Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 15 Ljómalind og SSV hafa komið í gagnið matarsmiðju að Sólbakka 4 í Borgarnesi, sem fékk nafnið Matarlind. Matarlindin er aðstaða fyrir frumkvöðla á Vesturlandi þar sem þeir geta unnið að vöruþróun og smáframleiðslu. Á fimmtudaginn 22. febrúar milli kl. 16 og 18 ætla Ljómalind og SSV að bjóða gestum og gangandi að koma við, kíkja á aðstöðuna og þiggja léttar veitingar. Matarlind SK ES SU H O R N 2 01 8 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri óskar eftir starfsfólki til sumarstarfa á útisvæðum Hvanneyrar. vinnuvélaréttindi. Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is SK ES SU H O R N 2 01 8 AFLASKIPIÐ VÍKINGUR Saga aaskipsins Víkings snertir streng í hjarta hvers einasta Skagamanns og hér er hún sögð af mikilli innlifun m.a. annars af skipverjunum sjálfum. Víkingur - Sögubrot af aaskipi og skipverjum er bók sem allir Skagamenn verða að lesa. Gullhólmi SH gerði góðan róður á dögunum og landaði 30 tonnum í Ólafsvíkurhöfn. Báturinn er gerð- ur út frá Stykkishólmi af Ágústs- on ehf. en hefur undanfarið land- að í Ólafsvík. Þennan dag fóru þeir út á flákahornið á Breiða- firði, lögðu tvær lagnir, alls 45 þús- und króka sem gerir um 100 bala. Á þetta fengu þeir 30 tonn sem gerir um 300 kíló á balann. Svo á sunnu- daginn lönduðu þeir 24,7 tonnum sem þeir fengu á 34.000 króka sem er uppreiknað í 68 bala 500 króka sem gerir 363 kg á bala sem þykir gott. Allur fiskurinn var fluttur inn í Stykkishólm til vinnslu þar. Voru þessir góðu róðrar vel þegnir en undanfarið hefur verið mikil ótíð og oft ekki gefið á sjó vegna veð- urs. Gullhólmi var smíðaður árið 2015 og var þessi 30 tonna róður hans stærsti til þessa. Á Gullhólma eru tvær fimm manna áhafnir sem skiptast á viku og viku í senn. þa Gullhólmi SH með tvo góða róðra Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni ráð- herra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftir- liti Matvælastofnunar með sjókvía- eldi á laxi. Í bréfinu er vísað til þess að í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að í óveðri að undanförnu hafi búnaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax orðið fyrir skemmdum og sjókví hafi laskast í Tálknafirði með þeim afleiðingum að flothæfni var ekki lengur til staðar. „einnig hafi komið rifa eða gat á nót í kví fyr- irtækisins í Arnarfirði. Þá liggi fyr- ir að nú átta dögum síðar hafi eft- irlitsmaður ekki enn verið send- ur á staðinn til að taka út mann- virki og búnað fyrirtækisins. einn- ig gerir Landssambandið alvarleg- ar athugasemdir við að opinberir eftirlitsaðilar birti ekki upplýsing- ar um málið sem virðist hafa átt að fara leynt,“ segir í tilkynningu LV. „Landssambandið krefur ráðherra svara um hvernig ráðuneytið ætl- ar að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin þar sem ljóst sé að eftirlit með starfseminni er í skötu- líki. Þá fer Landssambandið fram á að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið áminni Matvælastofn- un og fiskistofu um að miðla upp- lýsingum um óhöpp í sjókvíaeldi sem erindi eiga við hagsmunaaðila og almenning, líkt og á sér stað við aðra mengandi stóriðju sem nátt- úru landsins getur stafað hætta af.“ mm Landssamband veiðifélaga krefst stjórnsýsluúttektar á MAST Árlegum 112 degi í Snæfellsbæ var líkt og víða um landið frest- að vegna veðurs 11. febrúar síðast- liðinn. Hann var hins vegar hald- inn á sunnudaginn. Viðbragðsaðil- ar komu þá saman við slökkvistöð- ina í Ólafsvík en þaðan var ekið um bæjarfélagið og endað við björgun- arstöðina Von í Rifi. Í Von voru tæki og tól viðbragðs- aðila til sýnis og nýttu fjölmarg- ir gestir sér tækifærið til skoð- unar og fræðslu. Hugrúnu Birtu Sigurðardóttur voru afhent verð- laun frá Landssambandi slökkvi- liðsmanna. Sagði Svanur Tómas- son slökkviliðsstjóri að á hverju ári færu slökkviliðsmenn í heimsókn til nemenda þriðja bekkjar og fræddu börnin um hættur sem þarf að var- ast og til að forðast eldsvoða. Loks afhentu afkomendur Þorgils Björnssonar Slökkviliði Snæfells- bæjar 400 þúsund króna gjafabréf til kaupa á kafarabúningi, en Þor- gils fórst í höfninni í Ólafsvík fyr- ir tveimur árum. Hann hefði verið 90 ára 14. febrúar síðastiðinn og er gjöfin til minningar um hann. af 112 dagurinn í Snæfellsbæ Hugrún Birta Sigurðardóttir tekur við verðlaunum sínum og með henni er Svanur Tómasson slökkviliðstjóri Snæfellsbæjar. Viðbragðsaðilar fóru akandi um götur Snæfellbæjar. Þessir bræður kunnu vel að meta slöngubát Lífsbjargar. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.