Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 20186 Tvöfalt fleiri umsóknir en hreindýr AUSTURLAND: Næst- komandi laugardag klukk- an 14:00 verða dregin út hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Alls bárust 3.176 umsóknir um að skjóta 1450 dýr á þessu ári; 389 tarfa og 1.061 kú. Þar af skulu 40 kýr veidd- ar í nóvember. Niðurstöð- ur verða sendar með tölvu- pósti á umsækjendur eftir helgi. -mm Glúten í „glútenlausu“ snakki LANDIÐ: Matvælastofn- un varar neytendur með glútenóþoli við neyslu á glútenfría maíssnakk- inu „Traflo Tortilla chili“. Snakkið er merkt glúten- laust en í því greindist glú- ten yfir leyfilegum mörk- um. er þetta í annað skipti í febrúarmánuði sem vara merkt glútenlaus er inn- kölluð vegna þess að hún inniheldur glúten. MAST bárust upplýsingarnar í í gegnum viðvörunarkerfi evrópu um matvæli og fóður. Innflytjandi snakks- nis hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyr- ir glúteni. Þeir sem eiga umrædda vöru og eru við- kvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta henn- ar ekki og farga eða skila í verslanir eða til Icepharma. -kgk Ráðherra rekur aðstoð- armann LANDIÐ: Sif Konráðs- dóttir lét af störfum sem aðstoðarmaður umhverf- isráðherra á föstudaginn. Þetta kom fram í tilkynn- ingu frá ráðherra. „Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðar- maður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir sam- starfið,“ segir Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráð- herra, í tilkynningu síðast- liðinn föstudag. Brottrekst- ur aðstoðarmannsins er til kominn vegna þess að hún sem lögmaður og réttinda- gæslumaður í fyrra starfi dró úr hömlu að greiða skjólstæðingum sínum bótagreiðslur vegna kyn- ferðisbrota sem þeir höfðu orðið fyrir. -kgk/mm Síðastliðinn fimmtudag var þremur starfsmönnum Sýslumannsins á Vest- urlandi sagt upp störfum og þremur til viðbótar boðið lægra starfshlutfall. Sýslumaðurinn á Vesturlandi er með aðalskrifstofu í Stykkishólmi, sýslu- skrifstofur í Borgarnesi og Akra- nesi, útibú í Búðardal og samning við Snæfellsbæ um þjónustu sýslumanns á bæjarskrifstofunum þar. Breytingar á starfsmannahaldi ná til allra skrif- stofa og útibúa sýslumans, að undan- skildri afgreiðslu hans í Snæfellsbæ. Þremur af tuttugu sagt upp Á aðalskrifstofunni í Stykkishólmi eru sjö starfsmenn; sýslumaður, lög- lærður staðgengill hans og fimm í öðrum sérhæfðum störfum. ein- um starfsmanni hefur verið boðið lægra starfshlutfall, úr 100% í 50%. Á skrifstofunni er einnig lögfræðing- ur sem starfar fyrir gjafsóknarnefnd. Laun hans eru ekki greidd af Sýslu- manninum á Vesturlandi. Á sýsluskrifstofunni í Borgarnesi starfa fjórir; löglærður fulltrúi sýslu- manns og þrír í öðrum sérhæfðum störfum. einum starfsmanni hefur verið boðið lægra starfshlutfall, úr 100% í 50%. Á sýsluskrifstofunni á Akranesi starfa sex; löglærður fulltrúi og fimm í öðrum sérhæfðum störfum. Lög- fræðingi hefur verið sagt upp störf- um og einum starfsmanni boðið 50% starfshlutfall í stað 100% áður. Í útibúinu í Búðardal eru þrír starfsmenn í 1,6 stöðugildum. Tveimur þeirra, öðrum í 50% starfs- hlutfalli og hinum í 65% starfshlut- falli, hefur verið sagt upp störfum. Unnið á halla fyrri ára Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi, segir uppsagnirnar til- komnar vegna fjárskorts. Hann seg- ir að ljóst hafi verið fyrir fækk- un sýslumannsembætta í ársbyrjun 2015 að þau gætu ekki staðið undir sér. „Sýslumönnum var kynntur fjár- hagslegur grunnur hinna nýju emb- ætta í ágúst 2014. Þá strax varð ljóst að hann gat ekki staðið undir þeim fjölda starfmanna og þeim fjölda skrifstofa sem hinum nýju embætt- um var gert að taka við,“ segir Ólaf- ur. Hann segir að sú starfsskylda hvíli á sýslumanni að ráðstafa ekki meira af opinberu fé en hann hefur heim- ild til í fjárlögum. Hins vegar hafi fjárveitingar ekki nægt til „að standa við þau fyrirheit sem gefin voru um starfsstöðvar og starfsmannahald hjá embættunum,“ eins og segir í nefnd- aráliti meirihluta fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. „Við þessu hefur verið brugðist með því að fella niður mjög verulegan hluta hallans í árslok 2015. eins hef- ur ráðuneyti sýslumanna ráðstaf- að af sameigilegum fjárlagalið veru- legum fjárhæðum til embætta sýslu- manna. Nú er sýnt að ekki er unnt að ganga lengra í þessum efnum enda hafa þessar aðgerðir einar og sér ekki dugað því rekstrargrundvöllur emb- ættanna hefur ekki verið leiðréttur.“ Dómsmálaráðherra hefur sam- þykkt rekstraráætlun Sýslumannsins á Vesturlandi fyrir 2018. Gerir hún ráð fyrir jöfnuði innan ársins. „Hann byggist á því að ráðuneytið millifærir til embættisins fjármuni úr sameig- inlegum potti sýslumanna og sýslu- maður fækkar lögfræðingum emb- ættisins um einn. er það vegna þess að við stofnun embættisins 1. janú- ar 2015 tók það til sín lögfræðing frá fyrrum sýslumannsembættum, vegna áskilnaðar laga um að enginn starfs- maður missti starf sitt við breyting- arnar, án þess að því fylgdi fjárheim- ild,“ segir Ólafur. „en meira þarf til, embættið þarf auk þess að vinna nið- ur það sem telst vera halli á rekstri embættisins vegna fyrri ára, á tveim- ur árum. Því þarf að segja upp tveim- ur öðrum starfsmönnum og bjóða þremur lægra starfshlutfall,“ segir hann. Afgreiðsludögum fækkar í Búðardal Ólafur segir að samkvæmt könn- unum komi yfirgnæfandi meiri- hluti fólks á skrifstofur sýslumanns vegna vegabréfa, ökuskírteina, þing- lýsinga, umboðs Tryggingastofnun- ar og til almennrar afgreiðslu. Þjón- usta vegna þessa segir sýslumaður að verði óbreytt á Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi og Snæfellsbæ. „Þjón- ustan í Búðardal verður eins og verið hefur að öðru leyti en að hún verður ekki alla daga vikunnar,“ segir sýslu- maður. Þá verður föst viðvera sýslu- manns eða annars lögfræðings emb- ættisins á sýsluskrifstofunni á Akra- nesi, í stað þess að þar verði föst starfsstöð lögfræðings. Að öðrum kosti kveðst Ólafur ekki getað sagt til um áhrif breytinganna á þjónustu sýslumanns að svo stöddu. „Á þessari stundu liggur ekki fyrir á hvern hátt þessar breytingar munu hafa áhrif á þjónustu embættisins. framundan er vinna með starfsmönnum þess við að laga embættið að þessum breyttu forsendum,“ segir hann. Auk þess að fækka starfsfólki verð- ur leitast við að lækka húsnæðis- kostnað embættisins. „Um 80% af rekstrarkostnaði embætta sýslu- manna er launakostnaður. Af því sem þá er eftir er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn vegna húsnæðis. Samhliða fækkun starfsmanna verða teknar upp viðræður við fasteignir ríkissjóðs um að minnka það hús- næði sem embættið hefur á leigu,“ segir Ólafur K. Ólafsson að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Þremur starfsmönnum sýslumanns sagt upp störfum Öðrum þremur boðið lægra starfshlutfall Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður á Vesturlandi. Svipmynd frá Búðardal. Þar mun afgreiðsludögum í útibúi sýslumannsins fækka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.