Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 7 Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir gamanleikinn: 39 1/2 vika Eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Leikstjóri er Hrund Ólafsdóttir. Sýnt er í Lyngbrekku Sýningum fer fækkandi... 4. sýning - 24. febrúar kl. 20:30 5. sýning - 25. febrúar kl. 20:30 6. sýning - 1. mars kl. 20:30 7. sýning - 2. mars kl. 20:30 Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð 3.000 kr. Veitingasala á sýningum - posi á staðnum Bókaútgáfan Hólar hefur nú gefið út bókina; „Víkingur, sögubrot af aflaskipi og skipverjum,“ sem rit- uð er af Haraldi Bjarnasyni blaða- manni. Í bókinni er sagt frá að- draganda að smíði togarans Vík- ings AK-100 en hann kom nýr til Akraness 21. október 1960 og skipinu er fylgt í gegnum árin. Í bókinni eru mörg viðtöl við skip- verja, sem á einhverjum tíma voru um borð í Víkingi en mislengi þó, og ýmsar sögur eru sagðar tengdar skipinu. Skipið var í rúma hálfa öld gert út frá Akranesi og alltaf með sama nafni og númeri. Það fór í sína hinstu sjóferð 11. júlí 2014 til Grenå í Danmörku þar sem það var rifið. frá þeirri ferð var ein- mitt ítarlega sagt í stórri frásögn Haraldar sem birtist í Skessuhorni þá um sumarið. Víkingur var mikið happaskip alla tíð. Hann var smíðaður til að sækja á fjarlæg mið og því sett það markmið við smíðina að ganghrað- inn væri mikill. Þótt Víkingur væri smíðaður sem togskip var hann þó lengst af gerðu út til nótaveiða og þar komu yfirburðir þessa gæða- skips aftur í ljós enda var það oft- ast í hópi aflahæstu nótaskipa. Í bókarlok er viðauki um stofn- un og aðdraganda að smíði Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness, sem lét smíða skipið og gerði það út þangað til Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan var sameinuð HB&Co sem gerði út skipið þar til Grandi keypti HB&Co og til varð HB Grandi, sem gerði út Víking síðustu árin. Þá er einnig stuttur myndskreyttur kafli um komu nýs Víkings AK í desember 2015. Bókarkápu prýðir málverk af Víkingi eftir myndlistarmanninn Baska, Bjarna Skúla Ketilsson, frá Akranesi. Bókin er að sögn Har- aldar að berast í bókabúðir þessa dagana en einnig er hægt að kaupa hana ennþá á kynningarverði hjá höfundi með því að senda tölvu- póst með nafni, kennitölu og heimilisfangi á netfangið halli- bjarna@simnet.is og verður bók- in þá send heim til kaupanda en kynningarverðið er 5.000 krón- ur sem innheimt verður í heima- banka. „Víkingur, sögubrot af aflaskipi og skipverjum,“ er um 160 blaðsíð- ur að stærð í stóru broti og ræki- lega skreytt myndum frá mörgum áhuga- og atvinnuljósmyndurum auk mynda frá skipverjum. Vík- ingur var í rúma hálfa öld hluti af atvinnusögu Akraness og bókin á því talsvert erindi til Akurnesinga sem og alls áhugafólks um sjávar- útveg og atvinnuþróun. mm Bók um aflaskipið Víking AK-100 komin út Þorsteinn Þorvaldsson vélstjóri á Akranesi, sem nú er 93 ára gamall, var í fyrstu áhöfn Víkings árið 1960 og einn þeirra sem fór út til Þýska- lands að ná í skipið nýtt. Hér er hann með eintak af bókinni. Haraldur Bjarnason, höfundur bókarinnar áritar hér eintak af bókinni fyrir myndlistar- manninn og Skagamanninn Baska, Bjarna Skúla Ketilsson, en málverk eftir hann prýðir bókarkápuna. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.