Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 2018 27 Spánverjinn Nacho Heras Anglada hefur samið við Víking Ólafsvík að nýju og mun leika með Ólafsvíkur- liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Samningurinn gildir til loka komandi keppnistímabils. Nacho gekk til liðs við Víking fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði 20 leiki með liðinu og þótti standa sig vel. Hann hefur nú ákveðið að snúa aftur og taka slaginn með Víkingi í sumar. „Við tökum þessum fréttum fagn- andi og bjóðum Nacho velkominn aftur heim í Ólafsvík,“ segir í til- kynningu frá Víkingi Ó. Þá hefur Knattspyrnudeild Vík- ings samið við tvo afríska leikmenn um að spila með liðinu í sum- ar. Emmanuel Eli Keke er 22 ára Ghanamaður sem kemur frá FC Dreams í heimalandi sínu. Hann getur bæði spilað sem miðjumað- ur og miðvörður. Hann var áður á reynslu hjá bröndby í Danmörku. Ibrahim Sorie barrie er einnig 22 ára en hann kemur frá Sierra Leone. Hjá Víkingi Ó. hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Kwame Quee, en þeir hafa áður leikið sam- an með FC Johansen í heimaland- inu sem og landsliði Sierra Leone. Ibrahim er varnarsinnaður miðju- maður. báðir eru þeir væntanlegir til landsins í febrúar. „Víkingur Ó. býður þá báða velkomna til félags- ins.“ kgk Víkingur Ólafsvík styrkir liðið Nacho Heras Anglada. Emmanuel Eli Keke. Ibrahim Sorie Barrie. Það hefur kyngt niður snjó á land- inu öllu og er Grundarfjörður eng- in undantekning á því. Það kom ljósmyndara nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjá nágrannana á Hamra- hlíðinni samtaka í að moka snjó á fullu rétt á meðan veðrið datt nið- ur. Þarna eru þau Helga Fríða Tómasdóttir, Christiane Klee og Karl Jóhann Jóhannsson að hreinsa af gangstéttinni þar sem nánast öll snjóruðningstæki bæjarins voru önnum kafin við mokstur annars staðar. tfk Snjómokstur í Grundarfirði Í tilefni 112 dagsins var elsta árgangi í leikskólum Akraness og Hvalfjarð- arsveitar boðið í heimsókn á slökkvi- stöðina á Akranesi föstudaginn 9. febrúar. Þar var vel tekið á móti börn- unum og Þráinn Ólafsson slökkvi- stjóri fræddi þau um hvað skyldi gera ef eldur verður laus. Kennarar barnanna fengu svo að spreyta sig á slökkvitækjunum áður en börnunum bauðst að skoða bíla og annan búnað slökkviliðsins. arg Leikskólabörn í heimsókn á slökkvistöðina Elstu börnum á leikskólum Akraness og Hvalfjarðarsveitar var boðið í heimsókn á slökkvistöðina á Akranesi. Börnin fengu að prófa ýmsan búnað slökkviliðsins. Það þótti mjög spennandi að fá að setjast undir stýri. Börnin fengu líka að skoða inn í slökkviliðsbílinn. Flottir vinir að skoða búnað slökkviliðsins.Leikskólakennararnir fengu að spreyta sig á slökkvitækjum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.