Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201812 Alls hafa 52 skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar Reykhólahrepps um að endurskoða leiðarval sitt á veg- stæði nýs Vestfjarðarvegar. flestir þeirra sem leggja nafn sitt við áskor- unina eru íbúar í hreppnum. RúV greindi frá um helgina. Hópurinn vill að svokölluð A1 leið, sem liggur um þorpið á Reyk- hólum og þverar mynni Þorska- fjarðar, verði tekin til skoðunar. Sú leið er ekki hluti af vinnslutillögu sveitarstjórnar vegna breytinga á aðalskipulagi hreppsins. Skipulags- stofnun mat það svo í áliti sínu að leiðin hefði slík umhverfisáhrif að ekki væri nema að takmörkuðu leyti hægt að koma í veg fyrir eða draga úr þeim með mótvægisaðgerðum. Þá telur Vegagerðin leiðina ekki vera góðan kost. Í frétt RúV er haft eftir Ingi- björgu Birnu erlingsdóttur, sveitar- stjóra Reykhólahrepps, að sveitar- stjórn hafi valið leiðir D2, með jarð- göngum undir Hjallaháls, og Þ-H leið um Teigsskóg fyrir aðalskipu- lagsferlið. Ástæðan sé sú að leið D2 var tillaga Skipulagsstofnunar og sú sem veldur minnstum umhverf- isáhrifum, en Þ-H leið sú leið sem Vegagerðin leggur til að verði far- in. Sveitarstjóri segir undirskrifta- söfnunina hafa komið á óvart þar sem íbúum hafi tvívegis verið gefinn kostur á að koma athugasemdum sínum við breytingar á aðalskipulagi á framfæri. Í hvorugt skiptið hafi borist athugasemd vegna umræddr- ar leiðar. Undirskriftalistinn lá frammi í Hólabúð á Reykhólum í fjóra daga en var ekki auglýstur að öðru leyti. Í texta með áskorun til sveitarstjórnar er jafnframt lagt til að skoðuð verði sjávarfallavirkjun samhliða þverun Þorskafjarðar. Kom stjórnendum á óvart Reynir Þór Róbertsson, einn þeirra sem stóð fyrir undirskriftasöfn- uninni, segir að forsvarsmönnum listans hafi ekki verið vel tekið þegar þeir afhentu undirskriftirnar á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn fimmtu- dag. Sveitarstjóri segir það eflaust rétt. Stjórnendum sveitarfélagsins hafi komið á óvart að undirskrifta- söfnun stæði yfir á þessum tíma- punkti, í ljósi þess að óskað hafi ver- ið eftir samráði við íbúa fyrr í vetur. Íbúum gafst kostur á að skila inn athugasemdum við lýsingu á breyt- ingu á aðalskipulagi og einnig við vinnslutillögu fyrir breytinguna fyrr í vetur. Haldir voru opnir fundir um málið í bæði skiptin. frestur til að skila inn athugasemdum rann út 5. janúar síðastliðinn og barst engin athugasemd vegna leiðar A1. Í frétt RúV er haft eftir Birni Samúels- syni, sem skrifaði undir áskorunina, að hann telji fólki ekki hafa verið kunnugt um að athugasemdir þeirra hefðu einhverju getað breytt. Sjálfur hefði hann viljað sjá leið A1 koma til greina við breytingar á aðalskipulagi frá upphafi. Stefnt er að því að taka ákvörðun um leiðarval í sveitarstjórn á fundi hennar fimmtudaginn 8. mars næst- komandi. Sveitarstjóri segir að und- irskriftarlistinn berist of seint til að geta haft áhrif á ákvörðunina. efni hans verði hins vegar tekið til um- fjöllunar. Þeir Reynir Þór og Björn vísa því hins vegar á bug að of seint sé að taka leiðina um þorpið til skoð- unar. Málið sé galopið og mikilvægt að setja leið A1 aftur á dagskrá. kgk Skora á sveitarstjórn að endurskoða leiðarval Tæknifyrirtækin Skaginn 3X á Akranesi og frost ehf. og Raf- eyri ehf. á Akureyri hafa undirritað samning um uppsetningu fullkom- innar uppsjávarverksmiðju á Kúril- eyjum. Verksmiðjan er byggð fyr- ir dótturfélag rússneska útgerðar- félagsins Gidrostroy. Þar verður mögulegt að flokka, pakka og fyrsta 900 tonn af uppsjávarfiski á hverj- um sólarhring. Kúrileyjar eru við austurströnd Rússlands, milli Kamtsjatkaskaga og Japans. Á eyjunum öllum búa rúmlega 19 þúsund manns sem lúta rússneskri stjórn. Verksmiðjan sem íslensku fyrirtækin munu setja upp verður sett upp á Shikotaneyju, sem er ein af syðstu eyjum eyjaklas- ans. „Verksmiðjan verður gríðar- leg lyftistöng fyrir mannlífið á eyj- unni og mun skapa þar mikilvæg störf,“ segir Alexander Verkhovsky, eigandi Gidrostroy. „eftir að hafa skoðað verksmiðjur víða um heim var augljóst að skipta við þessi ís- lensku félög.“ Gidrostroy stundar veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, meðal ann- ars Alaskaufsa og sardínellu, sem er í miklum vexti á svæðinu um þess- ar mundir. Áætlað er að verksmiðj- an á Shikotaneyju verði sett upp í tveimur áföngum, næsta haust og síðan vorið 2019. Vonast er til þess að hægt verði að hefja vinnslu á ufsa í hluta verksmiðjunnar í haust, en að hún hafi náð fullum afköstum fyrri part næsta árs. Inn á Kyrrahafsmarkað Með undirritun samningsins stíga íslensku fyrirtækin stórt skref inn á Kyrrahafsmarkaðinn. Íslensku félögin hafa áður unnið saman að skipum og uppsetningu verksmiðja í gegnum Knarr Maritime. „Það er að sýna sig að Knarr er að nýt- ast okkur gríðarlega vel og er í raun að ryðja brautina inn á þessa mark- aði,“ segir Guðmundur Hannes- son, sölustjóri frost. „Verkefnið er stórt og mikilvægt fyrir bæði Gi- drostroy og okkur, en þetta byrj- aði allt síðasta vor þegar við seld- um og afhentum kerfi þar sem okkar lausn innihélt meðal annars flokkara frá íslenskum samstarfs- aðila okkar, Style,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skag- ans 3X. „Reynslan af því verkefni var einfaldlega þannig að báða að- ila langaði að vinna meira saman,“ segir hann. kgk Skaginn 3X og samstarfsfyrirtæki setja upp verksmiðju á Kúrileyjum Samningarnir handsalaðir. Fyrir miðju heilsast þeir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og Alexander Verkhovsky, eigandi Gidrostroy. Úr nýrri fiskvinnslu Eskju á Eskifirði, þar sem smíði og uppsetning búnaðar var í höndum Skagans 3X, Frosts og Rafeyrar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.