Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201816 Í síðasta pistli mínum var fjallað ítarlega um E-efna flokkinn lit- arefni. Þar var farið yfir uppruna efnanna og hvaða neikvæðu áhrif þau geta mögulega haft. Margar rannsóknir hafa ver- ið gerðar um áhrif litarefna á mannslíkamann og því auðvelt að finna upplýsingar. Öðru máli gengir um E200-299, eða rot- varnarefni. Nánast ómöglegt er að finna heilsteyptar upplýsingar um þessi efni þ.e. úr hverju þau eru búin til og hver séu langtíma áhrif þeirra á okkur. En byrjum á byrjunni; hvað eru rotvarnarefni? Rotvarnarefni eru efni sem stoppa eða seinka nátt- úrulegu niðurbroti og eru þau notuð til að lengja geymsluþol matarins. Þó að rotvarnarefni séu notuð með því göfuga mark- miði að geyma mat þá er ekki þar með sagt að þau séu heilsusam- leg. Mörg hefðbundin rotvarnar- efni eru úr náttúrulegum efnum eins og salti, sykri, áfengi og ediki en nútíma rotvarnarefni eru gerð úr tilbúnum efnum sem geta haft slæm áhrif á mannslíkamann. Eitt algengasta rotvarnarefnið er natríumbensóat E211 sem er natrí- umsaltið af bensósýru en rannsókn- ir hafa sýnt að það veldur ofvirkni hjá börnum. Þrátt fyrir að prófanir hafi ekki enn ákvarðað að fullu um áhrif efnisins á fullorðna, þá er lítil vafi á því að þetta sé efni sem ætti að forðast ef viðkomandi vill halda heilsu. Matvælaöryggisstofnun Evr- ópur telur að fleiri rannsóknir séu nauðsynlegar um öryggi/skaðsemi þessa efnis. Natríumsúlfít (E221) er notað við vínframleiðslu og önnur unn- in matvæli. Samkvæmt FDA er um það bil einn af hverjum 100 einstak- lingum sem hefur óþol fyrir sulfi- tes í mat. Meirihluti þessara einstak- linga er með astma, sem bendir til tengsla milli astma og súlfita. Ein- staklingar sem eru viðkvæmir fyrir súlfít geta fengið höfuðverk, önd- unarerfiðleika og útbrot. Í alvarleg- um tilvikum geta súlfítar í raun vald- ið dauða. Annað algengt rotvarnarefni, natríumnítrat eða E249 til E250, breytist í natríumnitríti, þekkt krabbameinsvaldandi efni þegar því er neytt. Efni sem enda á heitinu súlfít geta valdið astmakasti hjá þeim sem haldnir eru astma. Höldum áfram, brennisteinsauk- efnin E220-E228 en þau eru eitr- uð og í Bandaríkjunum hafa yfir- völd bannað notkun þeirra í hráum ávöxtum og grænmeti. Aukaverk- anir eru t.d. berkjuvandamál, lág- þrýstingur, roði, náladofi eða bráða- ofnæmi. Þau eyðilegga einnig víta- mín B1 og E í líkamanum og eru ekki ráðlögð til neyslu fyrir börn. Finn- ast í bjór, gosdrykkjum, þurrkuðum ávöxtum, söfum, víni, ediki og kart- öflum. Þrátt fyrir þá staðreynd að rot- varnarefni séu notuð í næstum öll- um mat sem seldur er í matvöru- verslunum þá benda rannsókn- ir sem gerðar hafa verið til þess að forðast skuli rotvarnarefni eins mik- ið og mögulegt er. Að lokum langar mig að skilja þetta eftir til umhugsunar: Ef rot- varnarefni í mat drepa lifandi gerla hvort sem þeir eru góðir eða slæmir, hvaða áhrif/skaða valda þessi efni á þarmaflóruna okkar þegar þau eru borðuð því þau eru enn virk þegar þeirra er neytt. Í dag er það að koma í ljós að þarmaflóra í jafnvægi er tal- in grunnur að góðri heilsu. Lífrænar kvejur, Kaja Listi yfir rotvarnarefni í matvöru. E 200 Sorbínsýra, E 202 Kalíumsorbat, E 203 Kalsíumsorbat, E 210 Bensó- sýra, E 211 Natríumbensóat, E 212 Kalíumbensóat, E 213 Kalsíumben- sóat, E 214 Etýl-p-hydroxíbensóat, E 215 Natríumetýl-p-hydroxíbensóat, E 216 Própýl-p-hydroxíbensóat, E 217 Natríumprópýl-p-hydroxíbensóat, E 218 Metýl- p - h y d r o x - íbensóat, E 219 Natríummetýl-p-hydroxíbensóat, E 220 Brennisteinsdioxíð, E 221 Natríumsúlfít, E 222 Natríumvetn- issúlfít, E 223 Natríummetabisúlfít (pyrosúlfít), E 224 Kalíummetabis- úlfít (pyrosúlfít), E 226 Kalsíumsúl- fít, E 227 Kalsíumvetnissúlfít, E 228 Kalíumvetnissúlfít E 230 Difenýl, E 231 Ortofenylfenól, E 232 Natríumortofenylfenól, E 233 Tíabendazól, E 234 Nísín, E 235 Natamysín, E 239 Hexametý- lentetramín, E 242 Dimetýldik- arbónat, E 249 Kalíumnítrít, E 250 Natríumnítrít, E 251 Natríumnítrat, E 252 Kalí- umnítrat, E 260 Ediksýra, E 261 Kalíumasetat, E 262 Natríumase- tat, E 262 Natríumvetnisasetat, E 263 Kalsíumasetat, E 270 Mjólk- ursýra, E 280 Própíónsýra, E 281 Natríumprópíónat, E 282 Kalsí- umprópíónat, E 283 Kalíumpró- píónat, E 284 Bórsýra E 285 Natríum- tetrabórat, E 290 Koldioxíð, E 296 Eplasýra, E 297 Fúmarsýra Rotvarnarefnin í fæðunni okkar Heilsuhorn Kaju Á Tindaflöt á Akranesi býr lítil fjöl- skylda; Hólmfríður eysteinsdótt- ir, Sigurður Bachmann Sigurðsson og sex mánaða sonur þeirra Rúrik Leó. Hólmfríður og Siggi Bach, eins og hann er oftast kallaður, eru bæði mjög tónelsk og þegar þau keyptu sína fyrstu íbúð í fyrra, kom ekki annað til greina en að hafa pláss fyr- ir áhugamálið. Þess vegna nýttu þau geymsluplássið í íbúðinni undir tón- listarherbergi og hafa meira að segja komið sér upp stúdíóaðstöðu. „Mað- ur á ekkert að vera að safna drasli í geymluna hvort eð er,“ segir Hólm- fríður. Þau vonast til að áhugamálið fái að taka meira pláss í lífi þeirra í framtíðinni. „Það eru svo margir sem láta áhugamálið grotna niður eftir að börn koma til sögunnar. Við vorum ekki tilbúin í að láta það gerast hjá okkur,“ segir Siggi. Í tónlist frá unga aldri „Ég æfði á píanó alveg frá níu til sautján ára, var alltaf í kór í grunn- skóla og æfði líka söng í eitt og hálft ár,“ segir Hómfríður. „en ég hef lítið verið að gera núna,“ bætir hún hóg- vær við. „Hún stoppar samt aldrei,“ skýtur Siggi inn í. „Hún er sísyngj- andi hérna heima. Vaknaði við hana syngjandi eniga Meniga áðan,“ segir Siggi sem vinnur í Norðuráli og var að koma af næturvakt fyrr um morg- uninn. Siggi byrjaði sjálfur í fÍH, en náði ekki að klára. „Það er svona sagan af minni skólagöngu, ég byrja og hætti svo,“ segir hann í gamansömum tón. „Maður lærir samt mest sjálfur. Áhuginn er líka það mikill hjá mér að maður lærir þetta bara. Ég er að mestu bara sjálfmenntaður. Maður getur lært tónlist, en þetta verður að vera í manni. Megnið af tónlist er hugmyndaflug.“ Hann hlaut einnig tónlistarlegt uppeldi í gegnum föð- ur sinn. Með því að horfa á Sigga er greinilegt að áhugi hans á tónlist er mjög mikill. Hann er húðflúraður á höndum með alls kyns hljóðfærum og tónlistartáknum. „Tónlistin var númer eitt þangað til fyrir sex mán- uðum,“ segir hann og horfir á sex mánaða son sinn Rúrik vega salt á hnjánum á gólfinu. „er ég þá nokk- uð að vera leiðinlegur við þig?“ spyr hann Hólmfríði og bæði hlæja. Hún syngur, hann spilar Hólmfríður og Siggi kynntust í Norðuráli sumarið 2014. „Ég er úr Breiðholtinu, alin upp þar, en fékk sumarvinnu í Norðuráli eitt sumarið og þá kynntumst við,“ segir Hólm- fríður. Þau segja bæði að áhugi þeirra á tónlist hafi dregið þau saman. Siggi spilar helst á gítar og hefur spilað á ýmsum stöðum. „Ég er samt ekki þeim hæfileikum gæddur að geta sungið, þess vegna náði ég mér í konu sem getur sungið.“ Hólmfríð- ur sér því um sönginn og þau hafa nú þegar tekið upp nokkur lög saman. Feimni tónlistarmaðurinn enn sem komið er hafa þau ekki tek- ið upp frumsamin lög, heldur hafa þau einbeitt sér að ábreiðulögum. Hólmfríði finnst tilhugsunin um að setja út sitt eigið efni erfið. „ef mað- ur semur texta og les hann aftur eft- ir fimm ár eða eitthvað, þá fer mað- ur bara að hlæja. Ég held að það sé það sem sé að stoppa mig,“ segir hún en viðurkennir þó fúslega að hún sé sinn eigin harðasti gagnrýnandi. „Maður verður bara að þora,“ seg- ir Siggi sem hefur samið nokkur lög sjálfur og sett á internetið. „Ég tók bara ákvörðun fyrir nokkrum árum, eftir að ég eignaðist upptökugræju, að dæla bara út mínu efni.“ Sýnileik- inn sé þó ekki sem bestur. „Þú þarft að vera svo rosalega uppáþrengjandi á netinu til að koma þér á framfæri,“ segir Siggi. „Ég hef það ekki í mér,“ segir Hólmfríður. Siggi hefur einnig verið að vinna að því að taka upp plötu með hljóm- sveitinni Grasösnum til heiðurs bandaríska tónlistarmanninum John Prine. Svokallaða tribute-plötu. John Prine er bandarískur kántrí- og þjóð- lagasöngvari og tónsmiður. Upptök- urnar fara fram í stúdíó Gott hljóð í Borgarnesi. „Við erum bara að leggja lokahönd á þetta núna,“ segir hann spenntur. Stefna á að spila opinberlega Þau langar að geta nýtt tónlistarhæfi- leika sína í framtíðinni. „Okkur lang- ar alveg að spila og syngja í brúð- kaupum og einhverju svoleiðis,“ seg- ir Siggi. „Ég þarf bara að komast yfir feimnina,“ bætir Hólmfríður við. Það sé samt allt á uppleið og þau hlæja að því að hún geti verið feimni tónlist- armaðurinn. Rúrik fær að njóta hæfi- leika foreldra sinna á meðan þau eru að koma sér upp lagalista til að spila opinberlega. „Tónlistaruppeldi er svo mikilvægt,“ segir Siggi og Hólm- fríður samsinnir því. „Honum finnst svo gaman þegar við erum að spila og syngja fyrir hann og það gerist alveg á hverjum degi. Hann elskar þegar við spilum fyrir hann. Hann brosir alltaf. Brosir og hlær,“ segir Hólm- fríður. klj „Megnið af tónlist er hugmyndaflug“ Hólmfríður og Siggi Bach hafa brennandi áhuga á tónlist Hólmfríður, Siggi Bach og Rúrik Leó. Hólmfríður og Siggi hafa alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist og gefa áhugamálinu mikið pláss. Rúrik er tónelskur drengur og foreldrarnir eru ófeimnir við að spila og syngja fyrir hann. Hér grípur Siggi í gítarinn fyrir snáðann og sonurinn var ljómandi ánægður með frammistöðu pabba síns. Heimastúdíóið, eða tónlistarherbergið, sem átti að vera geymsla en geymir nú bara fagra tóna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.