Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201822 Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þann- ig fram að keppendur skila inn til- búnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka árs- ins. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2018“ og er höfund- ur hennar að þessu sinni Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís. Sala á kökunni hófst í bakaríum félagsmanna Landssambands bak- arameistara um allt land síðastlið- inn fimmtudag og verður til sölu það sem eftir er ársins. mm Kaka ársins komin í sölu Frá afhendingu Köku ársins í Bernhöftsbakaríi síðastliðinn miðvikudag. F.v. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Már Guðjónsson höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís. Ríkisstarfsmenn sem eru í aðild- arfélögum Alþýðusambands Ís- lands, þ.e. félagsmenn RSÍ, Sam- iðnar, VM, SGS og félaganna í flóabandalaginu, fá í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu. Gefur hún að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Kemur hækkun- in víðast hvar til útborgunar 1. mars næstkomandi. er þetta gert á grundvelli samkomulags ASÍ við íslenska ríkið og byggir á ramma- samkomulags aðila vinnumark- aðarins. Ætlunin er að tryggja að launaskrið á almennum vinnu- markaði nýtist einnig starfsfólki hins opinbera. frá þessu er greint í tilkynningum frá ASÍ annars vegar og SGS hins vegar. „Þetta er í fyrsta skipti sem reynir á launaþróunartrygg- inguna og ég fagna því að leið- réttingin sé nú í hendi og tryggir að fólk í okkar félögum fái hluta launaskriðsins sem er á almenna vinnumarkaðnum. Það hefur oft í gegnum árin verið þannig að fólk innan hins opinbera nýtur ekki launaskriðs í sama mæli og á al- menna markaðnum. Því er þetta fagnaðarefni,“ segir Björn Snæ- björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins. Launaskriðstryggingin er mæld út frá launaskriði árin 2013 til 2016. Annað uppgjör verður gert fyrir árin 2017 og 2018 og laun þá leiðrétt ef tilefni þykir til, að því er fram kemur í tilkynningu SGS. „útfærsla tryggingarinnar er misjöfn eftir landssamböndum en ákveðið var að SGS myndi feta sig í átt að nýrri launatöflu líkt og flest opinber félög innleiddu í síðustu kjarasamningum. Því eru allir starfsmenn færðir í 6. þrep launatöflunnar, sem er efsta þrep- ið og taflan hækkuð öll um 1%. Þetta gerir það að verkum að fólk ber aðeins misjafnt úr býtum eft- ir aldri og röðun í launatöflu, en launatöflur eru þá ekki háðar líf- aldri lengur og því verður auð- veldara að breyta töflunni til sam- ræmis við aðra í næstu kjarasamn- ingum. félagsmenn sem starfa við ræstingar fá 1,8% hækkun á tíma- mælda og flatamælda ákvæðis- vinnu.“ kgk Ríkisstarfsmenn frá launaskriðstryggingu Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, ætlar ekki að gefa kost á sér til framboðs í sveitarstjórnar- kosningunum á vori komanda. Þar með segir hann skilið við stjórnmál- in eftir 44 ár á þeim vettvangi, sem bæjarstjóri, þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis. Sturla varð bæjar- stjóri í Stykkishólmi árið 1974 og gegndi því starfi til ársins 1991 þeg- ar hann tók sæti á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Árin 1999 til 2007 var Sturla samgönguráðherra og forseti Alþingis 2007 til 2009, þeg- ar hann lét af þingmennsku. fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 gaf Sturla kost á sér sem bæjarstjóraefni H-listans í Stykkishólmi úr fjórða sæti listans. Listinn hlaut meirihluta í kosningunum og tók Sturla því við starfi bæjarstjóra á nýjan leik og hef- ur gegnt því síðan. Í samtali við Skessuhorn segist Sturla ekki hafa stefnt að því að vera bæjarstjóri lengur en sem nemur yf- irstandandi kjörtímabili. „fyrir það fyrsta var ég auðvitað hættur í póli- tíkinni og farinn að sinna öðru áður en ég fór fram fyrir fjórum árum síðan,“ segir Sturla. „Ég gaf svo sem aldrei neinar sérstakar yfirlýsing- ar en það lá alltaf fyrir að ég myndi bara vera eitt kjörtímabil. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ég hætti núna,“ segir hann. Lítur sáttur yfir ferilinn Aðspurður kveðst hann líta mjög sáttur yfir feril sinn sem stjórnmála- maður. „Auðvitað er það alltaf þann- ig í stjórnmálum að það skiptast á skin og skúrir. en ég er mjög sátt- ur við að hafa fengið tækifæri til að vinna að þeim málum sem ég hef unnið að og haft til þess umboð með afgerandi úrslitum í kosningum. Það var mikil áskorun fyrir ungan mann að takast á við bæjarstjórastarfið og hefja þannig feril sinn í stjórnmál- um. en ég var svo heppinn að fá að vinna með einstaklega góðum hópi sem var kjörinn í hreppsnefndina í Stykkishólmi 1974, á þá bæði við meirihluta og minnihluta,“ segir Sturla sem var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn í starf bæjarstjóra. „Það voru miklar væntingar og þetta öfluga fólk sem tók við, mörg á svip- uðum aldri og ég, tók mjög til hend- inni. Það þurfti að ljúka lagningu vatnsveitu sem var risaverkefni fyr- ir Stykkishólmsbæ. Síðan tóku við stanslausar framkvæmdir við gatna- gerð, endurnýjun lagna í bænum og umbætur á sviði umhverfismála. Ég var ofan í skurðum að mæla meira og minna fyrstu árin með störfum á bæjarskrifstofunni og fundarhöld- um,“ segir Sturla léttur í bragði. „Því næst var byggt félagsheimili og hót- el og síðan tók eitt við af öðru; mikl- ar hafnarframkvæmdir, fjölbýlis- húsabygging fyrir verkamannabú- staði, dvalarheimili og síðan íþrótta- húsið og skólabyggingin, kaup bæj- arins á stórum hlut í Skipasmíða- stöðinni Skipavík ásamt endurbót- um á dráttarbrautinni sem var í eigu bæjarins, gerð íþróttavallar og sam- starf við St.fransickussystur við að stækka sjúkrahúsið og byggja heilsu- gæslustöð. Mikill uppgangur var í Hólminum og af mörgu var að taka og það fjölgaði íbúunum sem voru komnir á fjórtánda hundraðið,“ seg- ir hann. „Þetta var mjög ánægjuleg- ur tími, ekki síður ánægjulegur en undanfarin fjögur ár sem hafa ver- ið ár endurskipulagningar og fram- kvæmda, þó þau hafi að ýmsu leyti verið öðruvísi, meiri pólitískur óró- leiki en áður var. en hvað um það. Ég met mikils það góða fólk sem ég hef unnið mest með á vegum bæjar- ins og bæjarstjórastarfið hefur ver- ið ánægjulegt og gefandi þrátt fyr- ir eril.“ Landsmálin annars eðlis „Á vettvangi þingsins og síðar ráðu- neytis var starf stjórnmálamannsins auðvitað allt annars eðlis,“ segir hann og minnist starfa í fjárlaga- nefnd Alþingis fyrstu átta árin og þó einkum ráðherratíðar sinnar í samgönguráðuneytinu frá 1999 til 2007. „Það var tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Við tókum mjög til hendinni á sviði ferðamála, fjar- skiptamála og í uppbyggingu sam- göngukerfisins á grundvalli nýrrar löggjafar um samræmda samgön- guáætlun sem ég fékk samþykkta í þinginu. Það var feiknarlega mik- ið verkefni og í kjölfar þess voru settar af stað aðgerðir í umferðar- öryggismálum og við uppbyggingu vegakerfisins. Þær skiluðu sér fljót- lega í tvöföldun Reykjanesbrautar og Hellisheiðar að hluta, til dæm- is,“ segir Sturla. „Svo voru það auðvitað jarðgöngin. Ég fékk að sprengja nokkrum sinnum,“ bætir hann við léttur í bragði. „Á mínum tíma í ráðuneytinu voru gerð göng um Almannaskarð, fáskrúðsfjarð- argöng og svo fékk ég að sprengja fyrstu spreninguna í Héðinsfjarðar- göngum. Síðan setti ég af stað inn í samgönguáætlun göngin til Bol- ungarvíkur. Lengi hafði legið fyrir að þau þyrftu að verða að veruleika en mér þykir ánægjulegt að þau hafi verið sett á dagskrá á minni tíð og fjármunir tryggðir til þeirra,“ seg- ir Sturla. „Sömuleiðis er ég óskap- lega stoltur af því að hafa staðið að uppbyggingu vegakerfisins á Snæ- fellsnesi. Á minni tíð í samöngur- áðuneytinu var lagður nýr vegur um Vatnaleið, vegurinn um Bú- landshöfða endurbættur, settar af stað framkvæmdir við útnesveg og fróðárheiði og Kolgrafafjörð- ur brúaður. Þetta hefur breytt Snæ- fellsnesi, til dæmis tel ég að fjöl- brautaskóli Snæfellinga hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir bættar samgöngur á milli bæjanna,“ segir hann. „Þingmannsferlinum lauk ég síðan sem forseti Alþingis, sem var sömuleiðis mjög ánægjulegt starf í alla staði,“ bætir hann við. Sveitarstjórnarmál eru grunnurinn Hann kveðst því ekki getað verið annað en sáttur að hafa fengið tæki- færi til að vinna með góðu fólki að endurbótum og úrbótum í samfé- laginu. „Þó margt sé ógert á þjóð- in að vera þakklát sjálfri sér fyr- ir hversu hratt hefur í raun verið byggt upp á síðustu fjörutíu árum eða svo. Þar eru sveitarstjórnar- málin grunnurinn að öllu saman. Það er lykilatriði að unnið sé vel í hverri byggð, byggðirnar verða að vera sterkar,“ segir hann og horfir björtum augum til framtíðar. „Mér sýnist Stykkishólmur í góðri stöðu fyrir kosningarnar í vor. Vafalaust finna nýir frambjóðendur verkefni sem þeir skilja ekkert í að hafi ekki fyrir löngu verið unnin. en það er alltaf svoleiðis. Vonandi fáum við gott fólk í framboð sem er til- búið að vinna af einurð, sanngirni og heiðarleika fyrir Stykkishólm,“ segir hann. en hvað ætlar Sturla að taka sér fyrir hendur eftir að stjórn- málaferlinum lýkur? „Ég ætla að ferðast og sinna hestunum mínum meira en ég hef gert. Síðan ætla ég að raða upp skjalasafninu sem er mikið að vöxtum svo ég eigi auð- veldara með að skrifa um liðna tíð. Það verða næg verkefni sem ég vil vinna með eiginkonu minni, börnum og barnabörnunum,“ segir Sturla Böðvarsson að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. Sturla segir skilið við stjórnmálin Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Við minnisvarðann um leiðina yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vegurinn var opnaður árið 2001, þegar Sturla var samgönguráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.