýtt verður á ljúfa tóna. Ef til vill verður brugðið á leik utan- dyra, ef veður leyfir, að sögn um- sjónarmanna Skógaskólans. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í heimsókn í gamla Heiðarskóla kl. 14:00 á sunnudaginn. kgk Heimboð í gamla Heiðarskóla á sunnudag Andarungarnir taka á móti gestum Nokkrir félagar í Andarungahreyfingunni fyrir utan gamla Heiðarskóla í Hval- fjarðarsveit. Lionsklúbbur Ólafsvíkur afhenti Foreldrafélagi leikskólans Kríla- kots peningagjöf á dögunum. Upp- hæð gjafarinnar er um það bil 213 þúsund krónur. Það var Tinna Ýr Gunnarsdóttir úr stjórn foreldra- félagsins sem veitti gjöfinni við- töku. Foreldrafélagið sér m.a. um jólaföndur á leikskólanum, útskrift elstu leikskólabarnanna og vor- ferð á hverju ári. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvað peningarn- ir verða notaðir í en þeir verða lík- lega nýttir í einhverja gjöf til leik- skólans. þa Lions færði Krílakoti peningagjöf Söfnuðu fyrir Teigasel Hrafnhildur Harðardóttir, gjaldkeri foreldrafélags Teigasels, færði Margréti Þóru Jónsdóttur leikskólastjóra rúmlega 106 þúsund krónur sem foreldrafélagið safnaði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.