Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 14.02.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201830 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Ertu búin/n að taka ákvörðun um hvað þú ætlar að læra eftir grunnskóla? Spurni g vikunnar (Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi svara) Enrique Snær Llorenz: Ég ætla að verða flugmaður. Fer fyrst í FVA, síðan í Tækniskól- ann og eftir það annaðhvort til USA eða Svíþjóðar í flugnám. Marta Lind Jörgensdóttir: Ég fer annað hvort á félags- fræðibraut í FVA eða í efterskole í Danmörku. Natalia Palinska: Ég ætla fyrst á náttúrufræði- braut í FVA og síðan í Tækni- skólann. Ásgerður Jing Laufeyjardóttir: Ég stefni á að fara á náttúru- fræðibraut í FVA. Patrekur Máni Halldórsson: Ég stefni á tónlistarnám, fer fyrst í FVA en síðan í nám tengt tónlist. Sundgarpar úr Sundfélagi Akra- ness létu til sín taka á Gullmóti KR sem haldið var í Reykjavík um helgina. Alls kepptu 26 sundmenn frá Akranesi undir merkjum ÍA. Samtals stungu þeir sér 143 sinn- um til sunds og í 114 skipti bættu þeir sína bestu tíma. Margir af yngri keppendum félagsins, fæddir 2007 til 2009, voru þarna að keppa í fyrsta sinn í 50 metra laug. Þessir krakkar æfa jafnan nokkrum sinn- um í viku í bjarnalaug, sem er 12,5 metrar að lengd. brynhildur Traustadóttir vann til gullverðlauna í flugsundi 15-17 ára og Ragnheiður Karen Ólafs- dóttir vann gull í 100 metra og 200 metra bringusundi 13-14 ára. Ragnheiður hreppti einnig silfur- verðlaun í 50 metra bringusundi í opnum flokki. Sævar berg Sigurðs- son fékk silfur í 100 metra bringu- sundi í opnum flokki, bjarni Snær Skarphéðinsson hlaut silfrið í 200 metra bringusundi 12 ára og yngri. Í sama flokki vann Guðbjarni Sig- þórsson til silfurverðlauna í 100 metra skriðsundi og 100 metra baksundi og bronsverðlauna í 50 metra flugsundi. Kristján Magnús- son fékk brons í 100 metra bringu- sundi 13-14 ára og Guðbjörg bjart- ey Guðmundsdóttir vann bronsið í 100 metra baksundi og 100 metra bringusundi 13-14 ára. Fimm sundmenn ÍA komust í svokallað Super Challenge sem synt var á laugardagskvöld. Slæmt veður varð hins vegar þess valdandi að tveir keppendur þurftu að skrá sig úr leik. kgk/ Ljósm. Sundfélag Akraness. Sundfólk frá Akranesi gerði það gott á Gullmóti Ungir og efnilegir sundmenn sem kepptu í fyrsta sinn í 50 metra laug um helgina. Bjartey Guðmundsdóttir, Brynhildur Traustadóttir og Guðbjarni Sigþórsson. Ari Gunnarsson tók við þjálfun körfuknattleiksliðs Skallagríms um miðjan janúarmánuð eftir að fé- lagið rifti samningi við Spánverj- ann Richardo Gonzáles Dávila. Ari er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur en er öllum hnútum kunnug- ur í borgarnesi frá því á leikmanns- ferli sínum. „Ég spilaði með Skalla- grími í 13 ár, frá 1993 til 2005. All- an þann tíma bjó ég í borgarnesi og leið mjög vel. Það er gaman að vera kominn aftur, sjá gamalkunn and- lit og hitta gamla kunningja,“ seg- ir Ari í samtali við Skessuhorn og kveðst ánægður að hafa tekið við þjálfun liðsins. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Leikmennirnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að gera það sem ég bið um að verði gert. Ég er því mjög bjartsýnn á framhaldið,“ segir hann. Liðið er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá fjórða sætinu og þar með sæti í úrslita- keppninni um Íslandsmeistaratit- ilinn í vor. Markmiðið er að kom- ast þangað. „Að sjálfsögðu stefnum við að því að komast inn í úrslita- keppnina,“ segir Ari. „Það eru níu leikir eftir í mótinu og nóg af stig- um í pottinum,“ segir hann. „Síðan vonum við að okkar besti leikmað- ur, Sigrún Sjöfn, nái sér að fullu í öxlinni. Það gefur auga leið að það munar mjög mikið um hana. Eðli- lega er hún ekki í fullu leikformi en hún leggur hart að sér, er dugleg og ósérhlífin þó hún finni til í öxlinni. Hún er alltaf að verða betri og betri með hverjum leiknum. Við vit- um vel hvað hún getur. Þegar hún verður orðin góð af meiðslunum og liðið smellur saman þá held ég að við getum gert allt sem við ætlum okkur.“ Stígandi í leik liðsins Síðan Ari tók við þjálfun liðsins hefur hann smám saman verið að innleiða sínar áherslur í leik liðs- ins. „Aðallega er það varnarleik- urinn sem ég vil snúa við. Númer eitt, tvö og þrjú er að bæta varnar- leikinn,“ segir Ari. „Fyrri þjálfari lagði út frá ýmsu í varnarleiknum sem ég vil alls ekki að sé gert. Það er erfitt fyrir leikmenn að snúa svona alveg á punktinum en við erum að vinna í þessu. Mér finnst vera stígandi í spilamennsku liðs- ins með hverjum leiknum og allt stefnir í rétta átt,“ segir hann. Samningur Ara gildir til loka yfirstandandi keppnistímabils. Aðspurður kveðst hann vel geta hugsað sér að þjálfar áfram í borg- arnesi. „Ég er alveg til í að ræða framhaldið ef áhugi er fyrir því. Framtíðin verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir Ari. „Þang- að til mun liðið einbeita sér að því markmiði sem fyrir höndum er, að komast í úrslitakeppnina,“ segir hann og hvetur borgnes- inga til að fylkjast að baki liðinu. „Það er ágætlega mætt á leiki, það er ekki það, en gaman væri að sjá troðfulla stúku eins og var í gamla daga þegar ég var að spila. Ég veit að það eru miklu fleiri í borgar- nesi sem hafa áhuga á körfubolta. Ég hvet þá til að drífa sig á staðinn og styðja við bakið á liðinu,“ segir Ari Gunnarsson að endingu. Næsti leikur Skallagríms er gegn Stjörnunni á útivelli á mið- vikudaginn eftir viku, 21. febrúar. Næsti heimaleikurliðsins er síðan gegn Haukum sunnudaginn 25. febrúar. kgk „Stefnum að því að komast inn í úrslitakeppnina“ - segir Ari Gunnarsson, nýr þjálfari Skallagríms Ari Gunnarsson fer yfir málin með leikmönnum sínum í leik með Skallagrími í vetur. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.