Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 19 „Ég hef stundum boðið upp á smá gotterí eftir tíma þá aðallega á laug- ardögum og nú síðast kom ég með súrmat og mysu svona sem upphitun fyrir þorrablótið sem var að kvöldi sama dags.“ Fjórhjól nýjasta áhugamálið Aðspurð hvað hún geri þegar hún er ekki í ræktinni segist Gunna hafa mörg áhugamál og svo tekur vinnan tíma. „Ég hef verið bankastarfsmað- ur í 33 ár, fyrst í Sparisjóðnum og svo í Arion banka, þar sem ég vinn núna. Ég ver góðum tíma á hjóli, hvort sem það eru hjól sem færast úr stað eða ekki,“ segir Gunna og hlær. „Ég ferðast mjög mikið, bæði innan- lands og erlendis, meira erlendis þó. Svo hef ég fengið alveg nýtt áhuga- mál, að keyra um á fjórhjóli. Við Jón keyptum okkur fjórhjól síðasta sum- ar og okkur þykir ofboðslega gaman að keyra út fyrir bæinn á því,“ bæt- ir hún við. arg/ Ljósm. arg og úr einkasafni. Lager og tæki blóma- og gjafavöruverslunar Lager af frábærri gjafavöru og tól og tæki til blómaskreytinga til sölu – hægt að afhenda strax. Af persónulegum ástæðum er lager og tæki Blómasetursins í Borgarnesi til sölu. Lagerinn og tækin seljast á kostnaðarverði og hægt er fyrir kaupandann að setja upp búð með blómaívafi hvar sem er á landinu með lagernum. Seljendur aðstoða við að koma kaupenda í samband við frábæra birja og eru tilbúnir að gefa góð ráð. Nánari upplýsingar gefur Blóma-Svava í síma 437-1878. SK ES SU H O R N 2 01 8 eins og Skessuhorn greindi frá í síð- ustu viku var Guðrún emilía Daní- elsdóttir, eða Gunna Dan eins og hún er venjulega kölluð, valin Borg- nesingur ársins 2017. Gunna Dan hefur í gegnum árin verið dugleg að beita sér fyrir heilsueflingu í Borgar- nesi og hefur sjálf boðið upp á þrek- tíma fyrir Borgnesinga í ríflega tvo áratugi. „Þetta byrjaði allt þegar við vinkonurnar, ég og erla Kristjáns- dóttir, að tilstuðlan frumkvöðulsins og æskuvinkonu minnar Írisar Grön- feldt, fórum af stað með morgun- tíma, og bættum síðar við okkur líka tímum á kvöldin. Við vorum með 13 tíma á viku skvísurnar tvær í mörg ár. Við stöllur vorum búnar að vera duglegar að mæta í ræktina á morgn- ana en okkur langaði að fá fleiri með og vera með eitthvað skipulagt. Við fórum strax af stað með þessa tíma og tókust þeir svo vel að ég er enn að,“ segir Gunna hress í bragði. Gunna er fædd og uppalin í Borg- arnesi og hefur hvergi annarsstaðar búið, að undanskildum einum vetri. Í Borgarnesi kynntist hún Jóni Kristni Jakobssyni eiginmanni sínum og eignuðust þau tvö börn. „Ég á líka tveggja og hálfs árs ömmugull, hann Jón Anton, sem ég er svo heppin að hafa sem stóran part í mínu lífi. Ég er svo lánssöm að hér í Borgarnesi hef ég alla mína nánustu fjölskyldu og hef ég því hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Gunna og brosir. „foreldrar mínir búa í Brákarlíð og ég fer til þeirra eins oft í viku og ég get, stöku sinnum kaupi ég eitthvað með kaffinu og fer með fyrir alla á Hvammi, sest svo niður með heim- ilisfólkinu og spjalla yfir kaffiboll- anum. Það eru alveg rosalega góðar og gefandi stundir,“ bætir hún við. Auk þess að berjast fyrir heilsuefl- ingu í samfélaginu hefur Gunna ver- ið virk í Lionsklúbbnum Öglu enda einn af stofnendum hans „Mér þykir alltaf gott að gera gagn og hef ver- ið virkur meðlimur í Lions í 30 ár. Á þeim tíma hef ég tekið þátt í ýmsum fjáröflunum sem hafa runnið í verk- efni til að gera Borgarbyggð að enn betra samfélagi. Þær skipta eflaust tugum milljónirnar sem ég hef tekið þátt í að safna með félögum mínum. Mér þykir einfaldlega svo gefandi að hjálpa öðrum,“ segir Gunna. Hreyfing í forgangi Hreyfing hefur alla tíð verði mikil- vægur hluti af lífi Gunnu og segist hún sannfærð um að það sé hreyf- ingunni að þakka að hún haldi góðri heilsu. „Mér þykir mjög gott að borða nammi og alltaf verið veik fyr- ir því. en ég hreyfi mig alla daga og er nokkuð viss um að annars væri heilsan ekki eins og hún er. Ég er 56 ára gömul, tek engin lyf og er með mjög heilbrigðan líkama, þó ég laumist stundum í nammibita,“ segir hún og brosir. „Ég er líka á því að við ættum að vera dugleg að taka D-vít- amín ásamt öðrum vítamínum yfir vetrartímann. Ég veit að D-vítam- ínskortur getur verið orsök margra kvilla,“ bætir hún við. Guðrún æfði körfubolta ásamt frjálsum, badmin- ton og sundi þegar hún var yngri og varð Íslandsmeistari í körfubolta með öðrum flokki Skallagríms árið 1979 og bikarmeistari árið 1980. „Þetta voru frábærir tímar. Ég þjálf- aði líka og fékk svo dómararéttindi, en þetta eru löngu úrelt réttindi í dag, enda ég farin að gera aðra hluti núna,“ segir hún. „Hreyfing hefur alltaf verið í for- gangi hjá mér. Heilsan er ekki sjálf- gefin svo það þarf að hlúa að henni. Það hefur verið mín tilfinning að fólk detti því miður úr takti með hreyfingu á ákveðnum tíma í líf- inu. fólk sem er með lítil börn og að vinna gefur sér ekki alltaf tíma til að hreyfa sig. Það þarf samt ekki mikinn tíma, hálftími á dag er mun betra en ekkert. Svo þarf alls ekki að æfa íþrótt eða mæta í ræktina, það er hægt að kveikja á tónlist og dansa á stofugólfinu, fara út með börnin og svo margt fleira,“ segir Gunna og bætir því við að sjálf stundi hún alls- konar hreyfingu og dans á hverjum degi. „Þegar ég var með börnin lítil fór ég gjarnan með þau út á snjóþotu og batt þotuna við band um mittið á mér og svo bara gekk ég áfram. Þetta náði hjartanu vel af stað og börnun- um þótti þetta líka gaman.“ Skemmtilegir tímar og mikið um húmor Gunna hefur í áratugi verið með hóp- tíma í Borgarnesi auk þess sem hún hefur beitt sér fyrir því að aðstöð- unni í líkamsræktinni sé sem best. „eitt af því sem ég er hvað ánægð- ust með að hafa náð í gegn ásamt fleirum var að fá kalt kar við líkams- ræktina. Þetta er nú bara venjulegt kar með köldu vatni. Að fara ofan í svona kar og í heitan pott til skiptis nokkrum sinnum getur gert krafta- verk fyrir líkamann, minnkað bólg- ur og hjálpað líkamanum að jafna sig eftir áreynslu,“ segir Gunna og bætir því við að fyrir nokkru síð- an ákvað hún að fækka hóptímun- um sínum úr sjö tímum á viku í tvo því nú sé komið að unga fólkinu að taka við. „Mér fannst kominn tími til að ég myndi fækka mínum tím- um, ekki af því ég sjálf sé að minnka við hreyfinguna, eða hafði ekki gam- an að þessu lengur. Ég hef bara verið að þessu svo lengi og nú er svo margt ungt og efnilegt fólk sem getur tek- ið við. Mér þykir svo gaman að sjá þetta unga fólk sem er fullt af metn- aði og dugnaði,“ segir hún. Tímarnir hjá Gunnu innihalda alltaf eitthvað fyrir alla. „Ég kalla þetta spinning og þrek en við erum að gera allskonar skemmtilegar æf- ingar og ég reyni alltaf að leggja upp með að hafa smá húmor og skemmt- un í hverjum tíma,“ segir Gunna og bætir því við að hún leggi alltaf mik- ið upp úr undirbúningi fyrir tím- ana. „Ég tek alltaf góðan tíma í að skoða æfingar á netinu og fá hug- myndir, sérstaklega eitthvað svona öðruvísi og óhefðbundið. Svo skipt- ir tónlistin miklu máli því hún hef- ur áhrif á stemninguna og stuðið. Ég tek því alltaf góðan tíma í að finna rétta tónlist fyrir hvern tíma. Það ættu allir að finna eitthvað við hæfi hjá mér og ef einhver æfing hentar illa fyrir einhvern er alltaf hægt að breyta og finna eitthvað sem hentar. Hjá mér er fólk á öllum aldri, mest konur reyndar, og hvet ég endilega karla á öllum aldri að koma með okkur og prófa. Ég er kannski aðeins óhefðbundin leiðbeinandi,“ segir Gunna og bætir því við að þar sem hún er ekki menntaður þjálfari vilji hún frekar kalla sig leiðbeinanda. „Heilsan er ekki sjálfgefin svo það þarf að hlúa að henni“ Segir heilsufrömuðurinn Gunna Dan Borgnesingur ársins Gunna leggur alltaf upp með að í tímunum hennar sé glens og gaman. Gunna Dan var hefur verið öflug í heilsueflingu í Borgarnesi. Gunna ásamt Jóni, eiginmanni sínum, og Jóni Antoni, dóttursyni þeirra. Starfsmenn vegagerðarinnar komu í tíma hjá Gunnu. Gunna bauð upp á súrmat og mysu í lok þrektíma á þorrablótsdegi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.